Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar 29. nóvember 2024 14:31 „Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Það er ekkert heilbrigðara í þessu samfélagi en vel stæður tannlæknir á jeppa“, sagði Páll svo eftirminnilega í meistaraverkinu Englum Alheimsins. Líkt og tannlæknirinn lít ég út fyrir að vera ósköp venjulegur samfélagsþegn, sem mætir í vinnuna og á sér fínasta félagslíf. Það sem ég ber hins vegar ekki utan á mér er að ég hef glímt við krónískt þunglyndi nánast frá því ég man eftir því. Líkt og aðrir geðsjúkdómar er þunglyndi margslungið og mjög einstaklingsbundið hvað veldur því, hvernig það leggst á fólk og hvernig er best að meðhöndla það. Á góðum dögum hugsa ég jafnvel ekkert um það, en í verstu köstunum kemst ég ekki einu sinni fram úr rúminu, jafnvel dögum saman. Það getur verið erfitt að skilja fyrir fólk sem hefur aldrei upplifað það, en þunglyndið leggst á mann eins og mara, oft án fyrirvara, og fyllir heilann þoku með ranghugmyndum um algert tilgangsleysi alls. Þetta er hræðileg tilvera. Ég greindist rétt komin á unglingsár og hef verið á lyfjum nánast óslitið síðan. Heilinn í mér framleiðir einfaldlega ekki næg gleðihormón til að koma mér í gegnum daginn án þeirra. Þunglyndislyf eru fyrir mig eins og insúlín fyrir sykursjúka. Lyf duga þó ekki ein og sér, heldur er í flestum tilfellum nauðsynlegt að leita leiðsagnar fagaðila, hvort sem það er sálfræðingur, þerapisti eða annar sérfróður aðili. Þar sem ég greindist snemma á lífsleiðinni var ég svo heppin að geta nýtt mér þjónustu geðlækna og sálfræðinga hjá hinu opinbera. Eftir að komið var á fullorðinsár blasti þó við önnur staða. Margra mánaða biðlistar í opinbera kerfinu eða einkageirinn þar sem hver tími hjá sálfræðingi kostar rúmlega 20.000 kr. Það gefur auga leið að það er ekki á færi allra. Opinbera kerfið forgangsraðar þeim sem eru hvað veikust fyrir, sem skilur eftir stóran hóp fólks sem þjáist í hljóði en er ekki „nægilega“ veikt til að eiga inni hjá geðlækni. Fólk er misjafnt eins og það er margt og það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreytt úrræði, tryggja aðgengi allra að vandaðri opinberri þjónustu, sem og að frjálsum félagasamtökum sem hafa unnið ötult og mikilvægt starf í þágu geðheilbrigðismála. Rannsóknir Landlæknis benda til þess að landsmönnum líður æ verr, sérstaklega ungu fólki. Það geta öll lent í því að veikjast á geði einhvern tímann á lífsleiðinni, líka vel stæðir tannlæknar á jeppa. Þegar það kemur fyrir þig, eða einhvern nákominn, viltu hafa flokka í brúnni sem grípa utan um þig og þína áður en sjúkdómurinn versnar eða verður jafnvel lífshættulegur. Kerfi sem tekur utan um þig og hjálpar þér í leit að bata og jafnvægi. Píratar setja geðheilbrigðismál í forgang á næsta kjörtímabili. Þess vegna mun ég kjósa Pírata, fyrir heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi Pírata í Norðvesturkjördæmi.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun