Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar 30. nóvember 2024 06:30 Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi norður Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það skemmtilegasta og jafnframt það lærdómsríkasta við starfið í stjórnmálum er að kynnast fólki. Alls konar fólki með alls konar viðfangsefni í lífinu, alls konar þekkingu og reynslu. Þetta á alltaf við en sérstaklega þó í kosningabaráttu. Þessi kosningabarátta er þar sannarlega engin undantekning. Stefnuleysi og verkstol síðustu ríkisstjórnar hefur gert að verkum að fólki er mikið í mun að á það sé hlustað. Því ákalli höfum við í Viðreisn svarað. Við höfum líka notið góðs af stórum og öflugum hópi fólks sem hefur gengið til liðs við flokkinn á síðustu vikum og mánuðum. Úr þeim öfluga hópi langar mig að nefna hér sérstaklega Grím Grímsson, manninn sem skipar baráttusætið hjá Viðreisn í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Grímur hefur verið yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu um árabil ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann var tengiliður Íslands hjá Europol í Hollandi. Eðli málsins vegna er Grímur hafsjór þekkingar um öryggismál almennt, þar með talið löggæslumálin sem hann segir hreint út að vanti fjármagn. Hann hefur sérstakan áhuga á því að samfélagið taki betur utan um börn í vanda og hefur reynst öflugur málsvari stefnu Viðreisnar í geðheilbrigðismálum barna. Viðvörunarorð Gríms varðandi vöxt skipulagðrar glæpastarfsemi á Íslandi eru flestum kunn og þar hefur hann líka lagt áherslu á að stjórnmálin taki þetta strax föstum tökum. Þetta er bara brotabrot af þeim styrkleikum Gríms sem munu gera hann að öflugum þingmanni fyrir þjóðina. Til þess að svo verði, þarf hann stuðning kjósenda. Það er stuðningur sem mun borga sig fyrir land og þjóð. Grím á þing! Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun