Hvers eiga veikir að gjalda? Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 4. júní 2021 16:31 Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi. Þeir sem þekkja til nefna oft í þessu samhengi kaldhæðnina í því að í eina skiptið sem mönnun hefur verið fullnægjandi á bráðamóttökunni var í læknaverkfallinu. Þá var fyrst nægjanleg pressa sett á stjórnvöld að tryggja að öryggi sjúklinga og gæði þjónustunar myndu ekki líða fyrir launaviðræðurnar. Maður spyr sig, hversu slæmt þarf ástandið að verða áður en ráðamenn gangast við því að kannski sé ríkið ekki alltaf best til að stýra eða sinna öllu eitt síns liðs? Það merkilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir að það sé ein helsta grunnregla þjónustufyrirtækja að starfsmenn á gólfi séu alltaf verðmætari fyrir árangur þjónustuveitingarinnar en starfsmaður á skrifstofu, hefur mesta fjölgun starfsmanna á Landspítalanum ekki verið hjá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu heldur í hópi millistjórnenda. Nú þegar ríflega hálfrar aldar starfsemi leggst af vegna tregðu í kerfinu munu biðlistarnir svo sannarlega ekki styttast, og þá skiptir engu máli hversu góðan þjónustuferil eða sniðugar sparnaðarleiðir viðkomandi deild á spítalanum er með. Heilbrigðiskerfið er hringrásarkerfi; vandi á einum stað leiðir af sér vandamál á öðrum stað. Skortur á þjónustu utan spítalans setur meira álag á spítalann og ef ekki er nægjanlegur fjöldi starfsfólks eða rúma er ekki hægt að tryggja öryggi né árangur þjónustunnar - sem þá veldur auknu álagi á heilsugæslurnar og auknum kostnaði fyrir tryggingastofnun. Ég þreytist ekki á að benda á að það hefur einungis einum heilbrigðisráðherra tekist að leysa úr svona flöskuhálsum í heilbrigðiskerfinu síðastliðna áratugi. Það tók Guðlaug Þór einungis 2 ár í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 til 2009 að tæma öldrunarbiðlistana á LSH, höggva á biðlista í aðgerðir og lækka lyfjakostnað. Það gerði hann ekki með því að láta ríkið gera allt heldur með því að fara í útboð og úthýsa þjónustunni til einkaaðila og létta þannig álaginu af LSH. Með því að tryggja að viðeigandi þjónustuúrræði væru til staðar utan LSH fyrir þá sjúklinga sem voru fastir inni á LSH þrátt fyrir að vera komnir með vistunarmat, eða útskrifaðir og veita þeim allra veikustu forgang á hjúkrunarheimilin. Seinast en ekki síst lækkaði hann lyfjakostnað með samstarfi við Svía sem tryggði að lyf sem fengu markaðsleyfi þar í landi fengu líka markaðsleyfi hérlendis, sem kom á virkri samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Það er þetta sem virkar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á aukana fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu og var óþreytandi að benda á ný tækifæri í málaflokknum. Hann lagði mikið upp úr að rekstrarformið væri ekki höfuðatriði heldur sú þjónusta sem borgurunum væri veitt. Hún yrði að standast gæðakröfur og vera boðin á hagstæðu verði. Í reynd gæti íslensk heilbrigðisþjónusta verið útflutningsvara, slíkur væri mannauðurinn og kunnáttan hér á landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er nefnilega mjög eftirsótt á alþjóðavettvangi. Á þeim tíma kvað við allt annan tón í heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugi Þór var til að mynda umhugað um starfsánægju fólks í heilbrigðiskerfinu og hvernig fleiri tækifæri gætu laðað íslenska lækna aftur heim. Við sjálfstæðismenn eigum að gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar og fylgja þar þeirri stefnu sem Guðlaugur Þór markaði sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum sanna sjálfstæðismenn til forystu, fólk eins og Guðlaug Þór, sem leggur höfuðáherslu á frjálst framtak, að virkja kraft einstaklinganna. Þau grundvallarsjónarmið eiga jafn vel við í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir af ákvörðun stjórnenda Domus Medica um lokun ætti að vekja fólk til umhugsunar um hvernig betur má stjórna heilbrigðismálum hér á landi. Stutt er síðan fréttir bárust af því að tugur lækna á bráðamóttökunni ákvað að flytja sig annað og í stefnir að bráðamóttakan verði með undir lágmarksmönnun í allt sumar, sem er orðinn árlegur vandi. Þeir sem þekkja til nefna oft í þessu samhengi kaldhæðnina í því að í eina skiptið sem mönnun hefur verið fullnægjandi á bráðamóttökunni var í læknaverkfallinu. Þá var fyrst nægjanleg pressa sett á stjórnvöld að tryggja að öryggi sjúklinga og gæði þjónustunar myndu ekki líða fyrir launaviðræðurnar. Maður spyr sig, hversu slæmt þarf ástandið að verða áður en ráðamenn gangast við því að kannski sé ríkið ekki alltaf best til að stýra eða sinna öllu eitt síns liðs? Það merkilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir að það sé ein helsta grunnregla þjónustufyrirtækja að starfsmenn á gólfi séu alltaf verðmætari fyrir árangur þjónustuveitingarinnar en starfsmaður á skrifstofu, hefur mesta fjölgun starfsmanna á Landspítalanum ekki verið hjá heilbrigðisstarfsfólki á gólfinu heldur í hópi millistjórnenda. Nú þegar ríflega hálfrar aldar starfsemi leggst af vegna tregðu í kerfinu munu biðlistarnir svo sannarlega ekki styttast, og þá skiptir engu máli hversu góðan þjónustuferil eða sniðugar sparnaðarleiðir viðkomandi deild á spítalanum er með. Heilbrigðiskerfið er hringrásarkerfi; vandi á einum stað leiðir af sér vandamál á öðrum stað. Skortur á þjónustu utan spítalans setur meira álag á spítalann og ef ekki er nægjanlegur fjöldi starfsfólks eða rúma er ekki hægt að tryggja öryggi né árangur þjónustunnar - sem þá veldur auknu álagi á heilsugæslurnar og auknum kostnaði fyrir tryggingastofnun. Ég þreytist ekki á að benda á að það hefur einungis einum heilbrigðisráðherra tekist að leysa úr svona flöskuhálsum í heilbrigðiskerfinu síðastliðna áratugi. Það tók Guðlaug Þór einungis 2 ár í heilbrigðisráðuneytinu frá 2007 til 2009 að tæma öldrunarbiðlistana á LSH, höggva á biðlista í aðgerðir og lækka lyfjakostnað. Það gerði hann ekki með því að láta ríkið gera allt heldur með því að fara í útboð og úthýsa þjónustunni til einkaaðila og létta þannig álaginu af LSH. Með því að tryggja að viðeigandi þjónustuúrræði væru til staðar utan LSH fyrir þá sjúklinga sem voru fastir inni á LSH þrátt fyrir að vera komnir með vistunarmat, eða útskrifaðir og veita þeim allra veikustu forgang á hjúkrunarheimilin. Seinast en ekki síst lækkaði hann lyfjakostnað með samstarfi við Svía sem tryggði að lyf sem fengu markaðsleyfi þar í landi fengu líka markaðsleyfi hérlendis, sem kom á virkri samkeppni á íslenskum lyfjamarkaði. Það er þetta sem virkar. Guðlaugur Þór lagði áherslu á aukana fjölbreytni í heilbrigðisþjónustu og var óþreytandi að benda á ný tækifæri í málaflokknum. Hann lagði mikið upp úr að rekstrarformið væri ekki höfuðatriði heldur sú þjónusta sem borgurunum væri veitt. Hún yrði að standast gæðakröfur og vera boðin á hagstæðu verði. Í reynd gæti íslensk heilbrigðisþjónusta verið útflutningsvara, slíkur væri mannauðurinn og kunnáttan hér á landi. Íslenskt heilbrigðisstarfsfólk er nefnilega mjög eftirsótt á alþjóðavettvangi. Á þeim tíma kvað við allt annan tón í heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugi Þór var til að mynda umhugað um starfsánægju fólks í heilbrigðiskerfinu og hvernig fleiri tækifæri gætu laðað íslenska lækna aftur heim. Við sjálfstæðismenn eigum að gera kröfu um heilbrigðisráðuneytið eftir næstu kosningar og fylgja þar þeirri stefnu sem Guðlaugur Þór markaði sem heilbrigðisráðherra. Við þurfum sanna sjálfstæðismenn til forystu, fólk eins og Guðlaug Þór, sem leggur höfuðáherslu á frjálst framtak, að virkja kraft einstaklinganna. Þau grundvallarsjónarmið eiga jafn vel við í heilbrigðismálum og öðrum málaflokkum. Höfundur er varaborgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun