Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar 29. nóvember 2024 12:52 Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Jól Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Aðventan er á næsta leyti og þá Á að njóta. Njóta þess að vera með fjölskyldu og vinum, borða góðan mat, hlusta á jólatónlist, kaupa frábærar jólagjafir, skreyta, kíkja á jólatónleika, baka, græja jólaleynivinagjafir í vinnunni, fara á happy, kaupa jólamatinn, kíkja á jólastemninguna í bænum, þrífa, mæta á jólahlaðborð, horfa á góða jólamynd, mæta í jólapeysu í vinnuna, mæta í jólabröns... Já og svo eru það börnin... ...fara á jólasýningu leikskólans, mæta á jólafimleikasýninguna, muna rauða daginn hjá krökkunum, aðstoða við jólaprófalestur, muna jólapeysudaginn, græja gjöf fyrir jólaleynivinaleik, mæta á helgileik, fara á skauta, skutla á jólaball, sækja á jólaball, mæta á jólaföndur skólans, mæta í jólabingó skólans, gera piparkökuhús, græja sparifatadag, skutla á aukaæfingar út af jólasýningum, minna jólasveinana á 13 glaðninga í skóinn, græja 24 frábærar hugmyndir fyrir álfinn, útbúa dagatal með 24 samveruhugmyndum... Ef þú nærð í alvöru að njóta og gera mun meira en í venjulegum mánuði, hefur efni á því og vilt forgangsraða því þá auðvitað gerir þú það. Bara halda áfram að njóta. Ef þú nærð ekki að njóta - staldraðu við. Reyndu að velja það sem skiptir þig og þína fjölskyldu máli. Hvernig vilt þú hafa aðventuna þína? Eru gamlar hefðir í alvöru ómissandi? Hverju má sleppa? Má færa eitthvað fram janúar? Er hægt að taka samtöl við foreldrafélög skóla, skóla og tómstundir barnanna um hvernig er hægt að einfalda? Gæti rauði dagurinn í skólanum t.d. verið þannig að við notum bara rauðan lit, borðum rauðan mat, syngjum lög með rauðum í, finnum rauða litinn í umhverfinu í stað þess að klæðast rauðri flík? Og að lokum: passaðu þig á glansmyndum samfélagsmiðlanna. Þó þar birtist ótal fallegar myndir af heimatilbúnum aðventukrönsum og piparkökuhúsum og allir í kósí þá eru í alvöru ekki öll önnur en þú með „allt á hreinu“ þau setja bara ekki inn myndir af því. Gleðilega aðventu! Höfundur er sálfræðingur á Sálstofunni.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun