Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Birta lista yfir kaup­endur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir

Fjármálaráðuneytið hefur birt lista yfir alla kaupendur í útboði á eftirstandandi hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr í mánuðinum. Sjóðurinn Alpha hlutabréf var meðal þeirra sem mest keyptu í útboðinu, eða fyrir 192 milljónir króna. Alpha hlutabréf ef sérhæfður sjóður í stýringu Íslandssjóða, sem eru í eigu Íslandsbanka sjálfs. Mest keypti Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, fyrir milljarð króna. 1.529 einstaklingar keyptu fyrir tuttugu milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm svikasögur úr raun­veru­leikanum

Aldrei hafa eins margar tilkynningar um tilraunir til netsvika borist okkur í Landsbankanum eins og á þessu ári. Það sem af er ári höfum við fengið fleiri tilkynningar um netsvik en allt árið í fyrra – sem þó var metár.

Skoðun
Fréttamynd

Rapyd sé ís­lenskt fyrir­tæki með kenni­tölu frá 1983

Forsvarsmenn Rapyd á Íslandi segja fyrirtækið íslenskt og að starfsemi þess byggi á áratugalangri sögu Valitor og Korta, sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd. Þeir sýni því skilning að fólk hafi skoðun á átökum fyrir botni Miðjarðarhafs en umfjöllun þurfi að byggja á staðreyndum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þegar Þor­valdur í Síld og fisk varð ör­laga­valdur Loft­leiða

Þorvaldur Guðmundsson athafnamaður, oftast kenndur við Síld og fisk, reyndist örlagavaldur í rekstri Loftleiða árið 1959. Grétar Br. Kristjánsson, sonur þáverandi stjórnarformanns Loftleiða, Kristjáns Guðlaugssonar, segir að Þorvaldur hafi sem stjórnarformaður Verzlunarsparisjóðsins, síðar Verslunarbankans, tryggt nauðsynleg lán til að Loftleiðir gætu keypt Douglas DC 6B-flugvélarnar sem urðu grunnurinn að velgengni flugfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er framar okkar björtustu vonum“

Jón Guðni Ómarsson bankastjóri Íslandsbanka segir að eftirspurn almennings í nýafstöðnu útboði á eftirstandandi hlutum ríkisins í bankanum hafi verið fram úr þeirra björtustu vonum. Tilkynnt verður um það í fyrramálið hverjir fá hvaða hlut, en hann telur ólíklegt að fagfjárfestar fái úthlutun vegna gífurlegrar eftirspurnar almennings, sem eru í forgangi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu

Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Þetta var ekki rétt, al­veg klár­lega“

Fyrrverandi eigandi PPP segir að hann hafi haft aðgang að öllum gögnum hjá sérstökum saksóknara og lögreglu meðan hann vann fyrir þrotabú og slitastjórnir. Hann sakar héraðssaksóknara um að hafa lekið gögnum PPP til RÚV til að skaða hann. Saksóknarinn hafnar þessu.

Innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagnaþjófnaður til rann­sóknar á þremur stöðum

Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu ætlar að ráðast í umfangsmikla frumkvæðisathugun vegna gagnaþjófnaðarins frá sérstökum saksóknara. Ríkissaksóknari hefur sagt sig frá rannsókn málsins og vísað því til lögreglunnar á Suðurlandi. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka málið til umfjöllunar.

Innlent
Fréttamynd

Einn ró­legur, annar afar ó­sáttur

Ríkissaksóknari rannsakar tvö mál í tengslum við víðtækan gagnaþjófnað frá embætti Sérstaks saksóknara. Dómsmálaráðherra segir málið svik við almenning og réttarkerfið. Maður sem var hleraður er afar ósáttur við vinnubrögð saksóknara og íhugar að leita réttar síns.

Innlent
Fréttamynd

Lítill vöxtur milli ára hjá at­vinnu­fyrir­tækjum og þrýstingur á fram­legð

Samanlagður hagnaður 24 félaga á Aðalmarkaði í Kauphöllinni minnkaði lítillega á liðnu fjárhagsári og var arðsemi eigin fjár aðeins rétt yfir meginvöxtum Seðlabankans á tímabilinu, samkvæmt greiningu Jóns Gunnars Jónssonar, fyrrverandi forstjóra Bankasýslunnar, á afkomu fyrirtækjanna. Sé aðeins litið til skráðra atvinnufyrirtækja þá sýna niðurstöður uppgjöra félaganna hverfandi tekjuvöxt milli ára á sama tíma og það er þrýstingur á framlegð hjá þeim.

Umræðan
Fréttamynd

Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi

Það getur kostað ríflega 20 prósent meira að skipta gjaldeyri hjá fyrirtækinu Change Group, sem er með aðstöðu í Leifstöð, en það myndi kosta að skipta sama gjaldeyri í útibúi íslenskra banka. Þannig sýnir nýlegt dæmi að viðskiptavinur hefði getað fengið rúmum tíu þúsund krónum meira í sinn hlut með því að skipta gjaldeyri í útibúi í bænum frekar en í Leifsstöð.

Neytendur
Fréttamynd

Dropp metið á nærri tvo milljarða þegar sjóðurinn Aldir keypti ráðandi hlut

Fyrirtækið Dropp, sem hefur stækkað hratt undanfarin ár og sérhæfir sig í sendingarþjónustu fyrir netverslanir, var verðmetið á hátt í tvo milljarða króna þegar hinn nýlega stofnaði framtakssjóður Aldir stóð að kaupum á ráðandi eignarhlut í félaginu seint á árinu 2024. Helstu hluthafar sjóðsins, sem fjárfesti í tveimur félögum á liðnu ári, eru lífeyrissjóðir – LSR þar stærstur – og fjárfestingafélög Heiðars Guðjónssonar og viðskiptafélaganna Andra Sveinssonar og Birgis Más Ragnarssonar, en þeir eru jafnframt meðal eigenda rekstrarfélagsins.

Innherji