Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 21. nóvember 2025 14:45 Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun