Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar 25. nóvember 2025 11:33 Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Netglæpir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það er óhjákvæmilegt að straumurinn beri okkur með sér á hinni nýju árstíð. Nánar tiltekið fimmtu árstíðinni, eins og ég kýs að kalla hana, eða árstíð tilboða og óskalista. Íslendingar eru þekktir fyrir hjarðhegðun og elska flestir þessa nýju árstíð. Árstíðinni fylgir skuggi sem þarft er að varast – svik! Netsvik eru ekki á óskalistanum hjá neinum og það er ekki þannig að þau hendi eingöngu aðra en okkur, eins og okkur hættir til að hugsa. Það er síðan ekki víst að „þetta reddist“ ef við á annað borð lendum í svikum. Mikilvægt er að hafa í huga að „klikka ekki“ og klikka því ekki á SMS-hlekki nema við séum viss um að hlekkurinn sé ekki sprengja í dulargervi og við sitjum eftir með sárt ennið og fjártjón. Mikilvægt er að hafa í huga að bæði vinaleg og ákveðin SMS-skilaboð frá sendlinum okkar eða póstdreifingafyrirtæki eru oft á tíðum frá einhverjum allt öðrum. Aðilum sem þú vilt ekki kynnast. Því miður hafa SMS-svik færst í aukana og á bak við þau eru oft óprúttnir aðilar að reyna að svíkja af okkur fé og komast yfir upplýsingar um okkur. Þegar við fjölskyldan dvöldum við háskólanám í Bandaríkjunum, fyrir rúmum áratug, var netverslun ekki sérlega útbreidd á Íslandi, og þá hafði hin nýja árstíð ekki fest sig í sessi hér heima. Á þessum tíma duttum við (auðvitað) í þá hjarðhegðun Bandaríkjamanna að panta allt á netinu og nutum hinnar fimmtu árstíðar alveg í botn. Við kynntumst sendlinum okkar, í póstnúmeri 33134, honum Julian hjá UPS, óhjákvæmilega sérlega vel. Mögulega vandræðalega vel. Julian var nánast orðinn einn af fjölskyldunni. Alltaf jafn kurteis og fyndinn, vinkaði okkur og flautaði úti á götu, syni okkar til mikillar hrifningar. Þegar hann kom við á aðfangadag með síðustu jólasendinguna buðum við honum upp á Nóa konfekt. Við hjónin höfum, eins og flestir aðrir, fengið SMS-hlekki í skilaboðum og þá segjum við gjarnan: „Mundu að það er enginn eins og Julian – hann er alvöru“. Nú þegar „svartur föstudagur“ og „netmánudagur“ nálgast óðfluga fyllist netið af tilboðum – og því miður líka af svikatilraunum! Óheiðarlegir aðilar senda falskar SMS-tilkynningar sem aldrei fyrr. Þeir segjast oft þurfa greiðslu fyrir sendingu, eða biðja um að þú smellir á hlekk til að staðfesta pöntun og setja inn kortanúmer eða aðrar persónuupplýsingar. Á bak við slíka hlekki leynast oftar en ekki gildrur. Um þekkta leið er að ræða til að komast yfir kortanúmer eða persónuupplýsingar. Enginn vill lenda í netsvikum, en við getum öll orðið fyrir þeim. Stýrum áhættunni, verum á varðbergi og smellum ekki á hlekki í SMS nema við séum jafn viss og þegar við athugum hvort hurðin sé læst… tvisvar eða jafnvel þrisvar. Aldrei er of varlega farið í þessum efnum og það er ekkert grín að láta hafa af sér fé. Mikilvægt er að hafa í huga: Smelltu aldrei á hlekki í SMS eða tölvupóstum nema þú sért 100% viss um upprunann. Varastu SMS sem tala um greiðslur eða „ógreiddar sendingar“. Athugaðu netfang sendanda, símanúmerið og stafsetningu. Svikapóstar eða -skilaboð innihalda oft lítil frávik, sem er ætlað að blekkja augað. Ekki smella á hlekki sem koma úr símanúmerum sem þú þekkir ekki. Hafðu sérstakan vara á þér gagnvart númerum sem þú þekkir ekki og sérstaklega erlendum símanúmerum. Þú getur valið að svara ekki símanúmerum sem þú þekkir ekki. Ef þú svarar vertu þá á varðbergi ef þú ert beðinn um einhverjar persónulegar upplýsingar og leggðu á ef þig grunar eitthvað misjafnt. Og síðast en ekki síst: Ef eitthvað hljómar of gott til að vera satt, þá er það yfirleitt ekki satt! Gylliboð úr takt við raunveruleikann eru oft ekki annað en gildrur til þess að svíkja út úr okkur fé. Um leið og læðist að þér grunur að þú hafir orðið fyrir svikum er nauðsynlegt að bregðast við tafarlaust. Hafðu samband við bankann eða kortafyrirtækið og lögreglu eftir atvikum. Það getur verið mikilvægt að loka kortunum strax og breyta lykilorðum. Á heimasíðu Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sff.is, má finna fleiri hollráð gegn netsvikum sem og próf til að kanna þína þekkingu á vörnum gegn netsvikum. Höfundur er yfirlögfræðingur Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun