Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2025 11:30 Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar