Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2025 15:16 Hermenn í Los Angeles fyrr í sumar. AP/Eric Thayer Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Í heildina sendi nærri því fimm þúsund landgönguliða og þjóðvarðliða til Los Angeles. Mótmælin, sem þóttu ekki umfangsmikil fyrir, hættu þó tiltölulega fljótt og voru hermennirnir þá sendir með starfsmönnum alríkisstofnanna í löggæsluverkefni. Enn eru um þrjú hundruð menn úr þjóðvarðliðinu í borginni, samkvæmt frétt New York Times. Í úrskurði sínum, sem áhugasamir geta fundið hér, segir Charles R. Breyer, dómari í San Francisco, að Trump þurfi ekki að fjarlægja hermennina og að þeir geti haldið áfram að verja fasteignir og eigur alríkisins í Los Angeles, þar sem það sé í samræmi við lög. Þeir megi þó ekki taka þátt í almennri löggæslu. Úrskurðurinn snýr eingöngu að Kaliforníu og meinar Trump ekki að senda hermenn til annarra borga sem stjórnað er af Demókrötum, eins og hann hefur ítrekað hótað að undanförnu. Búist er við því að dómsmálaráðuneytið muni áfrýja úrskurðinum til æðra dómstigs. Þar sitja þrír dómara en Trump skipaði tvo þeirra. Trump hefur tapað nokkrum umfangsmiklum málum á alríkissviðinu að undanförnu og snúa mörg málanna að því að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Trump hefur ítrekað lýst yfir neyðarástandi í tilteknum málaflokkum og í kjölfarið gripið til umfangsmikilla aðgerða á þeim grunni. Meðal annars má nefna brottvísanir ríkisstjórnarinnar án dóms og laga, tolla Trumps og niðurfellingu á reglugerðum sem varða umhverfisvernd. Sjá einnig: Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Trump hefur reglulega notað hermenn á bandarískri grundu, til starfa sem þeir eru ekki þjálfaðir fyrir og oft hefur ríkt töluverð lagaleg óvissa um það hvort honum hafi yfir höfuð verið það heimilt. Í úrskurði sínum skrifaði Breyer að starfsmenn ríkisstjórnar Trumps hafi verið meðvitaðir um að þeir væru að brjóta lögin og hafi neitað að starfa með embættismönnum í Kaliforníu og Los Angeles. Það og fleira sýni að þeir hafi vitað að þetta væri ólöglegt. Þá vísaði hann einnig til þess að Trump hefði ítrekað talið um að gera það sama í öðrum borgum. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er unnið að stofnun sérstakrar hersveitar innan þjóðvarðliðs Bandaríkjanna sem beita á gegn almenningi í landinu. Sveitinni yrði ætlað að bregðast við mótmælum, óeirðum og annars konar ólátum í borgum Bandaríkjanna með stuttum fyrirvara. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, er til skoðunar að hægt verði að senda sveitina hvert á land sem er með stuttum fyrirvara.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent