Hin nýja veröld Einar Scheving skrifar 4. febrúar 2022 06:30 Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun