Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 16:22 Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef oftast forðast það að tala um stjórnmál á kaffistofunni í vinnunni, matarboðum og þess háttar. Mér finnst oft of mikill hiti færast í umræðuna, fólk getur orðið persónulegt og tekið hlutunum persónulega. Hins vegar brenn ég líka fyrir því að búa í réttlátara samfélagi og sérstaklega þegar kemur að vaxtagjöldum og útgjöldum heimilanna yfir höfuð. Það var þess vegna sem Viðreisn höfðaði strax til mín, flokkurinn fer í málefnin frekar en manninn og leggur mikið upp úr því að koma málefnalega fram. Ég vil geta rætt við fólk með aðrar skoðanir en ég á málefnalegan hátt. Eftir að hafa kosið Viðreisn í mörg ár er ég nú á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. Margir í kringum mig hafa spurt mig af hverju Viðreisn? Hér eru fimm ástæður af hverju ég er á lista hjá og af hverju ég kýs Viðreisn. Betri vaxtakjör fyrir heimilin í landinu. Íslensk heimili búa því miður við séríslenskt vaxtaokur. Við búum við svipaða vexti og í stríðshrjáðum löndum. Við höfum eflaust flest rætt vaxtakjör og húsnæðislánakerfi við fólk sem býr í öðrum Evrópulöndum. Maður upplifir hálfgert vonleysi að ræða vaxtaokrið og verðtryggð lán, fólk einfaldlega skilur þetta ekki. Ég er ekki hissa.Viðreisn er með skammtímalausnir til þess að lækka vexti strax, m.a. með því að hagræða í ríkisrekstri. Ríkið er eins og staðan er núna rekið á yfirdrætti og hefur verið í mörg ár. Langtímalausnin og langtíma markmið Viðreisnar er að taka upp eða tengja gengi krónu við stöðugri gjaldmiðil. Því það má ekki gleyma því að jafnvel í góðu árferði erum við að borga margfalt hærri vexti en þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. Hagræðing í ríkisrekstri Eins og ég kom að hér að ofan, hefur ríkið verið að eyða um efni fram. Ríkið er rekið á yfirdrætti. Það þarf að fara í tiltekt í ríkisrekstrinum, t.d. með því að fækka ráðuneytum, selja hluti ríkisins í Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Þetta þarf að gera til þess að lækka skuldir ríkissjóðs og í kjölfarið lækka vaxtagjöld ríkisins. Aðgerðir í geðheilbrigðismálum Annað mál sem skiptir mig miklu máli eru geðheilbrigðismál. Við höfum flest eða þekkjum einhvern nálægt okkur sem hefur þurft að nýta sér sálfræðiþjónustu. Það hef ég meðal annars þurft að gera og það hefði heldur betur munað hefði sú þjónusta verið niðurgreidd. Því miður hafa ekki allir tök á því að borga um 25.000 krónur þegar þeir þurfa að leita til sálfræðings. Viðreisn hefur barist fyrir því að fá niðurgreidda sálfræðiþjónustu fyrir öll. Þingið samþykkti málið en hefur ekki forgangsraðað fjármunum í það. Ég er sannfærð um það að þegar Viðreisn kemst í ríkisstjórn mun flokkurinn klára málið. Kosning um Evrópusambands aðild Ég er sjálf Evrópusinni, og tel að hagsmunum Íslands sé betur borgin innan Evrópusambandsins og vil að þjóðin fái að kjósa um aðild. Það er ekki réttlát fyrir mér að nokkrir aðilar ákveði hvort okkur sé betur borgið innan sambandsins eða ekki. Það er hjartans mál fyrir Viðreisn að þjóðin fái að velja og ekki síst unga fólksins, hvernig þeirra framtíð á að vera. Ríkið borgar líka ofurvexti rétt eins og heimilin. Sú staðreynd að fjórði stærsti útgjaldaliður ríkissjóðs eru vaxtagjöld er grátlegt. Eins og heimilin í landinu þá er íslenska ríkið að borga mikið hærri vexti en þau lönd sem við berum okkur saman við. Samantekið eru þetta helstu ástæður þess að ég ætla að kjósa Viðreisn í kosningunum á morgun og hvet þig til þess að gera hið sama. Breytum þessu saman! Höfundur skipar 13. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík suður.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun