Netglæpir

Fréttamynd

Auka öryggið á Bland.is vegna svika­hrappa

Óprúttnir aðilar sendu í síðustu viku skilaboð á notendur Bland.is með þeim það fyrir augum að fá þá til að gefa upp kortaupplýsingar í einkaskilaboðum. Viðbragðsáætlun var virkjuð í kjölfarið og Syndis vinnur nú að allsherjaröryggisúttekt á vefnum.

Innlent
Fréttamynd

Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás

Fyrir nokkrum vikum skrifaði ég grein um hakkara á Íslandi sem og erlendis:Þar fer ég yfir fyrirtæki á Íslandi eins og Vodafone, Háskólann í Reykjavík, tæknifyrirtæki hér á landi og önnur fyrirtæki sem hafa orðið fyrir hökkun hér á Íslandi. Einnig tala ég um svikapósta í nafni fyrirtækja sem eru orðnir frekar algengir.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­land sagt „heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar“

Einhverjar allra vafasömustu vefsíður sem finna má á alnetinu eru með heimilisfang skráð á Íslandi, nánar tiltekið við Kalkofnsveg 2 í Reykjavík, þar sem Reðasafnið er meðal annars til húsa. Umfangsmikil fréttaskýring um málið birtist á vef New York Times í dag undir yfirskriftinni „Svona varð Ísland að stafrænu heimili vefþrjóta og einkennisþjófnaðar.“

Erlent
Fréttamynd

Mikill fjöldi fyrir­tækja með ó­full­nægjandi netvarnir

Sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu segir nýja Evróputilskipun um netöryggi setja ríkari skyldur á stjórnendur stofnanna og fyrirtækja að tryggja að fram fari áhættumat á netöryggi. Gert er ráð fyrir að innleiðingu ljúki á Íslandi 2026.  Hér á landi er talið að lítið sé vitað um fjölda netárása á ári. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ís­land mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum

Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum.

Innlent
Fréttamynd

Braut gegn hundruðum stúlkna í 20 ríkjum

Muhammad Zain Ul Abideen Rasheed hefur verið dæmdur í 17 ára fangelsi fyrir að hafa kúgað hundruð stúlkna út um allan heim til þess að sýna sig í kynferðislegum athöfnum á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Net­þrjótar þykjast vera frá Strætó

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað netverja við netsvindli þar sem óprúttnir aðilar þykjast vera frá Strætó og séu að gefa ókeypis kort í almenningssamgöngur. Fólk er hvatt til að vera á varðbergi gagnvart svindlinu og öðrum álíka. 

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn varar við netþrjótum

Netþrjótar hafa herjað á landsmenn sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Jökull Jóhannsson, tæknirekstrarstjóri hjá Póstinum, segir ástæðu til að vara fólk við.

Innlent
Fréttamynd

Jón Einar sak­felldur fyrir um­fangs­mikla sjón­ræningja­starf­semi

Jón Einar Eysteinsson, athafnamaður á Spáni, hefur verið dæmdur til að sæta fangelsi í 60 daga – skilorðsbundið. Og fallist er á bótakröfu á hendur honum af hálfu Stöðvar 2. Þetta er fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva í gegnum streymisveitu sína.

Innlent
Fréttamynd

NATO styrkir verk­efni Bifrastar um tugi milljóna: Ætla að tryggja net­tengingu í til­felli á­rásar

Atlantshafsbandalagið styrkir umfangsmikið verkefni Háskólans á Bifröst um tugi milljóna króna en verkefnið snýr að því að koma upp gervihnattakerfi sem gæti viðhaldið internettengingu við umheiminn í tilfelli þess að sæstrengir til landsins rofni vegna árásar eða náttúruhamfara. Verkefnið er unnið í samstarfi við virta háskóla og stofnanir á borð við Cornell-háskóla í Bandaríkjunum, ETH í Sviss og sænska varnarmálaháskólann.

Innlent
Fréttamynd

„Hæ ástin, þarf að milli­færa, getur þú sam­þykkt beiðnina?“

„Hæ ástin, þarf að millifæra, getur þú samþykkt beiðnina?“ er dæmi um skilaboð sem einstaklingur fær frá maka sínum á Facebook Messenger sem virðast saklaus þar sem óskað er eftir að samþykkja beiðni um innskráningu í heimabanka með rafrænum skilríkjum. Við treystum okkar nánustu og erum því líkleg til að fara eftir fyrirmælunum í slíkum tilfellum, án þess að velta því endilega mikið fyrir okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Varnir gegn gagnagíslatökum

Öryggisráðstafanir á sviði stjórnkerfis netöryggis gegna mikilvægu hlutverki við að tryggja vernd kerfa og gagna gegn netárásum, þ.m.t. gagnagíslatökum (e. ransomware). En slíkar árásir er ein helsta ógnin sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir í dag, og hefur hún aukist bæði í tíðni og flækjustigi undanfarin ár.

Skoðun
Fréttamynd

Vara við svindlurum sem líkja eftir Mbl.is

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir umfangsmiklar tilraunir í gangi til að svíkja peninga út úr landsmönnum á netinu. Glæpamennirnir notist við gervifréttir af vel heppnuðum fjárfestingum til að lokka fólk inn í svikamyllu.

Innlent
Fréttamynd

Ætla megi að gögn fórnar­lamba rati til rúss­nesku leyni­þjónustunnar

Það er kraftaverki líkast að tekist hafi að gefa út Morgunblaðið í dag eftir alvarlega tölvuárás í gær að mati aðstoðarritstjóra. Hópurinn á bak við árásina er skæður á alþjóðavettvangi og ætla má að gögn sem þrjótarnir komast yfir í árásum sínum rati í hendur rússnesku leyniþjónustunnar að sögn lektors í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

„Mikið þrek­virki“ að koma Morgun­blaðinu út í morgun

Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra.

Innlent
Fréttamynd

Ekki alltaf hægt að endur­heimta öll gögn

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn.

Innlent
Fréttamynd

Vefurinn kominn í loftið en ó­víst með blað morgun­dagsins

Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Svíkja milljónir af granda­lausum Ís­lendingum í nafni Auð­kennis

Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi.

Innlent
Fréttamynd

Hakkaður illa á Facebook og fær engin svör

Gunnlaugur B Ólafsson, lífeðlisfræðingur, leiðsögumaður og framhaldsskólakennari, fékk heldur betur að reyna hversu mikilvægur þáttur hversdagsins Facebook er. Hann var hakkaður og það illa.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til Mark Zuckerbergs

Fyrir um tveimur mánuðum var Facebook-reikningi mínum lokað. Eðlilega vildi ég ná að endurvirkja hann. Mikið af myndum og minningum. Það var hins vegar þrautinni þyngra að finna einhvern tengilið á Facebook.

Skoðun
Fréttamynd

Stunda njósnir gegn ís­lenskum stjórn­völdum og fyrir­tækjum

Staðfest dæmi eru um hópar netþrjóta sem ganga erinda erlendra ríkja á borð við Rússland, Kína, Íran og Norður-Kóreu geri netárásir á Íslandi. Nokkur atvik hafa komið upp þar sem njósnað er um íslenska stjórnsýslu og fyrirtæki að sögn netöryggissérfræðings.

Innlent