Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis skrifar 31. október 2019 13:00 Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Krafðist hann fjárbóta vegna missis starfsins og miskabóta vegna þess álitshnekkis sem hann varð fyrir og að vegið hafi verið að æru hans og persónu. Manninum voru dæmdar 1,5 millj. kr. í miskabætur vegna þess ófjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur mönnum miskabætur í máli þar sem ráðherra tók aðra umsækjendur fram yfir þessa tvo menn til að gegna störfum dómara við Landsrétt. Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru. Mönnunum voru dæmdar 700 þús. kr. í miskabætur vegna ófjárhagslegs tjóns þeirra. Kona kærir tvo menn fyrir nauðgun og krefst miskabóta. Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns. Maður er dæmdur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á 3 ára tímabili frá því að drengurinn var 9 ára gamall. Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1,7 millj. kr. vegna hans ófjárhagslega tjóns. Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Maður fær hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem er nauðgað hrottalega. Barn fær aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. Þá hlýtur stóra spurningin að vera þessi: Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega? Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!Höfundar eru réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaðurÓlöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaðurInga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaðurSigurður Freyr Sigurðsson lögmaðurValgerður Valdimarsdóttir lögmaðurMargrét Gunnlaugsdóttir lögmaðurGunnhildur Pétursdóttir lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Maður höfðaði mál gegn opinberri stofnun þar sem hann krafðist bóta vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Krafðist hann fjárbóta vegna missis starfsins og miskabóta vegna þess álitshnekkis sem hann varð fyrir og að vegið hafi verið að æru hans og persónu. Manninum voru dæmdar 1,5 millj. kr. í miskabætur vegna þess ófjárhagslega tjóns sem hann varð fyrir. Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið til að greiða tveimur mönnum miskabætur í máli þar sem ráðherra tók aðra umsækjendur fram yfir þessa tvo menn til að gegna störfum dómara við Landsrétt. Hæstiréttur taldi að ráðherranum hefði mátt vera ljóst ákvörðun hennar gæti að ófyrirsynju bitnað á orðspori umsækjendanna og orðið þeim þannig að meini og vegið að persónu þeirra og æru. Mönnunum voru dæmdar 700 þús. kr. í miskabætur vegna ófjárhagslegs tjóns þeirra. Kona kærir tvo menn fyrir nauðgun og krefst miskabóta. Mennirnir voru sakfelldir á báðum dómstigum og viðurkennt er að brotin hafi verið alvarleg og haft alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola sem hafi verið í sálfræðimeðferð vegna áfallastreituröskunar frá því að brotin áttu sér stað og að hún hafi einangrað sig félagslega, átt erfitt með að vera í kringum fólk og treysta fólki. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1.millj kr. í miskabætur úr hendi hvors sakfellda um sig vegna hennar ófjárhagslega tjóns. Maður er dæmdur fyrir nauðgun og önnur kynferðisbrot gagnvart barnabarni sínu á 3 ára tímabili frá því að drengurinn var 9 ára gamall. Þegar málið var dómtekið hafði barnið farið í rúmlega 50 viðtöl í Barnahúsi og var drengurinn greindur með áfallastreituröskun. Hann upplifði jafnframt mikla skömm og sálarangist þar sem sakfelldi var nákominn honum. Einnig var um að ræða brot karlmanns á ungum dreng sem reynist oft erfitt að meðhöndla samkvæmt sálfræðingi Barnahúss. Fram kom að erfitt væri að segja til um afleiðingar brotanna á líðan brotaþola til framtíðar en að öllum líkindum þyrfti hann á áframhaldandi meðferð að halda um óákveðinn tíma. Miskabætur til handa brotaþola þóttu hæfilega ákvarðaðar 1,7 millj. kr. vegna hans ófjárhagslega tjóns. Allir þeir dómar sem vísað er til hér að framan eru frá árunum 2017 – 2019 og byggja á því að rétt hafi verið að láta þann sem ábyrgð bar á ólögmætri meingerð gegn frelsi, friði, æru eða persónu annars manns, greiða miskabætur til þess sem misgert var við. Maður fær hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem er nauðgað hrottalega. Barn fær aðeins helmingi hærri miskabætur fyrir áralöng kynferðisbrot en menn sem fengu ekki vinnuna sem þeir sóttu um. Þá hlýtur stóra spurningin að vera þessi: Er það mat dómstóla að æra og persóna aðila sem missa atvinnu sé meira virði en frelsi, friður, æra eða persóna þess sem brotið er á kynferðislega? Þeir réttargæslumenn sem standa að þessari hugleiðingu telja ótækt að miskabætur til handa brotaþolum í kynferðisbrotamálum séu eins lágar og raun ber vitni. Þessu verður að breyta!Höfundar eru réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Kolbrún Garðarsdóttir lögmaðurÓlöf Heiða Guðmundsdóttir lögmaðurInga Lillý Brynjólfsdóttir lögmaðurSigurður Freyr Sigurðsson lögmaðurValgerður Valdimarsdóttir lögmaðurMargrét Gunnlaugsdóttir lögmaðurGunnhildur Pétursdóttir lögmaður
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar