Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar 21. nóvember 2025 14:30 Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Fjölmenning Innflytjendamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Sl. þriðjudaginn samþykkti borgarstjórn einróma stefnu um Fjölmenningarborgina Reykjavík. Stefnan er afskaplega stutt og teknókratísk. En samt er hún á sinn hátt nýstárleg og róttæk. Hún byggir nefnilega á einföldu prinsippi – hér býr ekki bara fullt af fólki af erlendum uppruna í borginni, það á heima hér. Þau eru ekki útlendingar frá morgni til kvölds. Þau eru íbúar Laugardals, þau nota strætó, eiga hund eða kött, fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn, sækja um leyfi fyrir yfirbyggðar svalir eða leita logandi ljósar að viðráðanlegu leiguhúsnæði, þau fá vikulegan pistil frá bekkjarkennara barnanna sinna, þau stofna hverfisbúð, þau eru á biðlista um NPA-samning, þau eru pirruð yfir holum í gangstéttum og bíða eftir tæmingu á ruslatunnunum sínum. Þau eru Pólverjar, Úkraínubúar eða Palestínumenn. Sumir þeirra eru líka Íslendingar en öll eru þau Reykvíkingar. Þau borga útsvar. Tæplega 80% nýrra útsvarsgreiðenda er fólk af erlendum uppruna og ekki fá þau afslátt ef þjónustan er þeim ekki aðgengileg. Atvinnuþátttaka innflytjenda er með því hæsta sem þekkist og hærra en hjá innfæddum. Þau vinna störf sem allt okkar hagkerfið byggir á, bæði láglaunastörf í ferðaþjónustu eða ummönnun og sérfræðistörf á Landspítala, í háskólanum eða hátæknifyrirtækjum. Stefnan byggir á prinsippum um inngildingu sem er á engan hátt ógnandi eða róttæk. Hún tekur ekkert í burtu, hún einfaldlega ber virðingu fyrir að fólk sé fjölbreytt og tryggir með virkum hætti að loka ekki á það. Að leyfa þeim að vera virkir þátttakendur í borgarsamfélaginu, að byggja sitt líf á hæfileikunum sínum og njóta sín til fulls, að fá að taka þátt í öllu sem borgin hefur fram að færa. Að nota strætó og eiga hund eða kött, að búa í mannsæmandi umhverfi, að fara á bókasafn og finna þar bók sem mann langar að lesa og getur lesið, að nota ábendingavefinn til að krefjast betra lýsingu á hjólastígum, að fara með börnin sín út í Viðey á sunnudögum. Svið borgarinnar eru mislangt komin í þessum efnum. Betra má nú en duga skal en borgin hefur lengi verið leiðandi og framsækin til dæmis í íslenskukennslu fyrir börn af erlendum uppruna eða stuðningi við þátttöku þeirra í íþróttum og hvetjum við þeirri vinnu áfram. En núna skuldbindir stefnan öll svið borgarinnar, hvort það sé Velferðar-, Skóla- og frístundasvið, Umhverfis- og skipulagssvið eða Skrifstofu viðburða og samskipta að setja upp innflytjendagleraugun, djúpgreina hvernig starfið þeirra sem atvinnurekandi, þjónustuveitandi eða samstarfsaðili er tengt þessum hópi, hvort innflytjendur hafi virkilega sama aðgang að þeirra starfssviði, fá viðeigandi þjónustu og hvort starfsfólk borgarinnar sé með þekkingu og færni til að vinna fyrir borgarbúana alla. Í framhaldinu munu sviðin svo leggja fram sínar áætlanir í þessum málaflokki og á næstu 4 árum verður þessu fylgt eftir af hálfu Mannréttindaskrifstofu árlega. Stefnan er komin í samráðsgátt og borgarbúar geta skoðað hana þar og koma með ábendingar hér. Borgin vinnur fyrir Reykvíkinga af öllum uppruna. Róttækara er það nú ekki. Höfundur er formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun