Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 20:50 Svona hljómar enda setningin í laginu lands fræga eftir Magnús Þór Sigmundsson við texta Margrétar Jónsdóttur, sem flestöll mannsbörn á Íslandi þekkja. Mörg okkar hafa tekið ástfóstri við þetta fallega, ljúfa en í senn harm þrungna lag og á tímum sem þessum get ég sagt að þetta lag kemur oft upp í huga. Það ómar af og til í mínu hjarta og í senn vekur upp ljúfar en jafnframt stundum sárar tilfinningar upp á yfirborðið. Afhverju sárar tilfinningar? Einfaldlega vegna þeirra margvíslegu áskoranna sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Náttúruhamfarir, eins og eldgos í Grindavík, hafa haft djúpstæð áhrif á samfélagið; um 100 manns eru enn á götunni eftir fyrsta gosið, heilu ári síðar. Á sama tíma og Grindvíkingar lentu í þessum hörmungum fóru margir milljarðar í bein vopnakaup til erlendrar þjóðar frá Íslandi. Um 400 manns eru heimilislausir á götum landsins og það er kominn vetur. Í þeim örfáu úrræðum sem þessu fólki býðst er þeim kastað út klukkan 10 á morgnanna, út í nístingskuldann þar til um kvöld, jafnvel þótt þeir séu fárveikir. Tilhugsunin um það er þyngra en tárum taki. Þjóðin glímir við okurvexti, verðbólgu, aukna vanlíðan hjá börnum, ungmennum, öldruðum, öryrkjum og þorri fjölskyldna og landsmanna flestra ná ekki endum saman. Brostin ríkisstjórn og slæmt stjórnarfar undanfarin ár, ýmis áform og umræður um lagasetningar til framsals valds sem kunna að setja auðlindir okkar íslendinga, fullveldi, frelsi og líf í hættu hafa einnig ollið óöryggistilfinningu. Frelsi okkar og barátta til þess að verða fullvalda, sjálfstæð þjóð sem við urðum loks alveg árið 1944, gæti á einu augabragði fallið í valinn. Barátta sem gerðist ekki á einum degi eins og við flest öll vitum heldur í mörgum skrefum, fyrst árið 1845, þegar fyrsta skref okkar til sjálfstjórnar var stigið undir forystu Jóns Sigurðssonar. Blessuð sé ávallt minning hans. Allt of lengi hafa auðlindir landsins verið á hendi fárra og það vekur upp ógnvekjandi spurningar um framtíðina fyrir komandi kynslóðir. Fasteignamarkaðurinn hefur orðið fyrir mikilli breytingu, þar sem leigufélög hafa keypt upp fasteignir í stórum stíl og verðið hækkað í himinhæðir, sem gerir almenningi erfitt fyrir að eignast húsnæði. Matvara er sífellt hækkandi og við virðumst ekki sjá fyrir endann á þessum endalausu hækkunum sem halda áfram, þó verðbólga sé á niðurleið eða okkur iðulega sagt það af fráfarandi ríkisstjórn. Leiguverð er ekki manni bjóðandi lengur og hjá mörgum fara öll launin í leigukosnað. Er íslenskan okkar mögulega í útrýmingahættu? Á hverju horni sér maður hvern veitingastaðinn á fætur öðrum með enskum nöfnum. Við erum heppin ef við getum pantað þjónustu á íslensku. Að erlendum innflytendum ólöstuðum, því það er ekki þeim að kenna, þá er þetta virkilega vond þróun sem þarf að snúa við. Það er í hlutverki stjórnvalda að sjá til þess að þeir sem hingað flytja fái viðunandi íslenskukennslu og allt sem til þarf til þess að það sé í stakk búið að búa hér á Íslandi og verða íslenskir ríkisborgarar. Þessu hefur því miður farið hallandi fæti á liðnum árum eins og við flest vitum. Fleiri spurningar flæða í huga og hjarta: Hvernig verður framtíðin fyrir börn og barnabörn þessa lands? Munu þau verða leiguliðar eða þrælar í eigin landi? Eiga þau eftir að geta keypt sér sínar eigin íbúðir, stofna fyrirtæki og lifa hér án vandkvæða eins og forðum? Munu þau búa við öryggi og frið eins og við höfum alltaf gert? Mun dásamlega íslenskan okkar deyja út? Mun arfleifð okkar, menning, saga og listir falla í gleymskunnar haf vegna þess andvaraleysis gagnvart sjálfstæði og frelsi okkar íslendinga sem við börðumst fyrir í mörg hundruð ár? Ísland, okkar ástsæla, fagra og dásamlega fósturland hefur ávallt verið okkur flestum dýrmætt. Það er mikilvægt að við stöndum saman, nú sem aldrei fyrr til að tryggja að komandi kynslóðir geti lifað í sjálfstæðu, friðsælu og frjálsu samfélagi, þar sem allir njóti réttinda sinna og fái tækifæri að blómstra á alla vegu í eigin landi. Það er mín einlæga ósk að við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa vörð um land okkar og þjóð , frelsi, frið, fullveldi , sjálfstæði okkar , tungumál, menningu og listir og gleyma ekki þessari dýrmætu arfleifð sem okkar forfeður hafa lagt okkur í skaut. Ísland er land þitt Ísland er land þitt, og ávallt þú geymirÍsland í huga þér, hvar sem þú ferð.Ísland er landið sem ungan þig dreymir,Ísland í vonanna birtu þú sérð,Ísland í sumarsins algræna skrúði,Ísland með blikandi norðljósa traf.Ísland að feðranna afrekum hlúði,Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymirÍslensk er tunga þín skír eins og gull.Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.Íslensk er vonin, af bjartsýni full.Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,Íslensk er lundin með karlmennskuþor.Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.Íslensk er trúin á frelsisins vor.Ísland er land þitt, því aldrei skal gleymaÍslandi helgar þú krafta og starfÍslenska þjóð, þér er ætlað að geymaíslenska tungu, hinn dýrasta arf.Ísland sé blessað um aldanna raðir,íslenska moldin, er lífið þér gaf.Ísland sé falið þér, eilífi faðir.Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf. Það er kominn tími til breytinga! Vinnum saman að betra lífi fyrir okkur öll. Til þess þarf að kjósa breytingar. Ég hvet þig lesandi góður að kjósa með hjartanu og fylgja ekki skoðanakönnunum. Þær munu seint gefa raunverulega mynd á því sem liggur landsmönnum á hjarta, svo mikið er víst og ég vona að þær verði lagðar af í náinni framtíð. Höfundur skipar 3. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Svona hljómar enda setningin í laginu lands fræga eftir Magnús Þór Sigmundsson við texta Margrétar Jónsdóttur, sem flestöll mannsbörn á Íslandi þekkja. Mörg okkar hafa tekið ástfóstri við þetta fallega, ljúfa en í senn harm þrungna lag og á tímum sem þessum get ég sagt að þetta lag kemur oft upp í huga. Það ómar af og til í mínu hjarta og í senn vekur upp ljúfar en jafnframt stundum sárar tilfinningar upp á yfirborðið. Afhverju sárar tilfinningar? Einfaldlega vegna þeirra margvíslegu áskoranna sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Náttúruhamfarir, eins og eldgos í Grindavík, hafa haft djúpstæð áhrif á samfélagið; um 100 manns eru enn á götunni eftir fyrsta gosið, heilu ári síðar. Á sama tíma og Grindvíkingar lentu í þessum hörmungum fóru margir milljarðar í bein vopnakaup til erlendrar þjóðar frá Íslandi. Um 400 manns eru heimilislausir á götum landsins og það er kominn vetur. Í þeim örfáu úrræðum sem þessu fólki býðst er þeim kastað út klukkan 10 á morgnanna, út í nístingskuldann þar til um kvöld, jafnvel þótt þeir séu fárveikir. Tilhugsunin um það er þyngra en tárum taki. Þjóðin glímir við okurvexti, verðbólgu, aukna vanlíðan hjá börnum, ungmennum, öldruðum, öryrkjum og þorri fjölskyldna og landsmanna flestra ná ekki endum saman. Brostin ríkisstjórn og slæmt stjórnarfar undanfarin ár, ýmis áform og umræður um lagasetningar til framsals valds sem kunna að setja auðlindir okkar íslendinga, fullveldi, frelsi og líf í hættu hafa einnig ollið óöryggistilfinningu. Frelsi okkar og barátta til þess að verða fullvalda, sjálfstæð þjóð sem við urðum loks alveg árið 1944, gæti á einu augabragði fallið í valinn. Barátta sem gerðist ekki á einum degi eins og við flest öll vitum heldur í mörgum skrefum, fyrst árið 1845, þegar fyrsta skref okkar til sjálfstjórnar var stigið undir forystu Jóns Sigurðssonar. Blessuð sé ávallt minning hans. Allt of lengi hafa auðlindir landsins verið á hendi fárra og það vekur upp ógnvekjandi spurningar um framtíðina fyrir komandi kynslóðir. Fasteignamarkaðurinn hefur orðið fyrir mikilli breytingu, þar sem leigufélög hafa keypt upp fasteignir í stórum stíl og verðið hækkað í himinhæðir, sem gerir almenningi erfitt fyrir að eignast húsnæði. Matvara er sífellt hækkandi og við virðumst ekki sjá fyrir endann á þessum endalausu hækkunum sem halda áfram, þó verðbólga sé á niðurleið eða okkur iðulega sagt það af fráfarandi ríkisstjórn. Leiguverð er ekki manni bjóðandi lengur og hjá mörgum fara öll launin í leigukosnað. Er íslenskan okkar mögulega í útrýmingahættu? Á hverju horni sér maður hvern veitingastaðinn á fætur öðrum með enskum nöfnum. Við erum heppin ef við getum pantað þjónustu á íslensku. Að erlendum innflytendum ólöstuðum, því það er ekki þeim að kenna, þá er þetta virkilega vond þróun sem þarf að snúa við. Það er í hlutverki stjórnvalda að sjá til þess að þeir sem hingað flytja fái viðunandi íslenskukennslu og allt sem til þarf til þess að það sé í stakk búið að búa hér á Íslandi og verða íslenskir ríkisborgarar. Þessu hefur því miður farið hallandi fæti á liðnum árum eins og við flest vitum. Fleiri spurningar flæða í huga og hjarta: Hvernig verður framtíðin fyrir börn og barnabörn þessa lands? Munu þau verða leiguliðar eða þrælar í eigin landi? Eiga þau eftir að geta keypt sér sínar eigin íbúðir, stofna fyrirtæki og lifa hér án vandkvæða eins og forðum? Munu þau búa við öryggi og frið eins og við höfum alltaf gert? Mun dásamlega íslenskan okkar deyja út? Mun arfleifð okkar, menning, saga og listir falla í gleymskunnar haf vegna þess andvaraleysis gagnvart sjálfstæði og frelsi okkar íslendinga sem við börðumst fyrir í mörg hundruð ár? Ísland, okkar ástsæla, fagra og dásamlega fósturland hefur ávallt verið okkur flestum dýrmætt. Það er mikilvægt að við stöndum saman, nú sem aldrei fyrr til að tryggja að komandi kynslóðir geti lifað í sjálfstæðu, friðsælu og frjálsu samfélagi, þar sem allir njóti réttinda sinna og fái tækifæri að blómstra á alla vegu í eigin landi. Það er mín einlæga ósk að við höldum áfram að gera allt sem í okkar valdi stendur til að standa vörð um land okkar og þjóð , frelsi, frið, fullveldi , sjálfstæði okkar , tungumál, menningu og listir og gleyma ekki þessari dýrmætu arfleifð sem okkar forfeður hafa lagt okkur í skaut. Ísland er land þitt Ísland er land þitt, og ávallt þú geymirÍsland í huga þér, hvar sem þú ferð.Ísland er landið sem ungan þig dreymir,Ísland í vonanna birtu þú sérð,Ísland í sumarsins algræna skrúði,Ísland með blikandi norðljósa traf.Ísland að feðranna afrekum hlúði,Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymirÍslensk er tunga þín skír eins og gull.Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.Íslensk er vonin, af bjartsýni full.Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,Íslensk er lundin með karlmennskuþor.Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.Íslensk er trúin á frelsisins vor.Ísland er land þitt, því aldrei skal gleymaÍslandi helgar þú krafta og starfÍslenska þjóð, þér er ætlað að geymaíslenska tungu, hinn dýrasta arf.Ísland sé blessað um aldanna raðir,íslenska moldin, er lífið þér gaf.Ísland sé falið þér, eilífi faðir.Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf. Það er kominn tími til breytinga! Vinnum saman að betra lífi fyrir okkur öll. Til þess þarf að kjósa breytingar. Ég hvet þig lesandi góður að kjósa með hjartanu og fylgja ekki skoðanakönnunum. Þær munu seint gefa raunverulega mynd á því sem liggur landsmönnum á hjarta, svo mikið er víst og ég vona að þær verði lagðar af í náinni framtíð. Höfundur skipar 3. sæti fyrir Lýðræðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar