Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. janúar 2025 07:33 Það hefur ekki alltaf verið hlýtt milli Zuckerberg og Trump en það virðist vera að breytast. Tæknigeirinn horfir hýrum augum til næstu fjögurra ára. Getty/Zuffa LLC/Chris Unger Ákvörðun stjórnenda Meta um að hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram hefur vakið hörð viðbrögð. Mark Zuckerberg, stofnandi Meta, segir um að ræða forgangsröðun í þágu tjáningarfrelsisins. Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Innlent Fleiri fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Sjá meira
Tilkynnt var um ákvörðunina í gær og fór Zuckerberg ekki í grafgötur með það að hún tengdist úrslitum nýafstaðinna forsetakosninga í Bandaríkjunum, þar sem Donald Trump sigraði Kamölu Harris. Zuckerberg sagði í gær að Meta myndi vinna að því með Trump að leggja þrýsting á stjórnvöld út um heim allan, sem hefðu barist fyrir aukinni ritskoðun og sótt að bandarískum fyrirtækjum hvað það varðaði. Nefndi hann Evrópu og Suður-Ameríku sérstaklega í þessu samhengi. Breytingarnar fela meðal annars í sér að dregið verður verulega úr eða fallið algjörlega frá eftirliti með sannleiksgildi færslna. Þess í stað stendur til að fara að dæmi X, sem er í eigu Elon Musk, og láta notendur um það að gera athugasemdir og setja hlutina í samhengi. Zuckerberg segir eftirlitið hafa verið orðið allt of hlutdrægt og að framvegis verði minni áhersla lögð á að fylgjast með færslum þar sem fjallað er um til að mynda innflytjendur og kyn. Ólöglegt efni og alvarlegt efni þar sem fjallað er um til að mynda sjálfsvíg og sjálfskaða verður áfram undir eftirliti. Fregnirnar hafa vakið hörð viðbrögð og Zuckerberg verið harðlega gagnrýndur fyrir að beygja sig algjörlega undir Trump. Áhyggjur eru meðal annars uppi um að breytingarnar muni opna dyrnar á flóð hatursáróðurs gegn konum, hinsegin fólki og minnihlutahópum. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan var hins vegar á meðal þeirra sem tóku fréttunum fagnandi og sagði um að ræða algjöra u-beygju gagnvart „woke“ ritskoðun og „slaufunarmenningarkjaftæði“.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Erlent Sé skýrt að ráðherra hafi verið beittur þrýstingi Innlent Stefna á að loka skólanum á næsta ári Innlent „Aflögunin er núna komin yfir öll fyrri mörk“ Innlent Blöskrar að fyrrverandi sambýlismaður gangi laus Innlent Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Erlent Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Innlent Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Erlent Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Erlent Sinnir ekki þingstörfum á næstunni Innlent Fleiri fréttir Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Búast við milljónum tjónatilkynninga vegna stríðsins í Úkraínu Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Forsetahöllin í höndum hersins eftir tveggja ára átök Hótar að innlima sífellt stærri hluta Gasa þar til gíslum verði sleppt Segja úlfa stuðla að matarsóun og eiga því ekki að njóta verndar Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Heathrow lokað fram til miðnættis og 1.300 flugferðir felldar niður Skoða að reisa herstöð við landamærin að Mexíkó Sjá meira