Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar 20. nóvember 2025 12:01 Árangursríkum loftslagsaðgerðum verður ekki hrint í framkvæmd án þátttöku atvinnulífsins. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirtæki taki virkan þátt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30, sem nú fer fram í Brasilíu. Á loftslagsráðstefnunni er norrænt atvinnulíf sameinað í skýrum og afdráttarlausum skilaboðum til þingsins: Við höfum ekki lengur efni á hálfkáki. Verði ekki gripið til markvissra aðgerða strax mun meðalhitastig jarðar hækka langt umfram 1,5°C og þar með skapast óafturkræfar afleiðingar fyrir samfélög og náttúru. Árangri verður aðeins náð með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs sem bæði vilja hraða lausnum og nýsköpun. Þátttaka atvinnulífsins á ráðstefnunni hefur aukist ár frá ári og nú kemur saman fjölbreyttur hópur fyrirtækja frá öllum Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins, ásamt öðrum samtökum atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndum, afhentu fulltrúum norrænna stjórnvalda kemur fram að norrænt atvinnulíf styðji markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050 og vilji leggja sitt af mörkum til að hrinda þeim í framkvæmd. Það er jákvætt að sjá í verki að atvinnulífið styður stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála. Norðurlöndin eru í lykilstöðu til að ryðja brautina en væntingar norræns atvinnulífsins til COP og stjórnvalda eru miklar. Grípa þarf til markvissari aðgerða um allan heim. Þar má nefna hraðari útfösun jarðefnaeldsneytis, áframhaldandi uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, grænan iðnað, umbætur á fjármálakerfum og aukinn viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsáhrifum. Það er samhljómur með norrænu atvinnulífi og stjórnvöldum um mikilvægi þess að sýna metnað í verki. Samstillt sýn og festa skilar sér. Reynslan sýnir að stöðugt og fyrirsjáanlegt regluumhverfi laðar að umfangsmiklar fjárfestingar í grænum lausnum. Evrópska kerfið fyrir viðskipti með losunarkvóta hefur sannað gildi sitt og gæti þjónað sem fyrirmynd að einföldu og gagnsæju alþjóðlegu kerfi sem hefði sama markmið: að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þá mætti einnig skoða leiðir til að setja alþjóðlegt kolefnisverð til að auka gegnsæi enn frekar. Hér gæti rödd norðurlandanna um lausnirnar skipt máli. Horfa verður til þess hvernig best sé að innleiða slíkar markaðslausnir á heimsvísu. Þar geta norræn fyrirtæki og stjórnvöld unnið saman að því að hvetja til aðgerða og sýnt í verki að samhæfðar aðgerðir og markviss verkfæri geta skilað árangri. Með sameiginlegri nálgun geta stjórnvöld og atvinnulíf tryggt að fjárfestar beini fjármagni í verkefni sem hraða framþróun loftslagslausna og skapa störf framtíðar Gera þarf meira og hraðar. Þrátt fyrir ákveðinn árangur frá árinu 2015 sýna nýjustu spár að núverandi landsmarkmið ríkja gætu leitt til 2,6°C hlýnunar. Það er langt umfram það sem telst ásættanlegt og því brýnt að auka metnað á öllum sviðum. Norðurlönd búa að sterku forskoti og áhugi á norrænum lausnum er mikill. Tækifærin eru augljós og með jákvæðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs er hægt að tryggja að Norðurlöndin leiði áfram veginn að grænni framtíð, samfélögum og umheiminum til heilla. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú stendur yfir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30 sem að þessu sinni fer fram í Belem í Brasilíu. Ár hvert leiðir Grænvangur sendinefnd atvinnulífsins á COP í nánu samstarfi við Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Mest lesið Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Árangursríkum loftslagsaðgerðum verður ekki hrint í framkvæmd án þátttöku atvinnulífsins. Þess vegna skiptir miklu máli að fyrirtæki taki virkan þátt á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP30, sem nú fer fram í Brasilíu. Á loftslagsráðstefnunni er norrænt atvinnulíf sameinað í skýrum og afdráttarlausum skilaboðum til þingsins: Við höfum ekki lengur efni á hálfkáki. Verði ekki gripið til markvissra aðgerða strax mun meðalhitastig jarðar hækka langt umfram 1,5°C og þar með skapast óafturkræfar afleiðingar fyrir samfélög og náttúru. Árangri verður aðeins náð með náinni samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs sem bæði vilja hraða lausnum og nýsköpun. Þátttaka atvinnulífsins á ráðstefnunni hefur aukist ár frá ári og nú kemur saman fjölbreyttur hópur fyrirtækja frá öllum Norðurlöndunum. Í yfirlýsingu sem Samtök iðnaðarins, ásamt öðrum samtökum atvinnulífs og iðnaðar á Norðurlöndum, afhentu fulltrúum norrænna stjórnvalda kemur fram að norrænt atvinnulíf styðji markmið Evrópusambandsins um kolefnishlutleysi árið 2050 og vilji leggja sitt af mörkum til að hrinda þeim í framkvæmd. Það er jákvætt að sjá í verki að atvinnulífið styður stefnu stjórnvalda á sviði loftslagsmála. Norðurlöndin eru í lykilstöðu til að ryðja brautina en væntingar norræns atvinnulífsins til COP og stjórnvalda eru miklar. Grípa þarf til markvissari aðgerða um allan heim. Þar má nefna hraðari útfösun jarðefnaeldsneytis, áframhaldandi uppbyggingu endurnýjanlegrar orku, grænan iðnað, umbætur á fjármálakerfum og aukinn viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagsáhrifum. Það er samhljómur með norrænu atvinnulífi og stjórnvöldum um mikilvægi þess að sýna metnað í verki. Samstillt sýn og festa skilar sér. Reynslan sýnir að stöðugt og fyrirsjáanlegt regluumhverfi laðar að umfangsmiklar fjárfestingar í grænum lausnum. Evrópska kerfið fyrir viðskipti með losunarkvóta hefur sannað gildi sitt og gæti þjónað sem fyrirmynd að einföldu og gagnsæju alþjóðlegu kerfi sem hefði sama markmið: að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu. Þá mætti einnig skoða leiðir til að setja alþjóðlegt kolefnisverð til að auka gegnsæi enn frekar. Hér gæti rödd norðurlandanna um lausnirnar skipt máli. Horfa verður til þess hvernig best sé að innleiða slíkar markaðslausnir á heimsvísu. Þar geta norræn fyrirtæki og stjórnvöld unnið saman að því að hvetja til aðgerða og sýnt í verki að samhæfðar aðgerðir og markviss verkfæri geta skilað árangri. Með sameiginlegri nálgun geta stjórnvöld og atvinnulíf tryggt að fjárfestar beini fjármagni í verkefni sem hraða framþróun loftslagslausna og skapa störf framtíðar Gera þarf meira og hraðar. Þrátt fyrir ákveðinn árangur frá árinu 2015 sýna nýjustu spár að núverandi landsmarkmið ríkja gætu leitt til 2,6°C hlýnunar. Það er langt umfram það sem telst ásættanlegt og því brýnt að auka metnað á öllum sviðum. Norðurlönd búa að sterku forskoti og áhugi á norrænum lausnum er mikill. Tækifærin eru augljós og með jákvæðri samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs er hægt að tryggja að Norðurlöndin leiði áfram veginn að grænni framtíð, samfélögum og umheiminum til heilla. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs. Grænvangurer samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Nú stendur yfir Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna COP30 sem að þessu sinni fer fram í Belem í Brasilíu. Ár hvert leiðir Grænvangur sendinefnd atvinnulífsins á COP í nánu samstarfi við Umhverfis, orku og loftslagsráðuneytið.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun