Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar 21. nóvember 2025 14:45 Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en margir eru hugsi út í ákvörðun stjórnvalda að draga úr íslenskukennslu fyrir innflytjendur. Frá ráðamönnum hefur heyrst að liggja þurfi fyrir stefna áður en ráðist er í fjárveitingar til málaflokksins. En stefnan er nefnilega löngu tilbúin. Fyrsta stefna Íslands í málaflokknum Í lok maí í fyrra gaf félags- og húsnæðismálaráðuneytið út fyrstu stefnu Íslands í málefnum innflytjenda. Hún var unnin í miklu samráði við almenning – yfir 500 manns sóttu opna fundi og fundi rýnihópa – og utanaðkomandi ráðgjöf var fengin frá OECD sem nýttist við gerð hennar. Aðalhagfræðingur OECD í málefnum innflytjenda hafði orð á því að hann hefði aldrei séð viðlíka samráð í stefnumótun á sínum áratuga ferli hjá stofnuninni. Upphaflega stóð til að leggja stefnuna fyrir Alþingi síðastliðið haust, en skyndilegt þingrof vegna kosninga setti strik í reikninginn. Stefnan er metnaðarfull og telur yfir 50 blaðsíður, en í henni er lögð megináhersla á íslenska tungu sem lykilinn að samfélaginu. Ábyrgðin liggi bæði hjá innflytjendum og innfæddum. Ljóst er að hefðbundið tungumálanám þarf að efla. Þörfin hefur aldrei verið meiri Hlutfall innflytjenda sem tala tungumálið er hvergi lægra en hér innan ríkja OECD, og ein ástæða þess er að við höfum ekki fjárfest í tungumálinu okkar. Staðan var slæm en hefur nú versnað eftir að fjárauki til málaflokksins var felldur niður í nýjustu fjárlögum – Danir verja nú hátt í tífalt meira en við í tungumálakennslu á hvern innflytjanda, Finnar fimm sinnum meira, og Norðmenn fjórum sinnum meira. Þeir sem una ekki þessari stöðu geta þó huggað sig við það að stefnan liggur fyrir – það þarf aðeins að hrinda henni í framkvæmd. Ég hvet félags- og vinnumarkaðsráðherra til að innleiða stefnuna, sem er þverpólitísk og byggir á víðtæku samráði og sérfræðiráðgjöf. Sömuleiðis vil ég hvetja löggjafarvaldið til að taka málið í sínar hendur og að þingheimur taki málið upp á yfirstandandi þingi. Því íslenskan skiptir máli. Höfundur vann skýrslu OECD í málefnum innflytjenda sem nýttist við mótun stefnunnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun