Auðkenni þarf að passa upp á Eva Valdís Jóhönnudóttir skrifar 31. maí 2024 12:47 Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslandsbanki Netglæpir Netöryggi Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, ef þú myndir skrifa niður þá hluti sem auðkenna þig – hvað myndir þú skrifa? Hver ert þú, svona raunverulega? Áður en við dettum í heimspekilegar vangaveltur eða jafnvel ótímabæra tilvistarkreppu má líta til skilgreiningar Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA) um sterka auðkennisþætti, sem skiptast í vitneskju, umráð og eðlislægni. Einfalt, er það ekki? Sá hængur er þó á að bara eigandinn má vita, hafa og vera. Auðkenni þarf nefnilega að passa upp á. Ef fólk deilir lykilorðum sínum, tækjum eða lánar einhverjum fingrafarið sitt að símanum, er búið að gjaldfella öryggi auðkennisþáttarins. Komi slíkt fyrir verður að endurheimta á ný öryggi auðkenningarinnar, til dæmis með því að fá nýtt lykilorð, eða endurheimta tækið þannig að það sé einungis í umsjá eiganda og tryggja um leið að ekki hafi verið átt við það.Burtséð frá lagalegum vangaveltum, þá eru hér tvö heilræði sem skipta hvern netkaupanda máli:1. Hver og einn ber ábyrgð á að varðveita eigin auðkennisþætti. Þeir eru notaðir til að staðfestingar á að fólk hafi sannarlega tekið þátt í viðskiptum í góðri trú. Ef einhver biður um auðkennisþætti þína, er rétt að hafa varann á sér og forðast hugsanlegar vefveiðar. 2. Sum viðskipti eru áhættusamari en önnur. Dæmi um það er þegar endurkröfuréttur Mastercard eða annarra kortaútgefanda er ekki til staðar. Viðskipti af þeim toga eru til dæmis greiðslur framkvæmdar með rafrænum gjaldeyri á peningasendingasíðum, gjafakorti, eða með rafmyntum. Sama á við um hefðbundnar millifærslur, hvort sem þær eru innanlands eða til útlanda. Slíkar færslur eru alla jafna einungis heimilaðar eftir að fólk hefur auðkennt sig með sterkri auðkenningu. Eigi fólk í viðskiptum þar sem undir eru háar upphæðir og endurkröfuréttur er ekki til staðar — til dæmis ef kaupa á rafmynt og millifæra svo á veski í eigu annars aðila, eða þegar millifæra á háa upphæð á viðtakanda sem fólk þekkir ekki — er rétt að staldra við og ganga úr skugga um að ekki sé um netsvik að ræða. Höfundur er sérfræðingur á svikavakt Íslandsbanka.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun