Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar 29. nóvember 2024 15:02 Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Viðreisn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Sjá meira
Við í Viðreisn lögðum frá upphafi áherslu á jákvæða og öfgalausa kosningabaráttu. Okkur líður sjálfum betur þannig og við fengum líka mjög skýr skilaboð frá fólki um allt land að það væri mikil eftirspurn eftir þannig stjórnmálaumræðu. Alls staðar þar sem Viðreisnarfólk hefur komið undanfarnar vikur hefur því verið fagnað hversu jákvæð og uppbyggileg við höfum verið í okkar vinnu. Því er þó ekki að neita að fólk hefur spurt hvort okkur þyki ekki freistandi að svara ýmsum þeim ósannindum og rógi sem fleygt er í okkur af pólitískum mótherjum, jafnvel með kostuðum skilaboðum frá ákveðnum fjölmiðlum. Við ætlum ekki niður á þetta plan. Flokkar sem virðast ekki geta rekið kosningabaráttu á eigin stefnu eða árangri opinbera einfaldlega getuleysi sitt til að vinna að almannahagsmunum. Við í Viðreisn viljum treysta íslenskri þjóð til að greiða atkvæði um hvort það eigi taka upp aftur aðildarviðræður við Evrópusambandið. Flokkar sem kalla það að þvinga þjóðina í ESB hafa hættulega sýn á lýðræðið. Rétt eins og við í Viðreisn stöndum með ríkisrekinni heilbrigðisþjónustu, stöndum við með félögum á borð við Krabbameinsfélagið, Ljósið, Hjartavernd, Reykjalund, SÁÁ, Fæðingarheimilið í Reykjavík, heilsugæsluna á Höfða, heilsugæsluna í Lágmúla, Hrafnistu, Mörk o.fl. Flokkar sem gagnrýna stuðning Viðreisnar við þessi mikilvægu félagasamtök eru ekki til þess fallnir að stýra heilbrigðismálum þjóðarinnar í rétta átt. Hvað varðar mögulegt stjórnarmynstur þá gengur Viðreisn óbundin til kosninganna á morgun, rétt eins og aðrir flokkar. Við erum mjög meðvituð um að krafa fólks er að hér verði mynduð samhent ríkisstjórn sem getur unnið saman að hagsmunum fólksins í landinu. Síðustu ár hafa sýnt okkur öllum mjög vel hvernig á ekki að gera hlutina. Þessi ár hafa verið þjóðinni dýrkeypt og nú er langþráð tækifæri til að skipta um kúrs og taka til hendinni. Atkvæði greitt Viðreisn er atkvæði í þágu almannahagsmuna. Höfundur er o ddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun