Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 10:38 Donald Trump segist telja að góðu sambandi hans og auðjöfursins Elons Musk sé lokið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira