Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2025 12:31 Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þegar þessi orð eru skrifuð er um það bil hálft ár í bæjar- og sveitarstjórnarkosningar hér á landi. Mið og hægri flokkarnir eru önnum kafnir við að undirbúa sig fyrir kosningarnar en af vinstri vængnum er fátt að frétta. Það er þó margt í almennri þróun stjórnmála í nágrannalöndum okkar sem ætti að vera hvetjandi fyrir þá sem starfa á vinstri væng stjórnmálanna til að girða sig í brók og taka til hendinni. Popúlistabylgjan virðist hafa náð ákveðnum hámarki, í bili að minnsta kosti, og jafnvel vera í rénun, sókn krataflokkanna til hægri hefur nær allstaðar, nema hér á landi, endað með ósköpum eins og sjá má í Danmörku og Bretlandi og síðast en ekki síst virðist komin fram formúla sem dugar til að snúa hægri þróun undanfarinna ára við. Fyrirmyndirnar má sækja til Kaupmannahafnar og New York þar sem vinstri öfl hafa unnið stórsigra á undanförnum vikum. Í fyrrnefndu borginni voru það rauðgrænu flokkarnir yst til vinstri og í New York hinn baráttuglaði Zohran Mamdani og Demókrataflokkurinn sem þar á bæ er töluvert til vinstri og ekki bara miðað við Bandaríkin. Formúlan fyrir þessum glæsilegu sigrum er í raun sára einföld. Skýr vinstri stefna byggð á lágmarkskröfum sem flest venjulegt fólk getur tekið undir og taka á því sem heitast brennur á fólki með raunhæfum aðgerðum. Vandamálin virðast ævinlega vera þau sömu hvort sem er í New York, Kaupmannahöfn eða Reykjavík, ójöfnuður, húsnæðisvandi, versnandi lífskjör og heilbrigðiskerfi í ólestri. Sigurvegararnir í New York og Kaupmannahöfn settu fram skýra stefnu í þessum málum, einkum húsnæðismálunum, og það bar árangur. Það er hins vegar svo að ef ég þekki vinstri hreyfinguna á Íslandi rétt þá er takmarkaður áhugi á slíku. Þar á bæ kunna menn best við sig þegar þeir sitja í einangruðum, valdalitlum hópum, hver á sínum donti, hreyta fúkyrðum hver í annan og skilja ekkert í af hverju þeir njóta ekki fjöldafylgis. Sumt breytist aldrei. Höfundur er sagnfræðingur.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun