Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar 29. nóvember 2024 16:10 Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú er kosningabaráttan á sinni endastöð. Kjördagur rennur upp á morgun og mikil lýðræðisveisla fer í gang.Kjördagur hefur alltaf verið merkilegur dagur í mínu lífi. Ég klæði mig upp, fer í mitt fínasta púss og tek þátt í veislunni með því að greiða atkvæði mitt. Jafnvel þegar ég bjó erlendis lengi, þá lagði ég það alltaf á mig að fara í sendiráð eða til ræðismanns til þess að kjósa. Það er reyndar skemmtilegt fyrir mig að segja frá því að ég er fyrsti Íslendingurinn, og sá eini, sem hef nýtt kosningarétt minn hjá ræðismanninum í Dover í Englandi. Á síðustu vikum hef ég og félagar mínir í Lýðræðisflokknum heyjað heiðarlega og einlæga baráttu fyrir málefnum sem brenna á þjóðinni. Húsnæðismálin, vaxtamálin, heilbrigðismálin, samgöngumálin, atvinnumálin, efnahagsmálin, menntamálin og aðhaldi í ríkisrekstrinum. En kosningabaráttunni okkar lýkur með óbragði í munni. Í forsystusætinu hjá Ríkissjónvarpinu þar sem Arnar Þór Jónsson, formaður Lýðræðisflokksins, sat fyrir svörum Bergsteins Sigurðssonar. Þar ákvað Bergsteinn Sigurðsson að bera upp á mig þær sakir að hafa farið í leyfisleysi í skóla og tekið þar myndir af börnum og starfsfólki og að ég hafi verið fjarlægður af lögreglu. Hann sakaði mig líka um það að hafa haft uppi „hatrammlega umræðu“ þegar kemur að transfólki. Hvorttveggja rangt. Vissulega er ég umdeildur hjá sumu fólki sem hefur gert mér upp hinar og þessar skoðanir á einhverjum málum, en í raun kynnt sér lítið sem ekkert minn málflutning. Vissulega verður að bregðast við þessum vinnubrögðum RÚV í aðdraganda kosninga. RÚV hefur haft greitt aðgengi að mér og hefur haft ærin tækifæri til þess að spyrja mig beint og „jarðað mig í beinni“. Sannleikurinn er sá, að lögregla hefur aldrei haft nein afskipti af mér og ég hef aldrei verið handtekinn.Þess vegna leitaði ég til Ríkislögreglustjóra í fyrradag (miðvikudag 27. Nóvember) til þess að fá afhenda málaskrá úr gagnagrunni lögreglu máli mínu til stuðnings. Þar var mér tjáð að slík beiðni tæki 30 daga að afgreiða. Þetta þótti mér óviðunandi vinnubrögð og fyrir tilstilli kosningastjóra flokksins tókst okkur sem betur fer að fá flýtimeðferð og málaskráin komin í okkar hendur. Ég þakka Ríkislögreglustjóra fyrir skjót viðbrögð. Í gær (fimmtudag 28. nóvember) var hringt í mig frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og ég boðaður í skýrslutöku (sem fór fram í hádeginu í dag) því Samtökin ´78 ákváðu þann 11. nóvember síðastliðinn að kæra mig fyrir ummæli allt tilbaka til ársins 2022. M.a. vegna greinar sem ég ritaði í Morgunblaðið 19. nóvember 2022 um öfgafull viðbrögð á Alþingi frá fyrrverandi varaþingmanni VG og fyrrverandi framkvæmdarstjóra Samtakanna ´78 við umsögn félagssamtaka sem ég er í forsvari fyrir við lagafrumvarp sem lá þar fyrir. Einnig er ég kærður fyrir að velta fyrir mér hvötum karla sem skilgreina sig sem konur að taka inn lyfið „domperidone“ til þess að örva geirvörtru og mjólkurkirtla til þess að gefa börnum brjóst. Hvítvoðungum sem þeir hafa ekki borið né alið (eðlilega, því karlar geta ekki gengið með eða fætt börn). Samtökin ´78 velta tæplega 200 milljónum á ári sem eru fengnir úr vösum skattgreiðenda.Það er því mjög varhugavert að þau beiti sér gegn samkynhneigðum frambjóðanda sem hefur verið reiðubúinn til þess að setjast niður – hvenær sem er, hvar sem er- með forsprökkum þeirra og ræða málin. Þetta hafa þau aldrei þegið, en velja að beita valdboði og peningum skattgreiðenda til þess að stunda pólitískar ofsóknir í aðdraganda kosninga. Það er ljóst að það sé alvarlega vegið að æru minni, fólki með stjórnmálaskoðanir sem ekki eru samstíga ákveðnum hagsmunaaðilum, sem frekar hjólar beint í manninn í krafti ákveðins peningavalds og múgsefjunar sem skilar sér í algjörlega brenglaðri sviðsmynd. Þetta er gróf aðför að lýðræðinu. Ég læt þetta vera mín lokaorð í pistlaskrifum mínum í þessari kosningabaráttu. Ég vil þakka öllum þeim kjósendum í Norðvesturkjördæmi og víðar sem ég var svo lánsamur að fá að hitta og kynnast betur í þessari vegferð. Gleðilega lýðræðishátíð! Höfundur er oddviti Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun