Rjúfa verður vítahringinn í húsnæðismálum Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 12. janúar 2024 13:01 Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin. Nánar tiltekið reikna stjórnendur verktakafyrirtækja með því að hefja byggingu 700 íbúða á næstu 12 mánuðum borið saman við um 1.000 íbúðir sem verið hafa í byggingu síðustu 12 mánuðina. Í fréttinni kemur einnig fram að sömu aðilar spáðu 65% samdrætti í búðabyggingum í mars í fyrra. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í október 2023 raungerðist þessi spá; samdrátturinn nam 68%. Með öðrum orðum; vandinn dýpkar og eykst að umfangi. Með hverju misseri færumst við fjær því að ná að byggja þær 5.000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju á næstu árum til að koma til móts við þörfina samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þekktir áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í þessari óheillaþróun eru vel þekktir; hár fjármagnskostnaður og lóðaskortur. Þá er ónefnd mikil fjölgun landsmanna sem að stórum hluta kemur til vegna þarfa fyrirtækja fyrir vinnuafl. Viðlíka fólksfjölgun er vandfundin í okkar heimshluta. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru innflytjendur á Íslandi 71.424, eða 18,4% mannfjöldans 1. janúar 2023. Hafði þeim þá fjölgað um 10.000 manns á einu ári. Einhvers staðar verður þetta ágæta fólk að búa. Ráðaleysi stjórnvalda Þetta eru ekki ný og áður óþekkt sannindi. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn reynst gjörsamlega ófær um að bregðast við þessari áskorun. Þrátt fyrir glærusýningar um áformaðar íbúðabyggingar og myndatökur við öll möguleg tækifæri versnar ástandið stöðugt. Afleiðingarnar þekkjum við öll; skorturinn framkallar himinhátt húsnæðisverð sem kemur illa við almennt launafólk og verst niður á ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópum. Vítahringur vaxta og framboðs Vonir standa til þess að verðbólga og þar með vextir fari lækkandi á árinu 2024. Hagstofa Íslands, Seðlabanki og fjármálastofnanir gera ráð fyrir töluverðri lækkun verðbólgu. Þar með glæðast vonir um að Seðlabankinn geti hafið lækkunarferli vaxta. Það væri vitanlega jákvæð þróun. Hitt ætti fólk að hafa í huga að vaxtalækkanir í framboðskreppu eru líklegar til að dýpka hana enn frekar þar sem ætla má að eftirspurn aukist að því skapi. Þannig er sú hætta fyrir hendi að lækkun verðbólgu og vaxta stuðli að enn meiri hækkun húsnæðisverðs sem aftur nærir verðbólguvísitöluna og vinnur þar með gegn sjálfu markmiðinu. Gerist þetta hefur stjórnmálunum tekist að koma á eins konar samfélagslegum vítahring. Aukið framboð og stuðningur Ljóst er að fara þurfa saman opinberar stuðningsaðgerðir við kaupendur fyrstu íbúðar og láglaunafólk og aukið framboð lóða undir íbúðahúsnæði. Það er rannsóknarefni hversu illa ríkisvaldi og sveitarstjórnarstigi hefur tekist að stilla saman strengi í því skyni að tryggja aukið framboð húsnæðis. Segja má að árum saman hafi þessi tvö stjórnsýslustig sameinast um að gera það lítið að íbúðaframleiðsla hefur ekki fullnægt náttúrulegri fjölgun þjóðar, hvað þá að auka í til að taka á móti fjölgun aðfluttra. Því hefur vandinn vaxið ár fyrir ár allt frá 2016. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Róttækra aðgerða er þörf Ef til vill er tímabært að stækka möguleg byggingarsvæði umhverfis Reykjavík og nágrannasveitarfélögin í því skyni að auka lóðaframboð. Ef til vill gæti Reykjavíkurborg innkallað lóðir. Við blasir að þörf er á róttækum aðgerðum ef takast á að létta þrýstingi af húsnæðismarkaði. Eðlilegt er að horfa til Bjargs og Blævar, óhagnaðardrifinna íbúðafélaga í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands, sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að byggja íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir launafólk. Velferð og mannréttindi Verkalýðshreyfingin er mikilvægasta afl framfara og breytinga á Íslandi. Hún uppfyllir ekki verkefni sín og skyldur láti hún sig ekki svo stórt samfélagsmál varða. Á vettvangi Alþýðusambandsins hafa verið unnar tillögur m.a. um bráða-aðgerðir og grunn að nýju húsnæðislánakerfi. Ljóst er að takist ekki að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á mun enn vaxa sá fjöldi Íslendinga sem ekki fær notið þeirra mannréttinda að eiga kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Um leið munu yfirlýsingar stjórnmálafólks á tyllidögum enn rýrna að innihaldi sem og tilkall til að Ísland geti talist velferðarsamfélag allra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Húsnæðismál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin. Nánar tiltekið reikna stjórnendur verktakafyrirtækja með því að hefja byggingu 700 íbúða á næstu 12 mánuðum borið saman við um 1.000 íbúðir sem verið hafa í byggingu síðustu 12 mánuðina. Í fréttinni kemur einnig fram að sömu aðilar spáðu 65% samdrætti í búðabyggingum í mars í fyrra. Samkvæmt talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar frá því í október 2023 raungerðist þessi spá; samdrátturinn nam 68%. Með öðrum orðum; vandinn dýpkar og eykst að umfangi. Með hverju misseri færumst við fjær því að ná að byggja þær 5.000 íbúðir sem byggja þarf á ári hverju á næstu árum til að koma til móts við þörfina samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þekktir áhrifaþættir Helstu áhrifaþættir í þessari óheillaþróun eru vel þekktir; hár fjármagnskostnaður og lóðaskortur. Þá er ónefnd mikil fjölgun landsmanna sem að stórum hluta kemur til vegna þarfa fyrirtækja fyrir vinnuafl. Viðlíka fólksfjölgun er vandfundin í okkar heimshluta. Samkvæmt Hagstofu Íslands voru innflytjendur á Íslandi 71.424, eða 18,4% mannfjöldans 1. janúar 2023. Hafði þeim þá fjölgað um 10.000 manns á einu ári. Einhvers staðar verður þetta ágæta fólk að búa. Ráðaleysi stjórnvalda Þetta eru ekki ný og áður óþekkt sannindi. Stjórnvöld hafa á hinn bóginn reynst gjörsamlega ófær um að bregðast við þessari áskorun. Þrátt fyrir glærusýningar um áformaðar íbúðabyggingar og myndatökur við öll möguleg tækifæri versnar ástandið stöðugt. Afleiðingarnar þekkjum við öll; skorturinn framkallar himinhátt húsnæðisverð sem kemur illa við almennt launafólk og verst niður á ungu fólki og fólki í lægstu tekjuhópum. Vítahringur vaxta og framboðs Vonir standa til þess að verðbólga og þar með vextir fari lækkandi á árinu 2024. Hagstofa Íslands, Seðlabanki og fjármálastofnanir gera ráð fyrir töluverðri lækkun verðbólgu. Þar með glæðast vonir um að Seðlabankinn geti hafið lækkunarferli vaxta. Það væri vitanlega jákvæð þróun. Hitt ætti fólk að hafa í huga að vaxtalækkanir í framboðskreppu eru líklegar til að dýpka hana enn frekar þar sem ætla má að eftirspurn aukist að því skapi. Þannig er sú hætta fyrir hendi að lækkun verðbólgu og vaxta stuðli að enn meiri hækkun húsnæðisverðs sem aftur nærir verðbólguvísitöluna og vinnur þar með gegn sjálfu markmiðinu. Gerist þetta hefur stjórnmálunum tekist að koma á eins konar samfélagslegum vítahring. Aukið framboð og stuðningur Ljóst er að fara þurfa saman opinberar stuðningsaðgerðir við kaupendur fyrstu íbúðar og láglaunafólk og aukið framboð lóða undir íbúðahúsnæði. Það er rannsóknarefni hversu illa ríkisvaldi og sveitarstjórnarstigi hefur tekist að stilla saman strengi í því skyni að tryggja aukið framboð húsnæðis. Segja má að árum saman hafi þessi tvö stjórnsýslustig sameinast um að gera það lítið að íbúðaframleiðsla hefur ekki fullnægt náttúrulegri fjölgun þjóðar, hvað þá að auka í til að taka á móti fjölgun aðfluttra. Því hefur vandinn vaxið ár fyrir ár allt frá 2016. Þetta ástand er með öllu ólíðandi. Róttækra aðgerða er þörf Ef til vill er tímabært að stækka möguleg byggingarsvæði umhverfis Reykjavík og nágrannasveitarfélögin í því skyni að auka lóðaframboð. Ef til vill gæti Reykjavíkurborg innkallað lóðir. Við blasir að þörf er á róttækum aðgerðum ef takast á að létta þrýstingi af húsnæðismarkaði. Eðlilegt er að horfa til Bjargs og Blævar, óhagnaðardrifinna íbúðafélaga í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands, sem náð hafa eftirtektarverðum árangri við að byggja íbúðarhúsnæði á viðráðanlegu verði fyrir launafólk. Velferð og mannréttindi Verkalýðshreyfingin er mikilvægasta afl framfara og breytinga á Íslandi. Hún uppfyllir ekki verkefni sín og skyldur láti hún sig ekki svo stórt samfélagsmál varða. Á vettvangi Alþýðusambandsins hafa verið unnar tillögur m.a. um bráða-aðgerðir og grunn að nýju húsnæðislánakerfi. Ljóst er að takist ekki að rjúfa þá kyrrstöðu sem ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á mun enn vaxa sá fjöldi Íslendinga sem ekki fær notið þeirra mannréttinda að eiga kost á góðu og öruggu húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Um leið munu yfirlýsingar stjórnmálafólks á tyllidögum enn rýrna að innihaldi sem og tilkall til að Ísland geti talist velferðarsamfélag allra. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun