Trump kemur Johnson til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 22:30 Donald Trump er sagður hafa verið óákveðinn um það hvort hann vildi Johnson áfram í embætti þingforseta og ku vera reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið svokallaða á dögunum. Getty/Joe Raedle Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Trump birti í dag stuðningsyfirlýsingu við Johnson, sem er neðst í langri færslu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Sú færsla er að mestu um sigur Trumps í forsetakosningunum í nóvember og hversu góð kosningabaráttu Trump stóð fyrir. Í lok færslunnar segir Trump að Johnson sé góður, duglegur og trúaður maður sem muni standa sig í starfi. Hann njóti fulls stuðnings Trumps. Í frétt New York Times segir að þessi yfirlýsing hafi verið birt eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Það er í kjölfar þess að Elon Musk og Trump kollvörpuðu þinginu rétt fyrir jólafrí og stöðvuðu samþykkt bráðabirgðafjárlög sem Johnson hafði samið um við Demókrata, sem voru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verða með til 3. janúar. Grófu undan Johnson Mikil óreiða myndaðist á þingi litu miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins dagsins ljós. Nýtt frumvarp, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við og átti að hækka skuldaþakið svokallaða, hlaut afhroð á þinginu þegar 38 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn því. Naumlega tókst þó að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs með frumvarpið sem svipaði nokkuð til upprunalega frumvarpsins en dregið hafði verið töluvert úr umfangi þess og þar að auki náði það eingöngu til þriggja mánaða, sem felur í sér vandræði fyrir Trump snemma á forsetatíð hans á næsta ári. Óreiðan sem Trump og Musk ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson og hafa borist fregnir af því að þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi sagst ekki ætla að kjósa hann aftur í embætti þingforseta þann 3. janúar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þá hefur NYT eftir öðrum Trump-liðum að Trump hafi sagt í einrúmi að Johnson hefði beðið hann um aðstoð en hann væri ekki viss hvort hann vildi styðja þingforsetann. Heimildarmaður NYT úr innstu röðum Trump-liða sagði í samtali við blaðamann NYT að deilurnar og það hve margir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem Trump vildi, hefði sýnt forsetanum verðandi að hann gæti þurft að etja kappi við einhverja þingmenn en að Johnson væri ekki einn þeirra. Trump er þó sagður reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið, eins og Trump krafðist, því hann vilji ekki þurfa að standa í svo erfiðu máli svo snemma á kjörtímabili sínu. Þarf næstum alla sína þingmenn Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður mjög lítill. Til að ná kjöri í embætti þarf þingforseti að fá atkvæði meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti 218. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru 220 talsins og þingmenn Demókrataflokksins 215. Johnson mun því þurfa að reiða sig á stuðning svo gott sem allra sinna þingmanna, því hann á ekki von á neinu atkvæði frá Demókrötum. Takist ekki að velja þingforseta á föstudaginn næstkomandi, gæti það einnig tafið formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna formlega þann 6. janúar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Sjá meira
Trump birti í dag stuðningsyfirlýsingu við Johnson, sem er neðst í langri færslu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Sú færsla er að mestu um sigur Trumps í forsetakosningunum í nóvember og hversu góð kosningabaráttu Trump stóð fyrir. Í lok færslunnar segir Trump að Johnson sé góður, duglegur og trúaður maður sem muni standa sig í starfi. Hann njóti fulls stuðnings Trumps. Í frétt New York Times segir að þessi yfirlýsing hafi verið birt eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Það er í kjölfar þess að Elon Musk og Trump kollvörpuðu þinginu rétt fyrir jólafrí og stöðvuðu samþykkt bráðabirgðafjárlög sem Johnson hafði samið um við Demókrata, sem voru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verða með til 3. janúar. Grófu undan Johnson Mikil óreiða myndaðist á þingi litu miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins dagsins ljós. Nýtt frumvarp, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við og átti að hækka skuldaþakið svokallaða, hlaut afhroð á þinginu þegar 38 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn því. Naumlega tókst þó að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs með frumvarpið sem svipaði nokkuð til upprunalega frumvarpsins en dregið hafði verið töluvert úr umfangi þess og þar að auki náði það eingöngu til þriggja mánaða, sem felur í sér vandræði fyrir Trump snemma á forsetatíð hans á næsta ári. Óreiðan sem Trump og Musk ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson og hafa borist fregnir af því að þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi sagst ekki ætla að kjósa hann aftur í embætti þingforseta þann 3. janúar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þá hefur NYT eftir öðrum Trump-liðum að Trump hafi sagt í einrúmi að Johnson hefði beðið hann um aðstoð en hann væri ekki viss hvort hann vildi styðja þingforsetann. Heimildarmaður NYT úr innstu röðum Trump-liða sagði í samtali við blaðamann NYT að deilurnar og það hve margir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem Trump vildi, hefði sýnt forsetanum verðandi að hann gæti þurft að etja kappi við einhverja þingmenn en að Johnson væri ekki einn þeirra. Trump er þó sagður reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið, eins og Trump krafðist, því hann vilji ekki þurfa að standa í svo erfiðu máli svo snemma á kjörtímabili sínu. Þarf næstum alla sína þingmenn Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður mjög lítill. Til að ná kjöri í embætti þarf þingforseti að fá atkvæði meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti 218. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru 220 talsins og þingmenn Demókrataflokksins 215. Johnson mun því þurfa að reiða sig á stuðning svo gott sem allra sinna þingmanna, því hann á ekki von á neinu atkvæði frá Demókrötum. Takist ekki að velja þingforseta á föstudaginn næstkomandi, gæti það einnig tafið formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna formlega þann 6. janúar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Sjá meira
Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17
Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54
Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53