Trump kemur Johnson til bjargar Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2024 22:30 Donald Trump er sagður hafa verið óákveðinn um það hvort hann vildi Johnson áfram í embætti þingforseta og ku vera reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið svokallaða á dögunum. Getty/Joe Raedle Donald Trump, fyrrverandi og verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Mike Johnson, þingforseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem vill sitja áfram í embætti á nýju kjörtímabili. Trump hafði sjálfur grafið verulega undan Johnson í embætti í lok ársins. Trump birti í dag stuðningsyfirlýsingu við Johnson, sem er neðst í langri færslu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Sú færsla er að mestu um sigur Trumps í forsetakosningunum í nóvember og hversu góð kosningabaráttu Trump stóð fyrir. Í lok færslunnar segir Trump að Johnson sé góður, duglegur og trúaður maður sem muni standa sig í starfi. Hann njóti fulls stuðnings Trumps. Í frétt New York Times segir að þessi yfirlýsing hafi verið birt eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Það er í kjölfar þess að Elon Musk og Trump kollvörpuðu þinginu rétt fyrir jólafrí og stöðvuðu samþykkt bráðabirgðafjárlög sem Johnson hafði samið um við Demókrata, sem voru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verða með til 3. janúar. Grófu undan Johnson Mikil óreiða myndaðist á þingi litu miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins dagsins ljós. Nýtt frumvarp, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við og átti að hækka skuldaþakið svokallaða, hlaut afhroð á þinginu þegar 38 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn því. Naumlega tókst þó að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs með frumvarpið sem svipaði nokkuð til upprunalega frumvarpsins en dregið hafði verið töluvert úr umfangi þess og þar að auki náði það eingöngu til þriggja mánaða, sem felur í sér vandræði fyrir Trump snemma á forsetatíð hans á næsta ári. Óreiðan sem Trump og Musk ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson og hafa borist fregnir af því að þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi sagst ekki ætla að kjósa hann aftur í embætti þingforseta þann 3. janúar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þá hefur NYT eftir öðrum Trump-liðum að Trump hafi sagt í einrúmi að Johnson hefði beðið hann um aðstoð en hann væri ekki viss hvort hann vildi styðja þingforsetann. Heimildarmaður NYT úr innstu röðum Trump-liða sagði í samtali við blaðamann NYT að deilurnar og það hve margir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem Trump vildi, hefði sýnt forsetanum verðandi að hann gæti þurft að etja kappi við einhverja þingmenn en að Johnson væri ekki einn þeirra. Trump er þó sagður reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið, eins og Trump krafðist, því hann vilji ekki þurfa að standa í svo erfiðu máli svo snemma á kjörtímabili sínu. Þarf næstum alla sína þingmenn Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður mjög lítill. Til að ná kjöri í embætti þarf þingforseti að fá atkvæði meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti 218. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru 220 talsins og þingmenn Demókrataflokksins 215. Johnson mun því þurfa að reiða sig á stuðning svo gott sem allra sinna þingmanna, því hann á ekki von á neinu atkvæði frá Demókrötum. Takist ekki að velja þingforseta á föstudaginn næstkomandi, gæti það einnig tafið formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna formlega þann 6. janúar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Sjá meira
Trump birti í dag stuðningsyfirlýsingu við Johnson, sem er neðst í langri færslu á Truth Social, samfélagsmiðli Trumps. Sú færsla er að mestu um sigur Trumps í forsetakosningunum í nóvember og hversu góð kosningabaráttu Trump stóð fyrir. Í lok færslunnar segir Trump að Johnson sé góður, duglegur og trúaður maður sem muni standa sig í starfi. Hann njóti fulls stuðnings Trumps. Í frétt New York Times segir að þessi yfirlýsing hafi verið birt eftir margra daga viðræður milli Trumps og ráðgjafa hans um hvort forsetinn verðandi ætti að koma Johnson til bjargar eða finna nýjan þingforseta. Það er í kjölfar þess að Elon Musk og Trump kollvörpuðu þinginu rétt fyrir jólafrí og stöðvuðu samþykkt bráðabirgðafjárlög sem Johnson hafði samið um við Demókrata, sem voru enn með meirihluta í öldungadeildinni og verða með til 3. janúar. Grófu undan Johnson Mikil óreiða myndaðist á þingi litu miklar deilur innan þingflokks Repúblikanaflokksins dagsins ljós. Nýtt frumvarp, sem Trump hafði lýst yfir stuðningi við og átti að hækka skuldaþakið svokallaða, hlaut afhroð á þinginu þegar 38 þingmenn Repúblikanaflokksins greiddu atkvæði gegn því. Naumlega tókst þó að koma í veg fyrir stöðvun rekstur alríkisins vestanhafs með frumvarpið sem svipaði nokkuð til upprunalega frumvarpsins en dregið hafði verið töluvert úr umfangi þess og þar að auki náði það eingöngu til þriggja mánaða, sem felur í sér vandræði fyrir Trump snemma á forsetatíð hans á næsta ári. Óreiðan sem Trump og Musk ollu og deilurnar sem henni fylgdu grófu verulega undan Johnson og hafa borist fregnir af því að þó nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins hafi sagst ekki ætla að kjósa hann aftur í embætti þingforseta þann 3. janúar, eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Þá hefur NYT eftir öðrum Trump-liðum að Trump hafi sagt í einrúmi að Johnson hefði beðið hann um aðstoð en hann væri ekki viss hvort hann vildi styðja þingforsetann. Heimildarmaður NYT úr innstu röðum Trump-liða sagði í samtali við blaðamann NYT að deilurnar og það hve margir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn frumvarpinu sem Trump vildi, hefði sýnt forsetanum verðandi að hann gæti þurft að etja kappi við einhverja þingmenn en að Johnson væri ekki einn þeirra. Trump er þó sagður reiður yfir því að Johnson hafi ekki tekist að hækka skuldaþakið, eins og Trump krafðist, því hann vilji ekki þurfa að standa í svo erfiðu máli svo snemma á kjörtímabili sínu. Þarf næstum alla sína þingmenn Meirihluti Repúblikana í fulltrúadeildinni verður mjög lítill. Til að ná kjöri í embætti þarf þingforseti að fá atkvæði meirihluta þingmanna, eða að minnsta kosti 218. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru 220 talsins og þingmenn Demókrataflokksins 215. Johnson mun því þurfa að reiða sig á stuðning svo gott sem allra sinna þingmanna, því hann á ekki von á neinu atkvæði frá Demókrötum. Takist ekki að velja þingforseta á föstudaginn næstkomandi, gæti það einnig tafið formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna formlega þann 6. janúar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Elon Musk Tengdar fréttir Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17 Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54 Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Sjá meira
Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti hefur á undanförnum vikum sýnt því áhuga að komast yfir landsvæði á borð við Panama, Grænland og Kanada. Hvort sem um grín eða alvöru er að ræða er ljóst að utanríkisstefnan er í andstöðu við þá sem snerist um að einangra sig frá fjarlægum deilum og samkeppnisríkjum. 25. desember 2024 22:17
Musk og Trump valda uppnámi í Washington Donald Trump, sem tekur við embætti forseta Bandaríkjanna eftir rúman mánuð, gekk að öllum líkindum frá nýju fjárlagafrumvarpi til skamms tíma sem byggði á samkomulagi milli Repúblikana og Demókrata á Bandaríkjaþingi. Í leiðinni gróf hann verulega undan Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, og það gerði hann að undirlagi auðjöfursins Elons Musk. 19. desember 2024 14:54
Sakfelling Trumps stendur Sakfelling Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, í þöggunarmálinu svokallaða í New York verður ekki felld niður. Lögmenn Trumps höfðu farið fram á það á grunni úrskurðar Hæstaréttar Bandaríkjanna um að forseti Bandaríkjanna nyti friðhelgi vegna opinberra starfa. 17. desember 2024 09:53