Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 15:51 Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir að leggja hjarta og sál í verkin? Fyrir okkur í Framsókn snýst það um að láta ekki aðeins orðin tala, heldur sýna í verki og með árangri hvað raunverulega skiptir máli. Nú er klukkan farin að tifa, og hægt er að fara að telja niður í klukkustundum þar til kjörstaðir opna. Þetta er jú enn ein pólitíska greinin sem birtist á miðlum ljósvakans um þessar mundir. En verandi móðir tveggja ungra barna veit ég betur en að lofa upp í ermina á mér og tala því kannski ekki nógu mikið um alla þá góðu hluti sem okkur í Framsókn langar sannarlega til að gera á komandi kjörtímabili. Hins vegar get ég ekki hætt að tala um þau góðu verk sem hafa þegar verið unnin í okkar ráðuneytum síðastliðin sjö ár. Við vitum að áhyggjur margra snúast um heilbrigðiskerfið, menntun barna og það að geta búið hér í sanngjörnu samfélagi við góð kjör. Verk okkar sýna að við skiljum þessi mál og höfum unnið að lausnum. „Verkin sýna manninn,“ segir málshátturinn, og við Framsóknarfólk höfum sannarlega sýnt hvað í okkur býr. Willum Þór, heilbrigðisráðherra, hefur til dæmis gert samninga um tannréttingar barna sem aldrei hefur verið gert áður, og það hefur leitt til þess að 1.000 fleiri börn fá nú þessa þjónustu en gerðu fyrir tilkomu samningsins. Verð á brjóstaskimunum lækkaði nýlega úr 6.000 krónum í 500 krónur, þökk sé Willum. Hann hefur mætt best allra ráðherra í atkvæðagreiðslur, eða í um 94% þeirra, og varið rúmum 27 klukkustundum í ræðustól (dræmasta mætingin er 66% og stysti ræðutíminn 9 klukkustundir til samanburðar). Ef ég færi að þylja upp öll hans góðu verk sem heilbrigðisráðherra, yrði þessi grein ansi löng. Þetta er hjarta og sál Framsóknar – vinnusemi, dugnaður og metnaður til að gera alltaf okkar besta. Þetta eru gildin sem hafa fylgt okkur frá rótum okkar í sveitinni, þar sem allir þurftu að leggja hönd á plóg og yfirstíga allar hindranir saman. Það er oft erfitt við Ísland að eiga; eyjan okkar getur verið harður húsbóndi, en með dugnaði, þrautseigju og seiglu byggðum við hér upp samfélag, hagkerfi, bæi og borg. Við þróuðumst örugglega hraðast allra þjóða í Evrópu – frá torfkofum í upphafi síðustu aldar og 100 árum síðar teljumst við vera það land þar sem hvað best þykir að búa. Framsóknarfólk vill vinna verkin. Við viljum halda áfram með það sem við höfum verið að gera. Við hugsum aðgerðir okkar til lengri tíma og tölum ekki fyrir töfralausnum. Við stöndum frammi fyrir krefjandi verkefnum, og við í Framsókn vitum að lausnin liggur í samvinnu, dugnaði og úthaldi. Við vitum að það þarf að sigla í gegnum þennan storm, og til þess þurfum við skynsamt og duglegt fólk sem hefur sýnt í verki að því er treystandi til þess. Við stöndum á tímamótum þar sem valið skiptir máli. Framsókn hefur sýnt að með hjarta og sál, dugnaði og skynsemi má byggja samfélag sem við öll getum verið stolt af. Við höfum unnið verkin og ætlum að halda áfram að leggja okkur fram – fyrir fjölskyldur landsins, fyrir framtíðina. Kjósum þá sem sýna í verki að þeim sé treystandi. Kjósum Framsókn – fyrir hjartað, fyrir sálina og fyrir samfélagið sem við viljum búa í. Höfundur er frambjóðandi í fimmta sæti á lista Framsóknar í Suðvesturkjördæmi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun