Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 20. nóvember 2025 09:02 Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ari Sigurjónsson Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Nú er senn ár liðið frá Alþingiskosningunum. Eftir kosningar tók við ný, björt og brosandi ríkisstjórn sem hefur unnið þétt með þjóðinni. Ríkisstjórnin hefur forgangsraðað í þágu almennings, ráðist í tiltekt í stjórnkerfinu og hafið uppbyggingu á öryggi og innviðum landsmanna. Megináhersla hefur verið á að ná stjórn á rekstri ríkissjóðs og stöðva áratugalangan hallarekstur. Hallarekstur síðustu ára hefur ýtt undir skuldsetningu ríkissjóðs og kynnt undir verðbólgu sem fór yfir 10% í valdatíð síðustu ríkisstjórnar. Sú efnahagsstefna neyddi Seðlabankann til að hækka stýrivexti upp fyrir 9% sem heimili og atvinnulíf í landinu hafa fundið allt of mikið fyrir síðustu árin. Lækkun skulda, vaxta og verðbólgu Í fjármálaáætlun ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins er mörkuð ný stefna. Búið er að innleiða stöðugleikareglu sem heldur aftur af útgjöldum og stefnt er að hallalausum rekstri ríkissjóðs árið 2027. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kemur fram hagræðing upp á 100 milljarða ásamt því að skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri landsframleiðslu hafa þegar lækkað með sölu á Íslandsbanka og uppgjöri ÍL sjóðs. Ríkisstjórnin lagði fram fyrsta húsnæðispakka sinn í haust þar sem áhersla er að fjölga lóðum, einfalda byggingareglugerð, tryggja aukið fjármagn í hlutdeildarlánin og festa nýtingu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán til 10 ára. Fjármálastefna og fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar eru þegar farin að hafa áhrif. Seðlabankinn hefur rýmkað lánþegaskilyrði sín, verðbólga hefur lækkað og vextir hafa lækkað um 1,25 prósentustig frá síðustu kosningum. Þessu finnur fólk fyrir í heimilisbókhaldinu og samkvæmt greiningaraðilum mun verðbólga og vextir halda áfram að lækka á næsta ári. Efling innviða og öryggis á Íslandi Aðgerðir ríkisstjórnarinnar snúa ekki bara að hagræðingu og lækkun skulda ríkissjóðs. Forgangsatriði er að skapa svigrúm í rekstrinum til að efla öryggi, innviði og grunnþjónustu við almenning á Íslandi. Það hefur meðal annars verið gert með því að leiðrétta veiðigjöld með sanngjörnum hætti, laga kerfi sem voru hætt að virka fyrir fólkið í landinu, loka skattaglufum sem nýtast mest efnamestu hópum samfélagsins og endurreisa tekjustofna til að standa undir kostnaðinum sem fylgir því að reka öflugt velferðarkerfi. Við erum þegar byrjuð að efla löggæslu, vegakerfið, skóla, spítala og meðferðarkjarna. Á næstu vikum verður lögð fram fjármögnuð samgönguáætlun þar sem Ísland byrjar aftur að bora göng og laga vegi. Svona vinnur ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Styrk stjórn á efnahagsmálum þrátt fyrir ytri áskoranir og sterk velferð út um allt land. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar