Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Forsetakosningar í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga þriðjudaginn 5. nóvember 2024. Valið stendur milli Demókratans Kamölu Harris og Repúblikanans Donald Trump.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af samsæringi sem fylgir Trump

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur á undanförnum dögum ítrekað sést í fylgd með konu sem heitir Laura Loomer. Sú er fjar-hægri aðgerðasinni, yfirlýstur múslimahatari og samsæringur, svo eitthvað sé nefnt, og hefur vera hennar með Trump vakið áhyggjur hjá einhverjum bandamönnum hans.

Erlent
Fréttamynd

Hafnar frekari kapp­ræðum við Har­ris

Donald Trump ætlar ekki að mæta Kamölu Harris í fleiri sjónvarpskappræðum. Meirihluti í skoðanakönnunum taldi Harris hafa komið betur út úr fyrstu, og væntanlega einu, kappræðum þeirra Trump á aðfararnótt miðvikudags.

Erlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Harris og Trump takast á í fyrsta sinn

Þau Donald Trump og Kamala Harris takast á í kappræðum í fyrsta sinn í kvöld. Mikið er undir í kappræðunum þar sem kannanir gefa til kynna að frambjóðendurnir séu hnífjafnir, bæði á landsvísu og í sjö mikilvægustu ríkjunum.

Erlent
Fréttamynd

Trump verði á­fram Trump en meira í húfi fyrir Harris

Mikil eftirvænting ríkir fyrir fyrstu, og mögulega einu, kappræðunum á milli forsetaframbjóðendanna Donalds Trump og Kamölu Harris sem verður sjónvarpað frá Pennsylvaníu í nótt. Það er meira í húfi fyrir Harris en Trump að mati sérfræðings, þótt Trump sé minna spenntur fyrir að mæta Harris en hann var fyrir að mæta Biden.

Erlent
Fréttamynd

Rýnt í kannanirnar: Hníf­jafnt hjá Harris og Trump

Frá því Kamala Harris tók við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetakosninganna í nóvember hafa orðið töluverðar breytingar á fylgi frambjóðanda. Joe Biden, núverandi forseti og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, var ekki í góðri stöðu gegn Trump en myndin hefur breyst.

Erlent
Fréttamynd

„Gætu orðið á­hrifa­mestu kapp­ræður allra tíma“

Aðeins tveir dagar eru nú í fyrstu kappræður Kamölu Harris og Donalds Trump, sem lýst hefur verið sem mikilvægustu stund kosningabaráttunnar. Frambjóðendurnir mælast hnífjafnir og gríðarleg eftirvænting er fyrir kappræðunum vestanhafs, sem haldnar verða í Fíladelfíu á þriðjudag.

Erlent
Fréttamynd

Vara­for­seti Bush yngri ætlar að kjósa Har­ris

Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og repúblikani, ætlar að greiða Kamölu Harris, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt í forsetakosningunum í nóvember. Hann segir að aldrei megi fela Donald Trump völd aftur.

Erlent
Fréttamynd

Rúmar fimm­tíu milljónir á mánuði fyrir Rússaáróður

Forsvarsmenn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna sökuðu í gær ráðamenn í Rússland um að verja milljónum dala til áróðursherferða gegnum ríkismiðil Rússlands, RT (sem áður hét Russia Today). Áróðrinum var ætlað að hjálpa Donald Trump við forsetaframboð hans og grafa undan stuðningi Bandaríkjamanna við Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Vill rétta Musk niðurskurðarhnífinn

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, er sagður hafa um nokkuð skeið rætt við ráðgjafa sína um að skipa auðjöfra og þekkta forstjóra í starfshóp sem finna á leiðir til niðurskurðar hjá alríkisstjórn Bandaríkjanna. Elon Musk, einn auðugasti maður heims, er meðal þeirra sem gæti setið í starfshópnum og hefur hann lýst því yfir að hann sé tilbúinn til starfa.

Erlent
Fréttamynd

Trump ætlar að kjósa gegn rétti til þungunar­rofs

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, segist ætla að greiða atkvæði gegn breytingu á stjórnarskrá Flórída sem tryggði konum rétt til þungunarrofs. Nýleg lög þar leggja bann við þungunarrofi áður en margar konur vita að þær eigi von á sér.

Erlent
Fréttamynd

Ætlar að skipa repúblikana í ráðu­neyti sitt

Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta.

Erlent
Fréttamynd

Full­trúar Trump hrintu starfs­manni her­manna­graf­reits

Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði.

Erlent
Fréttamynd

Harris og Walz veita loks við­tal

Kamala Harris og Tim Walz, forseta- og varaforsetaefni Demókrataflokksins, hafa samþykkt að veita fyrsta sameiginlega viðtalið frá því að kosningabarátta þeirra hófst.

Erlent
Fréttamynd

Ný sér­sniðin á­kæra á hendur Trump

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fram nýja ákæru á hendur Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ákæran er sérsniðin að þeim kröfum sem fram komu í dómi Hæstaréttar Bandaríkjanna sem veitti Trump friðhelgi að hluta í sumar. 

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka banda­ríska á­lits­gjafa rúss­neskrar sjón­varps­stöðvar

Umdeildur fyrrverandi vopnaeftirlitsmaður Sameinuðu þjóðanna í Írak er annar tveggja Bandaríkjamanna sem sæta sakamálarannsókn vegna starfa sinna fyrir rússneska ríkissjónvarpsstöð. Rannsóknin er sögð liður í að berjast gegn tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust.

Erlent
Fréttamynd

Kennedy hættir og lýsir yfir stuðningi við Trump

Robert F. Kennedy yngri dró framboð sitt til forseta Bandaríkjanna til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump í ræðu í dag. Hann sagðist engu að síður þess viss að hann hefði unnið sigur í „heiðarlegu kerfi“.

Erlent