„Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson skrifar 23. maí 2023 16:00 Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Alþingi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Mikil umskipti hafa orðið til hins betra á mörgum vinnustöðum með styttingu vinnuvikunnar. Þannig hafa verið stigin stór skref í að gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna. Fólki hefur verið gert kleift að njóta í meira mæli samveru með fjölskyldu og vinum. Stytting vinnuvikunnar felur sannarlega í sér aukin lífsgæði. Síðustu ár hefur stytting vinnuvikunnar komið í ríkari mæli inn í kjarasamninga og þá um leið án þess að laun skerðist á móti og er það vel. Mikilvægt er þó að gæta að því að mismunandi útfærslur henta eftir vinnustöðum. Á sumum vinnustöðum er tiltölulega einfalt að fækka vinnustundum án viðbótarkostnaðar eða fleiri starfsmanna, svo sem í ýmsum skrifstofu- og þjónustustörfum. Það er vandasamara, svo sem þar sem um er að ræða vaktavinnu eða störf í leik- og grunnskólum og getur falið það í sér að bæta þurfi við starfsfólki, en er sannarlega þess virði fyrir alla þegar vel tekst til. Þannig verða vinnustaðirnir betri bæði fyrir börn og starfsfólk. Öll viljum við vera á góðum vinnustað þar sem okkur líður vel og þar sem er einnig er svigrúm til að geta notið fleiri stunda með ástvinum okkar. Það hefur víða verið vandi að fá fólk til starfa á leikskólum, ekki síður í grunnskólum landsins og njóta þeirra starfskrafta og reynslu til lengri tíma. Með styttri vinnuviku fækkar veikindadögum og fleiri geta sótt heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu í vinnustyttingu án þess að taka til þess frí frá vinnu. Með styttingu vinnuvikunnar er vinnustaðurinn og starfsumhverfið einmitt gert enn frekar aðlaðandi og starfsmannavelta minnkar. Með öðrum orðum, fleiri vilja eyða stærri hluta starfsævinnar á þeim vinnustað. Sveitarfélagið Skagafjörður var á meðal þeirra fyrstu sem tóku slík skref með innleiðingu styttingar vinnuvikunnar. Ekki síst fyrir frumkvæði Vinstri grænna og óháðra í Sveitarstjórn Skagafjarðar, sem gerðu styttingu vinnuvikunnar að einu sínu stærsta kosningamáli í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018. Góð samstaða náðist síðan í sveitarstjórninni um að stíga skref til styttingar vinnuvikunnar. Almennt fór það verkefni vel á stað og hnökrar sem upp komu í upphafi, svo sem vegna undir mönnunar voru leystir. Ávinningur sveitarfélagsins af styttingu vinnuvikunnar hefur verið að auðveldara er að fá starfsfólk, sem aukinheldur er líklegra til að horfa á það starf sem sinn framtíðar vinnustað. Á mörgum vinnustöðum er enn verið að finna bestu útfærsluna til styttingar vinnuvikunnar, á öðrum er að verða til farsæl reynsla sem vert er að fleiri horfi til. Stytting vinnuvikunnar er sannarlega að sanna sig sem góð leið til að auka ánægju meðal starfsfólks, sem bæði verða fyrir vikið betri starfsmenn og njóta betra lífs með fjölskyldum sínum og vinum. Það er allra hagur. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun