Erlent

Demó­kratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð

Agnar Már Másson skrifar
Josh Shapiro, Kamala Harris, Pete Butigieg, Alexandria Ocasio-Cortez og Gavin Newsom hafa öll verið sterklega orðuð við forsetaframboð fyrir demókrata 2028.
Josh Shapiro, Kamala Harris, Pete Butigieg, Alexandria Ocasio-Cortez og Gavin Newsom hafa öll verið sterklega orðuð við forsetaframboð fyrir demókrata 2028. Vísir/Hjalti

Þó ekki séu fleiri en sjö mánuðir liðnir af fjögurra ára kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta eru þungavigtarmenn í Demókrataflokknum strax byrjaðir að leggja grunn að hugsanlegri kosninabaráttu í næstu forsetakosningum árið 2028. Sumir eru lúmskari en aðrir.

Kanónur í flokknum hafa margar lagt inn fé í fjáröflunarhópa og eru þegar byrjaðar að kaupa auglýsingar á netmiðlum til að kunngjöra sig íbúum í öðrum ríkjum. Sumir eru farnir að mæta í fjölda hlaðvarpsviðtala, haldnir í ferðalög um ríkin fimmtíu og byrjaðir að út bækur.

Hér verða útlistaðir nokkrir Demókratar sem vert er að fylgjast með í aðdraganda næstu kosninga.

Kamala Harris

Í síðustu viku útilokaði Kamala Harris, fyrrverandi varaforseti, framboð til ríkisstjóra Kaliforníu. Í athyglisverðu viðtali við Stephen Colbert sagðist hún reyndar ætla að draga sig í hlé frá opinberum störfum eftir að hún laut í lægra haldi gegn Trump í kosningunum 2024.

Harris fór um Arizona og Nevada í gær eins og Trump.Vísir/Getty

Það er því ólíklegt, en ekki útilokað, að hún bjóði sig fram. Hún stóð á gati þegar Colbert spurði hverjir væru í forrystu Demókrata, og neitaði að nefna nöfn um hugsanlega forystumenn. Hún sagði að stjórnkerfi bandarýkjanna væri ónýt.

En samt eru blikur á lofti að hún gæti verið að undirbúa aðra kosningabaráttu. Í gær tilkynnti hún í tölvupósti til stuðningsmanna að bráðum kæmi út bókin 107 days, enn önnur bókin sem gerir upp um kosningabaráttu demókrata í fyrra. 

Bókin var fjármögnuð úr fjáröflunarsjóði Harris fyrir forsetakosningarnar, Harris victory fund, en Axios greinir frá því Harris reyni nú að nýta sér undirnefnd landsfundarráðs Demókrata til að selja bókina en landsfundarráðið á að sýna hlutleysi í málefnum mögulegra frambjóðenda og óljóst er hvernig það mun nálgast málið.

Gavin Newsom

Þrír hugsanlegir forsetaframbjóðendur héldu viðburði í Suður-Karólínu í síðasta mánuði en einmitt þar er búist við því að forval demókrata verði haldið 2028, þó ákvörðunin hafi ekki verið tekin. (AP)

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, er meðal þeirra sem heimsóttu fylkið í júlí en hann hefur vakið mikla athygli í sumar eftir að Trump skipaði fulltrúum innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) að handtaka fjölda útlendinga. Miklar óeirðir mynduðust í ríkinu vegna útspils Trumps en Newsom svaraði fullum hálsi.

Newsom, sem hefur enn ekki lýst áhuga á framboði, hefur verið margorðaður við forsetaembættið og á viðburði sínum í Suður-Karólínu hrópuðu áheyrendur að honum „2028!“ þó að hann hafi aðeins sagst vera í heimsókn til að styrkja flokkinn fyrir þingkosningar 2026.

Kosningahópur hans hefur varið 1,5 milljónum króna í auglýsingar í júní, að sögn Politico. Hann er vinsælastur í skoðanakönnunum með 17,8 prósenta fylgi að meðaltali milli ríkja, samkvæmt RacetotheWH.. 

Gavin Newsom ríkisstjóri segir Trump setja olíu á eld mótmælanna með framgöngu sinni.Getty/Justin Sullivan

Pete Buttigieg

Pete Buttigieg, fyrrverandi samgönguráðherra, og fjáröflunarbatteríið hans, Win the Era, hafa safnað 1,6 milljónum dollara (196 m.kr.). 

Buttigieg bauð sig fram í forvali Demókrata 2020 og varð fyrsti opinberlega samkynhneigði maðurinn til að fara í kosningabaráttu fyrir Demókrata. Hann dró sig síðar úr framboði og lýsti yfir stuðningi við Joe Biden, sem síðan vann forsetakosningarnar og tilnefndi Buttigieg sem samgönguráðherra.

Pete Buttigieg (t.v.) og Joe BIden (t.h.) ræða saman.AP/Wilfredo Lee

Buttigieg hefur síðustu mánuði mætt í fjölda hlaðvarpa, ekki ólíkt því sem Trump og hans fylgitungl gerðu í sinni kosningabaráttu. Hann er þó ekki sérlega vinsæll meðal framsækna vængs Demókrataflokksins. Samkvæmt RacetotheWH mælist hann með 7,8 prósenta fylgi.

Alexandria Ocasio-Cortez

Þingmaðurinn Alexandria Ocasio-Cortez hefur einnig eignast stórann stuðningsmannahóp meðal framsækinna demókrata en hún og Bernie Sanders, sem bauð sig fram í forvali demókrata 2016, hafa verið á ferðalagi um Bandaríkin síðustu mánuði. 

Í skoðanakönnun mælist Ocasio-Cortez í þriðja sæti meðal hugsanlegra forsetaefna demókrata með tíu prósenta fygli. Hún er afar vinsæl meðal ungs fólks enda yngsta konan til að hreppa þingsæti í sögu Bandaríkjanna.

Hún hefur enn ekki að útilokað framboð til forseta og ljóst er að hún yrði fulltrúi glænýrrar kynslóðar demókrata yrði hún valin. 

Alexandria Ocasio-Cortez er situr í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Getty/Bloomberg

Josh Shapiro

Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, hefur einnig verið margorðaður við forsetaframboð en hefur ekki gert sér neinar heimsóknir í önnur ríki nýlega. Han kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra.

Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu, kom til greina sem varaforsetaefni Kamölu Harris í fyrra og hefur verið nefndur sem mögulegur forsetaframbjóðandi árið 2028.AP/Marc Levy

Beshear og Khanna á flakki 

Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, hefur sjálfur viðurkennt að hann íhugi forsetaframboð en hann heimsótti einnig Suður-Karólínu í síðasta mánuði, líkt og Newsom, þar sem hann hitti verkalýðsleiðtoga og heimsótti samfélög svarts fólks í ríkinu. Hans fjáröfulnarhópur varði 30 þúsund dölum í auglýsingar í netheimum í júní, samkvæmt opinberum skjölum sem Politico greinir frá.

Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky.Getty

Ro Khanna, demókrati frá Fíladelfíu sem er í félagsskap Bernie Sanders, heimsótti einnig fylkið en hann hefur einnig verið orðaður við forsetaframboð.

Cuomo, Pritzker eða Whitmer?

Fjöldi annarra hefur verið orðaður við forsetaframboð, þar á meðal ríkisstjóri Illinois, JB Pritzker, en nýlega tilkynnti hann að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri. Íþróttafréttamaðurinn Stephen A. Smith hefur jafnvel sýnt því áhuga og einnig Gina Raimondo fyrrverandi viðskiptaráðherra.

Andrew Cuomo hefur einnig verið orðaður við framboð en hann er nú í kosningabaráttu um borgarstjórasætið í New York þar sem hann laut í lægra haldi gegn Zohran Mamdani í forvalinu.

Sumir hafa útilokað forsetaframboð, þar á meðal Tim Walz, sem var varaforsetaefni Harris, Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, hefur einnig verið hefur útilokað framboð.

Meðal repúblikana hefur varaforsetinn J.D. Vance reysnt langvinsælastur en einnig utanríkisráðaherrann Marco Rubio.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×