Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar 21. nóvember 2025 14:01 Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í lok 20. aldar, áður en Reykjavík varð sú litríka borg sem hún er í dag, birtust tveir hópar á götum borgarinnar og í fjölmiðlum, sem á ólíkan hátt rufu kyrrðina í litlu, rótgrónu samfélagi; pönkarar með ögrandi tónlist, hanakamba og spreyjað hár, og samkynhneigðir sem fóru að taka sér pláss eftir áratuga þögn og ósýnileika. Þótt hóparnir væru ólíkir að uppruna og markmiðum mótaðist umræðan um þá af sömu tilfinningum: Óvissu, ótta, andúð og dramatík. Sýnileika þeirra fylgdi mikill óróleiki í samfélaginu. Pönkarar birtust skyndilega í íslenskri menningu um 1980 og voru taldir uppreisnarseggir sem hefðu slæm áhrif á æskuna, voru auðnuleysingjar sem stofnuðu hljómsveitir - en kunnu hvorki að spila né syngja - öskruðu bara. Voru á móti öllu, sérstaklega Kerfinu. Samkynhneigðir urðu sífellt sýnilegri á 9. áratugnum, sem ýtti undir spurningar um hefðbundin fjölskyldugildi og siðferði sem hópurinn var talinn ógna - átti bara að henda þessu öllu á haugana? Samkynhneigð myndi bara breiðast út - jafnvel verða faraldur, verðum að vernda börnin! Í báðum tilvikum var samfélagið ekki að bregðast við raunverulegri ógn heldur óvissu um það sem var framandi og ögrandi. Þegar óvissan jókst fylgdi henni pólitísk dramatík. Umræða um pönk rataði inn í nefndir og ráð borgarinnar, þar sem rætt var um vandamálið og úrræði til að taka á menningarbylgju sem fáir skildu. Samkynhneigðir urðu miðpunktur mikilla pólitískra átaka, sérstaklega þegar rætt var um réttindi á borð við staðfesta samvist og síðar hjónabönd - hvað átti þetta að ganga langt? Orðræða þess tíma var oft tilfinningaþrungin og dramatísk; bæði pönkarar og samkynhneigðir voru settir fram sem möguleg ógn við hefðbundin gildi og samfélagsgerð. Hvað varð um uppreisn pönkarana og yfirtöku samkynhneigðra? En tíminn átti eftir að afhjúpa hversu lítil þörf var á þessum ótta. Pönkarar reyndust einfaldlega ungmenni í uppreisn - ekkert nýtt við það - sem sköpuðu nýja menningu sem varð hluti af íslenskri menningarsögu. Bara venjulegar manneskjur. Samkynhneigðir unnu sér lagaleg réttindi, rými og virðingu og urðu sýnilegir í stjórnmálum, fjölmiðlum og menningarlífi. Bara venjulegar manneskjur. Báðir hópar, sem eitt sinn voru taldir ögrandi eða ógnandi, urðu með tímanum hluti af venjulegu samfélagi. Saga pönkara og samkynhneigðra á Íslandi sýnir ágætlega hvernig samfélög takast á við nýjungar. Þegar nýir hópar verða sýnilegir vekur það óöryggi, óöryggið verður að pólitískri dramatík, sem fer að snúast um grundvallar tilvist samfélagsins, gildi og menningu. En dramatíkin líður hjá og að lokum samlagast hóparnir samfélaginu á eðlilegan hátt. Það sem eitt sinn var talið vandamál verður síðar einfaldlega hluti af margbreytilegu og venjulegu menningarlífi. Á öllum tímum í sögunni hafa verið til “pönkarar” - sýnilegur hópur með séreinkenni, sem talin eru ógna samfélaginu. Bítlanir, hipparnir, pönkararnir, samkynhneigðir, utanbæjarfólkið - allt saman stórhættulegt - sérstaklega ungu fólki og börnum. Orðatiltækið, að pönkast á einhverjum, sem þýðir að stríða, ögra eða rífa kjaft við einhvern, oftast á kaldhæðnum nótum - segir ákveðna sögu um áhrif pönkarana. Ekkert hættulegt við það. Höfundur er framkvæmdastjóri Dokkunnar og stjórnmálafræðingur.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar