Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson og Friðmey Jónsdóttir skrifa 29. nóvember 2024 13:40 Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Börn og uppeldi Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Við sem höfum starfað í félagsmiðstöðvum vitum hvað þær geta umbreytt lífi ungs fólks og einnig þeirra sem fá tækifæri til að starfa með unga fólkinu í því uppbyggilega umhverfi sem félagsmiðstöðvar eru. Einstaklingar sem koma inn í félagsmiðstöðvastarfið með lágt sjálfsmat því þeir finna sig ekki í skólakerfinu eða heima fyrir, ná tengingu við jákvæðar fyrirmyndir, taka þátt í uppbyggilegum verkefnum, ná markmiðum sínum og finna aftur tilgang til að standa sig vel. Félagsmiðstöðvar eru í grunninn öruggur staður fyrir unglinga til að verja frítíma sínum með jafningjum og jákvæðum fyrirmyndum. Í félagsmiðstöðvum fer fram alls kyns afþreying en einnig óformleg menntun. Í félagsmiðstöðvum gefst unglingum tækifæri á að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og taka þátt í skipulagningu á fjölbreyttum verkefnum og hópum sem þjálfa samskipti, samvinnu, samkennd og skapandi hugsun. Í mörgum félagsmiðstöðvum er boðið upp á aðstöðu til sköpunar í ýmiss konar formi, hvort sem það er hljómsveitaraðstaða, upptökuver, myndavélar eða myndlist. Félagsmiðstöðvar eru einnig vettvangur fyrir ungt fólk til að vera virkir þátttakendur í samfélaginu og hafa áhrif á það. Unglingalýðræði og virk þátttaka er einn af hornsteinum starfseminnar en öflugt félagsmiðstöðvastarf er mótað af unglingunum sjálfum og gefur þeim tækifæri til að hafa áhrif, segja sína skoðun og beita sér í málefnum samfélagsins. Í félagsmiðstöðvum fer fram öflugt forvarnarstarf þar sem unglingar geta skemmt sér án áfengis og vímuefna á sama tíma og þau byggja upp sterka og jákvæða sjálfsmynd. Ungt fólk í dag glímir við aukinn kvíða og depurð og er oft félagslega einangrað. Samskipti í nútímasamfélagi hafa dregist saman og færst yfir á skjái og því hefur aldrei verið jafn mikilvægt að tryggja ungu fólki aðstöðu til að koma saman augliti til auglitis, eignast vini og þjálfa sig í samskiptum. Félagsmiðstöðvar halda einnig úti vettvangsstarfi þar sem starfsfólk mætir unglingunum þar sem þeir eru og snýst starfið um að byggja upp tengingar og traust við unglinga sem eru ekki að finna sig í hefðbundnum kerfum og eru farnir að sýna áhættuhegðun. Starfsfólk í vettvangsstarfi félagsmiðstöðva hefur oft mikla innsýn inn í heim ungs fólks og á að vera lykilsamstarfsaðili við lögregluna með það að markmiði að styðja við unga fólkið og koma í veg fyrir að það lendi upp á kant við lögin, stundi neyslu eða fremji ofbeldi. Undanfarnar vikur höfum við í Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi heimsótt félagsmiðstöðvar og ungmennahús í kjördæminu og rætt þar við fagfólkið um stöðu ungs fólks og starfseminnar. Í þessum heimsóknum kom fram skýr rauður þráður og ákall um að lögfesta þurfi starfsemina og að sett verði gæðaviðmið fyrir starfið. Unglingar kalla einnig eftir lengri og auknum opnunartíma félagsmiðstöðva. Samfylkingin vill klára vinnu við að útbúa ný æskulýðslög þar sem meðal annars verði starfsemi félagsmiðstöðva og ungmennahúsa lögfest. Lögin þurfa að vera útfærð með þeim hætti að þau tryggi starfið og styðji við framþróun og fagmennsku. Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu af hálfu ungs fólks, félagasamtaka og starfsfólks í æskulýðsstarfi við að móta stefnu og undirbúa ný æskulýðslög og nauðsynlegt er að stjórnvöld klári þá vinnu í samráði við vettvanginn. Guðmundur Ari Sigurjónsson – 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiFriðmey Jónsdóttir – 11. sæti á lista Samfylkingarinnar í SuðvesturkjördæmiHöfundar eru fyrrum forstöðumenn í félagsmiðstöðvum á Seltjarnarnesi og í Reykjavík.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun