Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar 29. nóvember 2024 15:02 Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar