Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar 29. nóvember 2024 20:40 Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Ricart Andrason Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. Ég ætlaði að láta þau finna fyrir því að hafa unnið með Sjálfstæðisflokknum og gefið of mikinn afslátt af sínum helstu stefnumálum. Nú er ég einn af þeim sem ætlar að treysta VG. Það var ekki auðveld ákvörðun að taka sæti á lista hjá VG. Ég hef verið fremstur í flokki þeirra sem gagnrýndu ríkisstjórn undanfarinna ára harðlega, m.a. fyrir ófullnægjandi árangur í umhverfis- og loftslagsmálum. Flokkurinn var að mælast utan þings í könnunum og ég var staddur í miðjum verkefnum, m.a. hjá Ungum umhverfissinnum sem mér fannst erfitt að stökkva frá. En ég áttaði mig svo á því að mér þótti mikilvægara að hafa áfram flokk á þingi sem talar hátt og skýrt fyrir náttúruvernd og útrýmingu ójöfnuðar heldur en að refsa flokknum fyrir fortíðina - og að ég vildi taka þátt í því að reyna að tryggja þessa rödd þó að það væri áhættusamt og að ég þyrfti að fórna mínu hlutleysi og stökkva frá verkefnum sem voru í miðri framkvæmd og mér þótti vænt um. Ég sá líka og fann að VG hafði, þrátt fyrir þetta erfiða samstarf, náð merkilega miklum árangri á ýmsum sviðum, að hann hefði brennt sig á samstarfinu og myndi ekki fara í það aftur, að flokkurinn væri farinn aftur í sterku grænu og rauðu ræturnar sem munu ráða för héðan í frá og að það hefði átt sér stað góð og heilbrigð endurnýjun meðal frambjóðenda og í forystunni. Ég lít mikið upp til Svandísar Svavarsdóttur, Guðmundar Inga og fleiri reynslubolta innan raða Vinstri Grænna. Ég kynntist Mumma fyrst á fundi sem við í Ungum umhverfissinnum áttum með honum um Hálendisþjóðgarð snemma árs 2021 og Svandísi kynntist ég fyrst fyrir alvöru á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2022. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með þeim síðan hefur ástríða þeirra fyrir náttúruvernd og sanngjarnara samfélagi alltaf skinið í gegn. Ég hef lært margt af þeim og hef fundið hvað það skiptir miklu máli að hafa fólk inni á þingi sem hefur einlægan áhuga á að eiga samtal við grasrótina og berjast fyrir hagsmunum náttúrunnar með stefnumótun og lagasetningu. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn stórtækum virkjanahugmyndum Samfylkingarinnar. Við þurfum VG á þing til að berjast gegn einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu í boði Viðreisnar. Við þurfum VG á þing til að vera hávær rödd réttlætis, mannúðar og vísindanna sem mótvægi við sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins, útlendingaandúð Miðflokksins og hættulega loftslagsafneitun ýmissa frambjóðenda þvert á flokka. Við þurfum VG á þing til að standa vörð um náttúruna, opinbera heilbrigðiskerfið, menntakerfið okkar, og halda áfram að útrýma ójöfnuði og útlendingaandúð í íslensku samfélagi. Ég var einn af þeim sem ætlaði að refsa VG. En ég hef áttað mig á því að ég vil frekar fyrirgefa það sem mér fannst erfitt að horfa upp á á síðasta kjörtímabili og treysta VG fyrir því og taka þátt í að berjast áfram fyrir betra, jafnara, sanngjarnara og umhverfisvænna samfélagi. Og ég vona að þið veljið líka að treysta. Samfélagið er betra með VG á þingi. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi norður og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar