Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. nóvember 2024 06:30 Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar