Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar 20. nóvember 2025 19:00 Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum. Ef við skoðum þróun verðlags frá des.2015 til des.2024 þá gerist þetta: HMS vísitala íbúðaverðs hækkar um 142%Byggingarvísitala hækkar um 51%Verðlag hækkar um 48%Launavísitala hækkar um 90%Söluverð íbúða hækkar um 124% Skoðaði söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru nýjar/nýlegar í fjölbýli stærð 40-140 fm og hækkun á þesum 9 árum reiknast 124%. Prófaði að víkka og þrengja leitina, en það breytti litlu - fermetraverðið var alltaf að hækka úr tæpum 400 þús í tæp 900 þús. Fermetra-söluverð var 250-300 þús árin 2012-2013, sem stóð ekki undir tilkostnaði nýbygginga.Um áramótin 2015/2016, sem ég miða við, var engin veisla, en verðið stóð þó undir byggingarkostnaði. Eðlileg hækkun næstu 9 ár væri 75-90%, sem þýðir að 40 m.kr íbúð hækki um 35 m.kr í 75 m.kr, en ekki upp í 90 m.kr eins og raunin varð með 15 m.kr froðu. Sundurliðuð er þessi 35 m.kr hækkun: 20 m.kr vegna almennra verðlagshækkana + 15 m.kr vegna lítillar framlegðar og lágs lóðarverðs 2015, auk þess hækka vextir og laun tæplega tvöfaldast á þessum 9 árum. Að sjálfsögðu er þessi niðurstaða matskennd. Lóðaverð þarf að standa undir bæði gatnagerð og brýnni þjónustu eins og leikskólum og þarf líklega að vera 50-100 þús/fm. Vaxtahækkun er lítil, en td. yfirdráttarvextir 2015 voru bara 2-3% lægri en nú. Hins vegar bítur það sárt þegar fullbúnar íbúðir hanga á sölu mánuðum saman. HMS reiknar 142% hækkun íbúðaverðs og Hagstofan 51% hækkun byggingavísitölu, sem mælir hækkun byggingarkostnaðar. Þessi 91% munur á hækkun verðs og tilkostnaðar sýnir að eitthvað fór til fjandans. Hef engin marktæk gögn um þessar vísitölur og tek þeim með fyrirvara, en gögn um 120-130% hækkun fermetraverðs eru aðgengileg. Meirihluti landsmanna býr í eigin húsnæði og fagnar því hækkandi fasteignaverði. Þeir sem byggja og selja voru í veislu og bíða nú eftir ríkisráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaupendum pláss á galeiðu bankanna. Þeir sem kaupa sína fyrstu eign langt yfir raunvirði munu gjalda þess dýru verði. Ef þú nurlar saman 20% með hjálp mömmu og bankinn lánar 80%, - þá mun bankinn eiga íbúðina eftir nokkur ár, en þú ekkert. Það er ekki rangt sem umræðan hefur snúist um að lóðaframboð sé of lítið og vextir of háir.Fasteignaverð hefur hins vegar af mestu spunnist upp vegna þess að á þeim markaði voru fjárfestar aðalleikararnir í lóðabraski og íbúðaklasakaupum, - en ekki Jón og Gunna sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Höfundur er byggingarverktaki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Núna árið 2025 eru íbúðir sem eru til sölu á höfuðborgarsvæðinu almennt yfirverðlagðar um 20%. Síðustu 9 ár frá ársbyrjun 2016 til loka 2024 fór fasteignaverð langt framúr eðlilegum framleiðslukostnaði, froðan mun sjatna og verð lækka á næstu árum. Ef við skoðum þróun verðlags frá des.2015 til des.2024 þá gerist þetta: HMS vísitala íbúðaverðs hækkar um 142%Byggingarvísitala hækkar um 51%Verðlag hækkar um 48%Launavísitala hækkar um 90%Söluverð íbúða hækkar um 124% Skoðaði söluverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem voru nýjar/nýlegar í fjölbýli stærð 40-140 fm og hækkun á þesum 9 árum reiknast 124%. Prófaði að víkka og þrengja leitina, en það breytti litlu - fermetraverðið var alltaf að hækka úr tæpum 400 þús í tæp 900 þús. Fermetra-söluverð var 250-300 þús árin 2012-2013, sem stóð ekki undir tilkostnaði nýbygginga.Um áramótin 2015/2016, sem ég miða við, var engin veisla, en verðið stóð þó undir byggingarkostnaði. Eðlileg hækkun næstu 9 ár væri 75-90%, sem þýðir að 40 m.kr íbúð hækki um 35 m.kr í 75 m.kr, en ekki upp í 90 m.kr eins og raunin varð með 15 m.kr froðu. Sundurliðuð er þessi 35 m.kr hækkun: 20 m.kr vegna almennra verðlagshækkana + 15 m.kr vegna lítillar framlegðar og lágs lóðarverðs 2015, auk þess hækka vextir og laun tæplega tvöfaldast á þessum 9 árum. Að sjálfsögðu er þessi niðurstaða matskennd. Lóðaverð þarf að standa undir bæði gatnagerð og brýnni þjónustu eins og leikskólum og þarf líklega að vera 50-100 þús/fm. Vaxtahækkun er lítil, en td. yfirdráttarvextir 2015 voru bara 2-3% lægri en nú. Hins vegar bítur það sárt þegar fullbúnar íbúðir hanga á sölu mánuðum saman. HMS reiknar 142% hækkun íbúðaverðs og Hagstofan 51% hækkun byggingavísitölu, sem mælir hækkun byggingarkostnaðar. Þessi 91% munur á hækkun verðs og tilkostnaðar sýnir að eitthvað fór til fjandans. Hef engin marktæk gögn um þessar vísitölur og tek þeim með fyrirvara, en gögn um 120-130% hækkun fermetraverðs eru aðgengileg. Meirihluti landsmanna býr í eigin húsnæði og fagnar því hækkandi fasteignaverði. Þeir sem byggja og selja voru í veislu og bíða nú eftir ríkisráðstöfunum til að auðvelda fyrstu kaupendum pláss á galeiðu bankanna. Þeir sem kaupa sína fyrstu eign langt yfir raunvirði munu gjalda þess dýru verði. Ef þú nurlar saman 20% með hjálp mömmu og bankinn lánar 80%, - þá mun bankinn eiga íbúðina eftir nokkur ár, en þú ekkert. Það er ekki rangt sem umræðan hefur snúist um að lóðaframboð sé of lítið og vextir of háir.Fasteignaverð hefur hins vegar af mestu spunnist upp vegna þess að á þeim markaði voru fjárfestar aðalleikararnir í lóðabraski og íbúðaklasakaupum, - en ekki Jón og Gunna sem voru að kaupa sína fyrstu íbúð eða stækka við sig. Höfundur er byggingarverktaki
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar