Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 22:16 Washington Post er í eigu Jeff Bezos. Skopmynd sem sýndi hann bugta sig og beygja fyrir Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, átti ekki upp á pallborðið hjá ritstjórninni. Andrew Harnik/Getty Verðlaunaskopmyndateiknari hefur sagt stöðu sinni hjá bandaríska fjölmiðlinum Washington Post lausri, eftir að mynd sem sýndi eiganda blaðsins krjúpa fyrir verðandi forseta Bandaríkjanna, ásamt fleiri auðjöfrum, var hafnað af ritstjórn blaðsins. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að Ann Telnaes, sem hlotið hefur Pulitzer-verðlaun fyrir verk sín, sé hætt á Washinton Post eftir langan tíma í starfi. Hún hafði teiknað mynd sem sýndi Jeff Bezos, eiganda blaðsins og einn auðugasta mann veraldar, krjúpa fyrir Donald Trump, nýkjörnum Bandaríkjaforseta. Á myndinni mátti einnig sjá Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, og Sam Altman, forstjóra gervigreindarfyrirtækisins OpenAI, krjúpa fyrir forsetanum verðandi. Með þeim er Disney-fígúran Mikki Mús, en ABCNews, sem er í eigu Disney, samþykkti í síðasta mánuði að greiða Trump 15 milljónir dollara í sáttagreiðslu vegna meiðyrðamáls sem hann höfðaði á hendur fréttastofunni. Hér má sjá uppkast af myndinni sem um ræðir.Ann Telnaes Gagnrýndi undirlægjuhátt auðmanna „Teikningin sem var hafnað gagnrýnir að milljarðamæringar úr tækni- og fjölmiðlageiranum hafi gert sitt besta til að komast í mjúkinn hjá Trump, verðandi forseta,“ segir í tilkynningu Telnaes í kjölfar uppsagnarinnar. „Aldrei á ferli mínum hefur birtingu myndar eftir mig verið hafnað vegna þess hverjum ég kýs að beina penna mínum að. Þar til núna.“ Sú staðreynd að birtingu myndarinnar hefði verið hafnað væri stór breyting og „hættuleg frjálsri fjölmiðlun“. Ekkert annarlegt að baki ákvörðuninni David Shipley, einn af ritstjórum á Washington Post, segir hins vegar að myndinni hafi verið hafnað til að forðast endurtekningar, ekki vegna þess að eigandi miðilsins var þar hafður að háði og spotti. „Ég virði Ann Telnaes og allt sem hún hefur gert fyrir Washington Post. Ég verð hins vegar að vera ósammála túlkun hennar á þessu. Ekki allar ritstjórnarlegar ákvarðanir eru teknar með annarlegar hvatir í huga.“ Hann segist hafa tekið ákvörðunina með það að leiðarljósi að nýega hefði birst skoðanadálkur sem fjallaði um sama efni, auk þess sem annar slíkur væri í burðarliðnum. Sá síðarnefndi væri skrifaður í háði, á sama hátt og umrædd mynd hefði verið teiknuð. Bezos hrifinn af Trump Jeff Bezos, eigandi Washington Post, er einn auðugasti maður veraldar. Hann tilkynnti í síðasta mánuði að Amazon, félag í eigu hans, myndi veita einni milljón dollara í sjóð utan um embættistöku Trumps, sem fer fram 20. janúar næstkomandi. Þá lýsti hann kjöri Trumps í embætti forseta sem stórkostlegri pólitískri endurkomu og snæddi með honum á heimili hans í Flórída. Þá kom Bezos í veg fyrir að Washington Post lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris, mótframbjóðanda Trumps í nóvember. Bezos hefur síðan varið ákvörðunina, en blaðið missti um 250 þúsund áskrifendur í kjölfar hennar.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Amazon Meta Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira