Trump kemur Johnson til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 22:30 Donald Trump er sagður hafa verið óákveðinn um það hvort hann vildi Johnson áfram í embætti þingforseta og ku vera reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið svokallaða á dögunum. Getty/Joe Raedle Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Trump birti í dag stuðningsyfirlýsingu við Johnson, sem er neðst í langri færslu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Sú færsla er að mestu um sigur Trumps í forsetakosningunum í nóvember og hversu góð kosningabaráttu Trump stóð fyrir. Í lok færslunnar segir Trump að Johnson sé góður, duglegur og trúaður maður sem muni standa sig í starfi. Hann njóti fulls stuðnings Trumps. Í frétt New York Times segir að þessi yfirlýsing hafi verið birt eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Það er í kjölfar þess að Elon Musk og Trump kollvörpuðu þinginu rétt fyrir jólafrí og stöðvuðu samþykkt bráðabirgðafjárlög sem Johnson hafði samið um við Demókrata, sem voru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verða með til 3. janúar. Grófu undan Johnson Mikil óreiða myndaðist á þingi litu miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins dagsins ljós. Nýtt frumvarp, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við og átti að hækka skuldaþakið svokallaða, hlaut afhroð á þinginu þegar 38 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn því. Naumlega tókst þó að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs með frumvarpið sem svipaði nokkuð til upprunalega frumvarpsins en dregið hafði verið töluvert úr umfangi þess og þar að auki náði það eingöngu til þriggja mánaða, sem felur í sér vandræði fyrir Trump snemma á forsetatíð hans á næsta ári. Óreiðan sem Trump og Musk ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson og hafa borist fregnir af því að þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi sagst ekki ætla að kjósa hann aftur í embætti þingforseta þann 3. janúar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þá hefur NYT eftir öðrum Trump-liðum að Trump hafi sagt í einrúmi að Johnson hefði beðið hann um aðstoð en hann væri ekki viss hvort hann vildi styðja þingforsetann. Heimildarmaður NYT úr innstu röðum Trump-liða sagði í samtali við blaðamann NYT að deilurnar og það hve margir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem Trump vildi, hefði sýnt forsetanum verðandi að hann gæti þurft að etja kappi við einhverja þingmenn en að Johnson væri ekki einn þeirra. Trump er þó sagður reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið, eins og Trump krafðist, því hann vilji ekki þurfa að standa í svo erfiðu máli svo snemma á kjörtímabili sínu. Þarf næstum alla sína þingmenn Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður mjög lítill. Til að ná kjöri í embætti þarf þingforseti að fá atkvæði meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti 218. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru 220 talsins og þingmenn Demókrataflokksins 215. Johnson mun því þurfa að reiða sig á stuðning svo gott sem allra sinna þingmanna, því hann á ekki von á neinu atkvæði frá Demókrötum. Takist ekki að velja þingforseta á föstudaginn næstkomandi, gæti það einnig tafið formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna formlega þann 6. janúar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Trump birti í dag stuðningsyfirlýsingu við Johnson, sem er neðst í langri færslu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Sú færsla er að mestu um sigur Trumps í forsetakosningunum í nóvember og hversu góð kosningabaráttu Trump stóð fyrir. Í lok færslunnar segir Trump að Johnson sé góður, duglegur og trúaður maður sem muni standa sig í starfi. Hann njóti fulls stuðnings Trumps. Í frétt New York Times segir að þessi yfirlýsing hafi verið birt eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Það er í kjölfar þess að Elon Musk og Trump kollvörpuðu þinginu rétt fyrir jólafrí og stöðvuðu samþykkt bráðabirgðafjárlög sem Johnson hafði samið um við Demókrata, sem voru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verða með til 3. janúar. Grófu undan Johnson Mikil óreiða myndaðist á þingi litu miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins dagsins ljós. Nýtt frumvarp, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við og átti að hækka skuldaþakið svokallaða, hlaut afhroð á þinginu þegar 38 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn því. Naumlega tókst þó að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs með frumvarpið sem svipaði nokkuð til upprunalega frumvarpsins en dregið hafði verið töluvert úr umfangi þess og þar að auki náði það eingöngu til þriggja mánaða, sem felur í sér vandræði fyrir Trump snemma á forsetatíð hans á næsta ári. Óreiðan sem Trump og Musk ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson og hafa borist fregnir af því að þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi sagst ekki ætla að kjósa hann aftur í embætti þingforseta þann 3. janúar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þá hefur NYT eftir öðrum Trump-liðum að Trump hafi sagt í einrúmi að Johnson hefði beðið hann um aðstoð en hann væri ekki viss hvort hann vildi styðja þingforsetann. Heimildarmaður NYT úr innstu röðum Trump-liða sagði í samtali við blaðamann NYT að deilurnar og það hve margir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem Trump vildi, hefði sýnt forsetanum verðandi að hann gæti þurft að etja kappi við einhverja þingmenn en að Johnson væri ekki einn þeirra. Trump er þó sagður reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið, eins og Trump krafðist, því hann vilji ekki þurfa að standa í svo erfiðu máli svo snemma á kjörtímabili sínu. Þarf næstum alla sína þingmenn Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður mjög lítill. Til að ná kjöri í embætti þarf þingforseti að fá atkvæði meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti 218. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru 220 talsins og þingmenn Demókrataflokksins 215. Johnson mun því þurfa að reiða sig á stuðning svo gott sem allra sinna þingmanna, því hann á ekki von á neinu atkvæði frá Demókrötum. Takist ekki að velja þingforseta á föstudaginn næstkomandi, gæti það einnig tafið formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna formlega þann 6. janúar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17
Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54
Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53