Hin nýja veröld Einar Scheving skrifar 4. febrúar 2022 06:30 Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun