„Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. nóvember 2025 06:31 Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, sagði frá því í á Facebook-síðu sinni í gær að hún hafi rætt við Ursulu von der Leyen, forsætisráðherra Evrópusambandsins (forseta framkvæmdastjórnar þess), sem hafi sagt að verndartollarnir á Ísland fælu í sér sértækt tilvik sem væri ekki fordæmisgefandi fyrir aðrar ákvarðanir sambandsins. Einungis hefði verið um að ræða hliðarspor. Með öðrum orðum voru skilaboðin: „Við lofum að gera þetta ekki aftur.“ Hins vegar hefur von der Leyen og aðrir forystumenn Evrópusambandsins á sama tíma ítrekað lýst því yfir að þeir telji sig ekki hafa gert neitt rangt og að aðgerðirnar hafi rúmast innan EES-samningsins. Með öðrum orðum að sambandið hafi verið í fullum rétti til þess. Hvernig er þá hægt að treysta orðum von der Leyen? Fordæmið er til staðar hvað sem hún segir. Spurningin er einungis hvort því verði fylgt í framtíðinni. Það vitum við ekkert um og á einfaldlega eftir að koma í ljós. Veruleikinn er eftir sem áður sá að staðan er gerbreytt hvað sem líður orðum von der Leyens. Við töldum okkur áður geta treyst því að svona lagað gerðist ekki nema við einhvers konar neyðaraðstæður líkt og sköpuðust hér á landi í kjölfar bankahrunsins. Með það fyrir augum var ákvæðið í EES-samningnum sem Evrópusambandið vísar til sett. Þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi innan sambandsins varðandi kísiljárn geta hæglega skapast reglulega á komandi árum. Traustið í þeim efnum er farið. Þar til og ef það traust verður endurheimt ríkir mikil óvissa hvað það varðar. Fyrirsjáanleikinn fyrir atvinnulífið sem talinn var vera til staðar er það ekki lengur. Komið hefur fram að hagsmunir Evrópusambandsins varðandi kísiljárn séu takmarkaðir, varði aðeins tæplega 2.000 störf á um 200.000 manna vinnumarkaði. Við höfum því miður enga tryggingu fyrir því að sambandið endurtaki ekki leikinn varðandi aðrar og enn mikilvægari útflutningsvörur. Kristrún sagði okkur Íslendinga áfram geta reitt okkur á greiðan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn en hinn nöturlegi veruleiki er hins vegar sá að við vitum það ekki. Við vitum hins vegar að við munum áfram standa frammi fyrir sífellt meira íþyngjandi og kostnaðarsömu regluverki frá sambandinu í gegnum samninginn sem og vaxandi kröfum um framsal valds yfir okkar málum. Með nútímalegum víðtækum fríverzlunarsamningi þyrfti þess ekki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál)
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun