Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar 28. nóvember 2024 19:50 Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu sem Samtökin 78, Kvenréttindafélag Íslands, Barnaheill, Trans Ísland, Stígamót, Geðhjálp og UNICEF sendu frá sér þremur dögum fyrir kosningar er vók hugtakið, m.ö.o. pólitískur rétttrúnaður, skilgreint þannig að það sé meðvitund um mannréttinda- og jafnréttismál. Lýst er vonbrigðum með flokka sem kvartað hafi hástöfum yfir vókinu. Fullyrt er að í þeim kvörtunum hafi á sama tíma falist kvörtun yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, kvörtun yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna og kvörtun yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þá hafi í fyrsta sinn í sögunni hafi pólitískt framboð talað fyrir því að taka til baka áunnin réttindi hinsegin fólks með því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir trans börn og ungmenni. Hvatt er til ábyrgrar umræðu, Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Í yfirlýsingunni er enginn flokkur nefndur á nafn og því liggja fleiri en einn flokkur undir grun. Það er því eðlilegt að Lýðræðisflokkurinn bregðist við þessari yfirlýsingu. Sá flokkur hefur svo sannarlega kvartað hástöfum undan pólitískum rétttrúnaði (m.ö.o. vókinu) á Íslandi undanfarið. Lýðræðisflokkurinn hefur hins vegar ekki kvartað yfir sjálfsákvörðunarrétti trans fólks, yfir fullri og jafnri atvinnuþátttöku kvenna eða yfir fullum yfirráðum kvenna yfir eigin líkama. Þaðan af síður hefur Lýðræðisflokkurinn talað fyrir því að banna heilbrigðisþjónustu fyrir börn og ungmenni. Lýðræðisflokkurinn hefur sett fram sína eigin skilgreiningu á vók eða pólitískum rétttrúnaði sem er mun nákvæmari en skilgreiningin í framangreindri yfirlýsingu. Vók er sú tilhneiging að gera eigin réttlætiskennd að æðsta mælikvarða á samfélagsleg viðfangsefni. Þekkja má vók einstaklinga af því að þeir hafa fullkomið óþol fyrir skoðunum sem samræmast ekki þeirra eigin skoðunum og vilja banna þær með valdboði. Það er ómögulegt að rökræða við vókista því þeir beita eingöngu tilfinningarökum. Sá sem gerir athugasemd við kostnað við hælisleitendakerfið er samkvæmt þessu ekkert minna en fasisti. Sá sem gerir athugasemd við að karlmenn gefi ungabörnum brjóstamjólk, eða að frjáls félagasamtök kynni umdeilda hugmyndafræði, þ.m.t. BDSM, sína í leik- og grunnskólum, er ekkert minna en transhatari. Nú hefur það gerst að Samtökin 78 hafa kært oddvita Lýðræðisflokksins í Norðvesturkjördæmi til lögreglu vegna meintrar hatursorðræðu. Hann er boðaður í skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum kl. 13 einum degi fyrir kosningar. Oddvitinn mun að mati samtakanna hafa gerst sekur um hatursorðræðu vegna gagnrýni hans á að karlmenn gæfu börnum brjóstamjólk með aðstoð hormóna. Holur hljómur er í yfirlýsingunni sem Samtökin 78 skrifuðu undir að Ísland sé opið og réttlátt samfélag þar sem allt fólk eigi að geta notið virðingar og kjósa þurfi eftir þeim gildum sem við höfum í hávegum. Vandséð er að hinn þögli meirihluti venjulegra Íslendinga hafi það gildi í hávegum að frambjóðandi til Alþingis sé kærður fyrir hegningarlagabrot fyrir það eitt að tjá efasemdir um að karlmenn gefi ungabörnum á brjóst með aðstoð hormóna. Samtökin 78 hafa sýnt með framferði sínu að gagnrýni Lýðræðisflokksins á pólitískan rétttrúnað á fullan rétt á sér. Þau gildi sem samtökin hafa sýnt í verki að hafa í hávegum eru skortur á umburðarlyndi, óþol fyrir rökræðum, þöggun, og beiting opinbers valds gegn stjórnarskrárvörðu skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi frambjóðanda til Alþingis. Er ekki komið nóg af tilfinningarökum á Íslandi þegar alvarlegar afleiðingarnar eru nú öllum ljósar? Vilja Íslendingar að starfrækt sé sannleiksráðuneyti Samtakanna 78 sem veltir yfir 200 milljónum á ári þar sem meirihlutinn kemur af almannafé? Höfundur er í fyrsta sæti Lýðræðisflokksins í Reykjavík suður.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar