Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2025 10:38 Donald Trump segist telja að góðu sambandi hans og auðjöfursins Elons Musk sé lokið. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem Trump sagði í viðtali við blaðamann NBC News í gærkvöldi. Undanfarna daga hafa miklar og opinberar deilur milli Trumps og Musks átt sér stað fyrir allra augum. Deilur Trumps og Musks, sem virðast að mestu leyti snúast hið „stóra og fallega“ frumvarp sem Repúblikanar vinna nú hörðum höndum að því að gera að lögum. Musk hefur látið frá sér hörð orð um frumvarpið, sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Þegar Trump svaraði gagnrýninni svo og lýsti yfir vonbrigðum með gagnrýni Musks brást auðjöfurinn reiður við. Hann bendlaði Trump meðal annars við Jeffrey Epstein og gaf í skyn að forsetinn væri einnig barnaníðingur, þó hann virðist nú hafa eytt þeirri færslu á X. Deilurnar undu svo fljótt upp á sig og hefur Musk gefið til kynna að hann hafi í huga að stofna nýjan stjórnmálaflokk. Segir að Musk muni gjalda fyrir stuðning við Demókrata Musk varði tæplega þrjú hundruð milljónum dala í að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum í fyrra. Hann gætti beitt fjármunum sínum gegn Trump og Repúblikönum í framtíðinni en það sagði Trump að myndi hafa miklar afleiðingar fyrir auðjöfurinn. Þegar blaðamaður NBC spurði hann út í þann möguleika að Musk beitti sér fyrir hönd Demókrata í þingkosningum næsta árs sagði Trump: „Ef hann gerir það, mun hann gjalda fyrir það,“ sagði Trump. „Það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar ef hann gerir það.“ Forsetinn vildi þó ekki fara nánar út í hvaða afleiðingar það gætu verið. Aðspurður sagðist Trump ekki hafa hugsað nánar út í það að rifta einhverjum af fjölmörgum samningum bandaríska ríkisins við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX. „Ég má gera það. En ég hef, ég hef ekki hugsað nánar út í það.“ Sakaði Musk um vanvirðingu Í viðtalinu sagðist Trump gera ráð fyrir því að góðu sambandi hans og Musks væri alfarið lokið. Hann sagðist ekki hafa vilja til að tala við Musk að svo stöddu. Trump sagði Musk hafa sýnt embætti forseta Bandaríkjanna vanvirðingu. „Mér finnst það mjög slæmt, því hann sýnir mikla vanvirðingu. Þú getur ekki vanvirt forsetaembættið,“ sagði Trump. Epstein-skjölin „gamlar fréttir“ Musk hefur eitt færslu sinni þar sem hann sagði nafn Trumps í Epstein-skjölunum svokölluðu og að Trump stæði í vegi þess að þau yrðu birt. Hann eyddi einnig annarri færslu þar sem hann sagði að hann myndi biðjast afsökunar um leið og skjölin yrðu birt. Þar er um að ræða gögn úr rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna á Jeffrey Epstein, sem féll fyrir eigin hendi í fangelsi í New York árið 2019. Hann hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Miklar samsæriskenningar hafa umkringt Epstein á undanförnum árum og þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld Í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki öll gögnin. Í samtali við NBC sagði Trump að það væru „gamlar fréttir“. Það væri búið að tala um samband hans við Epstein um langt skeið og hann hafi ekkert gert af sér. „Meira að segja lögmaður Epsteins hefur sagt að ég hafi ekkert komið nálægt þessu. Þetta eru gamlar fréttir.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mál Jeffrey Epstein Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira