Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar 20. nóvember 2025 19:32 Þróun heimsmála á árinu 2025 hefur verið flókin. En hver verður þróun stjórnmála, tækni og bandalaga þjóða næstu áratugina? Hver mun stjórna eftir eina öld? Fæst okkar sjá framvinduna fyrir því við þekkjum ekki tækninýjungar framtíðar, mengun, orkumál og stríð. En þó er hægt að fullyrða að flétta ríkja, viðskiptabandalaga og hernaðarbandalaga mun breytast mikið og jafnvel verða úrelt í þeirri mynd sem við þekkjum frá tuttugustu öldinni. Tækniþróunin er stærsta breytan. Þjóðríki munu veikjast sem og hernaðar- og viðskiptabandalög. En hvað svo? Það verða ekki Kínverjar, Evrópusambandið eða Indverjar sem munu stjórna heiminum eftir hundrað ár. Tæknirisarnir munu stýra heimsbyggðinni - svo fremi sem tæknikappið hafi ekki splundrað heiminum og umhverfisvandi kæft lífríki jarðarinnar. Frá nýsköpun til valdatöku Í nokkra áratugi var Silikondalur vettvangur fyrir nýsköpun og tækniþróun. Fyrirtækin í dalnum voru drifkraftur hagvaxtar og bjuggu til verkfæri sem auðvelduðu margt í atvinnulífi og heimilislífi fólks. En hlutverk tæknifyrirtækjanna hefur breyst. Þau eru ekki lengur aðallega birgjar vöru og þjónustu. Þau hafa orðið áhrifavaldar og beinir aðilar að því að móta gerð og virkni samfélaga, hvernig við tölum saman, hvað við vitum og hverju við trúum. Tæknirisarnir eru ekki lengur þjónar stjórnvalda og fyrirtækja heldur beinir aðilar í valdabröltinu. Þeir eru stórveldi sem hafa áhrif á samskipti, viðskipti, öryggi og stjórnmál. Tækni þeirra er notuð á flestum sviðum mannlífs, frá skipulagningu mótmæla til skipulags og stjórnar stríða. Tækni og þjóðarhagsmunir Tæknifyrirtæki eru í vaxandi mæli samofin stefnu og aðgerðum ríkisvalds. Þegar Donald Trump varð forseti á seinna kjörtímabilinu fékk lykilfólk í tæknigeiranum aukin áhrif innan stjórnsýslunnar. Bandaríkjastjórn notar tæknifyrirtæki sem verkfæri í utanríkisstefnu sinni og fyrirtækin laga sig að ríkisforsendunum til að tryggja markaðsstöðu sína. Hið sama má sjá í sjórnarháttum stórvelda Asíu. Í valdabaráttu Bandaríkjanna og Kína ráða ekki Sameinuðu þjóðirnar eða NATO mestu heldur fyrirtæki eins og OpenAI, TikTok, Nvidia, Palantir og Huawei. Þessar tæknisamsteypur stjórna þróun gervigreindar, örflöguframleiðslu, gagnasöfnum og stafrænum innviðum. Tæknilegt valdajafnvægi breytist Donald Trump aðhyllist þjóðernishyggju og notar tæknifyrirtæki til að veikja fjölþjóðasamstarf. Aðferðir stjórnsýslunnar vestra eru ruddalegar. Ef Evrópusambandið vogar sér að setja reglur sem gætu heft bandarísk stórfyrirtæki er hart brugðist við í Washington, hótað að Bandaríkinn gangi úr Nató eða að evrópskir embættismenn verði sviptir vegabréfaáritunum. Tæknimál og stjórnmál eru samofin. Hver verður þróunin? Auðvitað skiptir máli enn hverjir stjóra í Kína, Indlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. En væntanlega mun skipta litlu máli eftir hundrað ár hver verður bóndinn í Hvíta húsinu. Völd munu færast frá þingum og ráðhúsum til tæknifyrirtækja í einkaeigu. Þróunarhraði gervigreindar er slíkur að jafnvel heimsveldi halda ekki í við kappið og hraðann. Google, DeepMind og Anthropic setja sínar eigin siðareglur og öryggisviðmið og óháð lýðræðislegu aðhaldi. Kerfiskreppa lýðræðisins er að ríki eru getuskert eða jafnvel ófær um að setja reglur um tækniþróun. Afleiðingin verður að tæknigeirinn fær frjálsar hendur og sem næst algert frelsi í æðisgengnu kapplaupi tæknirisanna. Þögul völd vettvanganna „Þekktu sjálfan þig“ var slagorð véfréttarinnar fornu í Delfí. En nú er staðan sú að tæknirisarnir vita meira um okkur en við sjálf. „Við þekkjum þig“ gætu þeir smellt á skjáinn á símunum okkar. Meðan við gruflum og efumst spá matskerfi tæknigeirans fyrir um hegðun okkar og móta hana líka. Við erum smátt og smátt rænd sjálfi okkar og frelsi. Frelsi og val hundruða og þúsunda milljóna færist frá lýðræðisferlum og kjörnum stofnunum til fyrirtækja sem lúta ekki lýðræði eða eftirliti annarra en eigenda. Þegar Meta ákveður hvað telst pólitísk auglýsing eða X fínstillir sýnileika er það ekki bara innanbúðarmál fyrirtækjanna heldur varðar tjáningarfrelsi og leikreglur lýðræðis. Lýðræði er tímafrekt og góðir hlutir gerast hægt í samtali og samvirkni samfélaga. En tæknifyrirtækin eru á allt annarri hraðbraut en talandi fólk og rabbandi hópar á málfundi. Tæknifyrirtækin standa engin skil gagnvart fólki og kjósendum heldur aðeins þeim sem eiga peningana. Svo eru þessi fyrirtæki á kafi í umdeildum afskiptum af átökum, stríðum og hernaði. Hverjir stjórna? Aðgreining ríkja og einkageira verður æ óljósari. Í Kína eru þau hverfandi, í Bandaríkjunum formlega aðskilinn en þó flæðir á milli um alls konar göt. Samskipti þjóða varðar síður samninga og vinsamleg samskipti ríkja heldur fremur aðgang að gagnaverum, tölvutækni, orku og gervigreindarvinnslu. Tæknifyrirtæki móta ramma sem samfélög starfa innnan en stjórnmálamenn bregðast aðallega við þróun í stað þess að stýra henni. Án lýðræðislegs aðhalds mun tækni móta stjórnmálin en ekki öfugt. Kjarnaspurningin er því ekki hvort 21. öldin verði öld tæknirisanna heldur hvort lýðræðisríki nái að endurheimta stjórn áður en völd fólks hafa tapast endanlega. Ísland og ný tæknistefna Fyrir örríki eins og Ísland er staðan krefjandi en líka áhugaverð. Við erum háð tækni sem er þróuð og stjórnað af einhverjum óþekktum eigendum. Það hefur áhrif á öryggi, efnahag og lýðræðislegt sjálfstæði. Að vilja bara vera tæknilega hlutlaus er ekki lengur raunhæfur kostur. Það jafngildir að hafa engin áhrif á þróunina og vera alger þiggjandi. Íslensk utanríkis- og innanríkisstefna þarf að gera tæknimál að meginmáli; að byggja upp sérþekkingu á gervigreind, netöryggi og stafrænum innviðum alls samfélagsins; að skilja hvernig val á tækni varðar og hefur áhrif á þjóðaröryggi og efla samvinnu við trausta samstarfsaðila. Við verðum að byggja upp og tryggja sjálstætt öryggi orkukerfa okkar og vistun upplýsinga s.s. um heilsu, fjármál og annað sem leynt skal fara. Varnirnar verða að vera raunverulegar og ekki útvistað í góðri trú um að einhver tæknifyrirtæki muni hegða sér þokkalega og verða traustsins verð. Þegar við færum heilbrigðiskerfi, varnakerfi og stjórnsýslu yfir á bandarísk eða kínversk vinnslunet, útvistum við ekki aðeins tækni heldur líka trausti. Í heimi þar sem traust er söluvara er gagnavarsla beint öryggismál. Hugsum til framtíðar og eflum öryggi Íslendinga. Höfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Tækni Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þróun heimsmála á árinu 2025 hefur verið flókin. En hver verður þróun stjórnmála, tækni og bandalaga þjóða næstu áratugina? Hver mun stjórna eftir eina öld? Fæst okkar sjá framvinduna fyrir því við þekkjum ekki tækninýjungar framtíðar, mengun, orkumál og stríð. En þó er hægt að fullyrða að flétta ríkja, viðskiptabandalaga og hernaðarbandalaga mun breytast mikið og jafnvel verða úrelt í þeirri mynd sem við þekkjum frá tuttugustu öldinni. Tækniþróunin er stærsta breytan. Þjóðríki munu veikjast sem og hernaðar- og viðskiptabandalög. En hvað svo? Það verða ekki Kínverjar, Evrópusambandið eða Indverjar sem munu stjórna heiminum eftir hundrað ár. Tæknirisarnir munu stýra heimsbyggðinni - svo fremi sem tæknikappið hafi ekki splundrað heiminum og umhverfisvandi kæft lífríki jarðarinnar. Frá nýsköpun til valdatöku Í nokkra áratugi var Silikondalur vettvangur fyrir nýsköpun og tækniþróun. Fyrirtækin í dalnum voru drifkraftur hagvaxtar og bjuggu til verkfæri sem auðvelduðu margt í atvinnulífi og heimilislífi fólks. En hlutverk tæknifyrirtækjanna hefur breyst. Þau eru ekki lengur aðallega birgjar vöru og þjónustu. Þau hafa orðið áhrifavaldar og beinir aðilar að því að móta gerð og virkni samfélaga, hvernig við tölum saman, hvað við vitum og hverju við trúum. Tæknirisarnir eru ekki lengur þjónar stjórnvalda og fyrirtækja heldur beinir aðilar í valdabröltinu. Þeir eru stórveldi sem hafa áhrif á samskipti, viðskipti, öryggi og stjórnmál. Tækni þeirra er notuð á flestum sviðum mannlífs, frá skipulagningu mótmæla til skipulags og stjórnar stríða. Tækni og þjóðarhagsmunir Tæknifyrirtæki eru í vaxandi mæli samofin stefnu og aðgerðum ríkisvalds. Þegar Donald Trump varð forseti á seinna kjörtímabilinu fékk lykilfólk í tæknigeiranum aukin áhrif innan stjórnsýslunnar. Bandaríkjastjórn notar tæknifyrirtæki sem verkfæri í utanríkisstefnu sinni og fyrirtækin laga sig að ríkisforsendunum til að tryggja markaðsstöðu sína. Hið sama má sjá í sjórnarháttum stórvelda Asíu. Í valdabaráttu Bandaríkjanna og Kína ráða ekki Sameinuðu þjóðirnar eða NATO mestu heldur fyrirtæki eins og OpenAI, TikTok, Nvidia, Palantir og Huawei. Þessar tæknisamsteypur stjórna þróun gervigreindar, örflöguframleiðslu, gagnasöfnum og stafrænum innviðum. Tæknilegt valdajafnvægi breytist Donald Trump aðhyllist þjóðernishyggju og notar tæknifyrirtæki til að veikja fjölþjóðasamstarf. Aðferðir stjórnsýslunnar vestra eru ruddalegar. Ef Evrópusambandið vogar sér að setja reglur sem gætu heft bandarísk stórfyrirtæki er hart brugðist við í Washington, hótað að Bandaríkinn gangi úr Nató eða að evrópskir embættismenn verði sviptir vegabréfaáritunum. Tæknimál og stjórnmál eru samofin. Hver verður þróunin? Auðvitað skiptir máli enn hverjir stjóra í Kína, Indlandi, Evrópu og Bandaríkjunum. En væntanlega mun skipta litlu máli eftir hundrað ár hver verður bóndinn í Hvíta húsinu. Völd munu færast frá þingum og ráðhúsum til tæknifyrirtækja í einkaeigu. Þróunarhraði gervigreindar er slíkur að jafnvel heimsveldi halda ekki í við kappið og hraðann. Google, DeepMind og Anthropic setja sínar eigin siðareglur og öryggisviðmið og óháð lýðræðislegu aðhaldi. Kerfiskreppa lýðræðisins er að ríki eru getuskert eða jafnvel ófær um að setja reglur um tækniþróun. Afleiðingin verður að tæknigeirinn fær frjálsar hendur og sem næst algert frelsi í æðisgengnu kapplaupi tæknirisanna. Þögul völd vettvanganna „Þekktu sjálfan þig“ var slagorð véfréttarinnar fornu í Delfí. En nú er staðan sú að tæknirisarnir vita meira um okkur en við sjálf. „Við þekkjum þig“ gætu þeir smellt á skjáinn á símunum okkar. Meðan við gruflum og efumst spá matskerfi tæknigeirans fyrir um hegðun okkar og móta hana líka. Við erum smátt og smátt rænd sjálfi okkar og frelsi. Frelsi og val hundruða og þúsunda milljóna færist frá lýðræðisferlum og kjörnum stofnunum til fyrirtækja sem lúta ekki lýðræði eða eftirliti annarra en eigenda. Þegar Meta ákveður hvað telst pólitísk auglýsing eða X fínstillir sýnileika er það ekki bara innanbúðarmál fyrirtækjanna heldur varðar tjáningarfrelsi og leikreglur lýðræðis. Lýðræði er tímafrekt og góðir hlutir gerast hægt í samtali og samvirkni samfélaga. En tæknifyrirtækin eru á allt annarri hraðbraut en talandi fólk og rabbandi hópar á málfundi. Tæknifyrirtækin standa engin skil gagnvart fólki og kjósendum heldur aðeins þeim sem eiga peningana. Svo eru þessi fyrirtæki á kafi í umdeildum afskiptum af átökum, stríðum og hernaði. Hverjir stjórna? Aðgreining ríkja og einkageira verður æ óljósari. Í Kína eru þau hverfandi, í Bandaríkjunum formlega aðskilinn en þó flæðir á milli um alls konar göt. Samskipti þjóða varðar síður samninga og vinsamleg samskipti ríkja heldur fremur aðgang að gagnaverum, tölvutækni, orku og gervigreindarvinnslu. Tæknifyrirtæki móta ramma sem samfélög starfa innnan en stjórnmálamenn bregðast aðallega við þróun í stað þess að stýra henni. Án lýðræðislegs aðhalds mun tækni móta stjórnmálin en ekki öfugt. Kjarnaspurningin er því ekki hvort 21. öldin verði öld tæknirisanna heldur hvort lýðræðisríki nái að endurheimta stjórn áður en völd fólks hafa tapast endanlega. Ísland og ný tæknistefna Fyrir örríki eins og Ísland er staðan krefjandi en líka áhugaverð. Við erum háð tækni sem er þróuð og stjórnað af einhverjum óþekktum eigendum. Það hefur áhrif á öryggi, efnahag og lýðræðislegt sjálfstæði. Að vilja bara vera tæknilega hlutlaus er ekki lengur raunhæfur kostur. Það jafngildir að hafa engin áhrif á þróunina og vera alger þiggjandi. Íslensk utanríkis- og innanríkisstefna þarf að gera tæknimál að meginmáli; að byggja upp sérþekkingu á gervigreind, netöryggi og stafrænum innviðum alls samfélagsins; að skilja hvernig val á tækni varðar og hefur áhrif á þjóðaröryggi og efla samvinnu við trausta samstarfsaðila. Við verðum að byggja upp og tryggja sjálstætt öryggi orkukerfa okkar og vistun upplýsinga s.s. um heilsu, fjármál og annað sem leynt skal fara. Varnirnar verða að vera raunverulegar og ekki útvistað í góðri trú um að einhver tæknifyrirtæki muni hegða sér þokkalega og verða traustsins verð. Þegar við færum heilbrigðiskerfi, varnakerfi og stjórnsýslu yfir á bandarísk eða kínversk vinnslunet, útvistum við ekki aðeins tækni heldur líka trausti. Í heimi þar sem traust er söluvara er gagnavarsla beint öryggismál. Hugsum til framtíðar og eflum öryggi Íslendinga. Höfundur er prestur.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun