Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Ekki eina ríkis­leið í skóla­málum, takk!

Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

900 metrar sem geta breytt Grafar­vogi

Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar.

Skoðun
Fréttamynd

Sturla Böðvars­son er látinn

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar.

Innlent
Fréttamynd

At­vinna handa öllum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn yfir­gefur okkur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarvirkið í íslenskri pólitík á mínu lífskeiði. Hann hefur lengst af verið eini hægri flokkur landsins og í mínu tilfelli eini valkosturinn fyrir mínar pólitísku skoðanir. Ég hef því alltaf verið sjálfstæðismaður og alltaf kosið flokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Villi er allt sem þarf

Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Sami odd­viti í fyrsta sinn í tæp þrjá­tíu ár

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Áramótaheitið er að fá leik­skóla­pláss

Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“.

Skoðun
Fréttamynd

„Við Guð­laugur Þór erum góðir vinir“

Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur fer ekki fram í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur til­kynnir á­kvörðun sína fyrir há­degi

Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Brynjar vill aðra setningu og Arn­dís Anna reynir aftur

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, og Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eru á meðal umsækjenda um embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur. Þau voru það líka síðast þegar embættið var auglýst laust til umsóknar. Þá hlaut Brynjar tæplega eins árs setningu í embætti.

Innlent
Fréttamynd

„Það mun reyna á okkur hér“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, kveðst sátt við þau svör og skýringar sem utanríkisráðherra hafi veitt á fundi utanríkismálanefndar í morgun vegna þeirrar stöðu sem uppi er eftir aðgerðir Bandaríkjanna gegn Venesúela um helgina. Hún telur ljóst að aðgerðirnar stangist á við alþjóðalög en hún væntir þess að þingnefndin muni eiga enn reglulegri fundi með utanríkisráðherra og fulltrúum ráðuneytisins í ljósi þeirra víðsjárverðu tíma sem uppi eru í alþjóðakerfinu. Það muni reyna enn frekar á stjórnmálamenn hér sem annars staðar að takast á við nýjan veruleika.

Innlent
Fréttamynd

Jón Gnarr biðst af­sökunar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur beðið Sjálfstæðisflokkinn og Geir H. Haarde, fyrrverandi ráðherra og formann flokksins, afsökunar á að hafa ranglega sagt flokkinn undir stjórn Geirs fyrst hafa lagt á erfðafjárskatt á Íslandi. Sjálfur telji hann skattinn „sérstaklega vondan skatt“ auk þess sem hann kveðst ekki sérstaklega hrifinn af sköttum almennt, sem séu „allt of margir og allt of ósanngjarnir.“

Innlent
Fréttamynd

Er Mið­flokkurinn hægri­flokkur?

Fræði- og stjórnmálamönnum kemur ekki saman um stöðu Miðflokksins á hinum pólitíska ás. Prófessor í stjórnmálafræði segir ljóst af stefnumálum og málflutningi flokksins að hann sé einn tveggja hægriflokka á Íslandi en fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir einungis einn hægriflokk á Íslandi; Sjálfstæðisflokkinn. 

Innlent
Fréttamynd

RÚV, aðgerðasinnar og ís­lenskan okkar

Íslenskan á í vök að verjast en tungan er það sem skilgreinir okkur sem þjóð. Vigdís Finnbogadóttir sagði eitt sinn: „Ef íslenskan hverfur tapast þekking og við hættum að vera þjóð.“

Skoðun