Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

Mið­flokkurinn nálgast Sam­fylkingu

Miðflokkurinn mælist með 22,2 prósent í nýrri könnun Maskínu og eykst fylgið um þrjú prósent milli mánaða. Samfylkingin mælist með 27 prósent og því munar einungis tæpum fimm prósentustigum á flokkunum. Viðreisn mælist stærri en Sjálfstæðisflokkurinn. 

Innlent
Fréttamynd

Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins

Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið.

Innlent
Fréttamynd

Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin

Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt skilið við flokkinn og gengið til liðs við Miðflokkinn. Frá þessu greindi Helgi í samtali við þáttastjórnendur Bítisins á Bylgunni í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ráð­herra hafi gefið veiði­leyfi á sig

Samgönguáætlun til næstu fimm ára var á dagskrá þingsins í dag. Stjórnarandstaðan dró meðal annars í efa hversu raunhæf áætlunin er í ljósi efnahagslegs óstöðugleika. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir innviðaráðherra hafa veitt skotleyfi á sjálfan sig þegar hann sagðist ekki bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórnar um gerð áætlunarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Fá þau að vera aftur á lista með Hildi?

Sjálfkjörið var í kjörnefnd Varðar sem sér um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum. Allir núverandi borgarfulltrúar sem Vísir hefur náð tali af vilja aftur í framboð, ekki náðist í einn. Oddviti segist finna gríðarlegan áhuga fólks á því að fá sæti á lista flokksins.

Innlent
Fréttamynd

764 – landa­mæra­laus tala skelfi­legs of­beldis

Númer póstfangs í Texas er nú orðið samnefnari viðurstyggilegrar starfsemi sem meðal annars gengur út á að festa börn og ungmenni í net glæpamanna í gegnum samfélagsmiðla og kúga þau til að gera hræðilega hluti, til dæmis að fremja ofbeldiglæpi, skaða sig sjálf, sína nánustu og/eða gæludýr.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki eina ríkis­leið í skóla­málum, takk!

Kastljósið beinist þessa dagana að skólamálum í kjölfar yfirlýsinga nýs ráðherra í barna-og menntamálaráðuneytinu um endurskoðun og uppstokkun á skólakerfinu. Það er fagnaðarefni að ráðherrann tali umbúðalaust um þau vandamál sem við blasa og að taka eigi á málunum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

900 metrar sem geta breytt Grafar­vogi

Í gildandi aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 er gert ráð fyrir að Hallsvegur verði framlengdur frá Grafarvogi að Vesturlandsvegi og skilgreindur sem tveggja akreina gata milli Vesturlandsvegar og Sundabrautar.

Skoðun
Fréttamynd

Sturla Böðvars­son er látinn

Sturla Böðvarsson, fyrrverandi bæjarstjóri, ráðherra og forseti Alþingis, er látinn, áttatíu ára að aldri. Sturla lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 10. janúar.

Innlent
Fréttamynd

At­vinna handa öllum

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mælist nú 8,9%, samkvæmt Vinnumálastofnun, og er hlutfallslega tvöfalt meira en víðast annars staðar á landinu. Þetta eru alvarlegar tölur og á bak við þær eru raunverulegar sögur fólks sem vill vinna, fjölskyldna sem lifa í óvissu og ungs fólks sem spyr sig hvort framtíðin sé annars staðar en heima.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn yfir­gefur okkur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarvirkið í íslenskri pólitík á mínu lífskeiði. Hann hefur lengst af verið eini hægri flokkur landsins og í mínu tilfelli eini valkosturinn fyrir mínar pólitísku skoðanir. Ég hef því alltaf verið sjálfstæðismaður og alltaf kosið flokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

Villi er allt sem þarf

Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Sami odd­viti í fyrsta sinn í tæp þrjá­tíu ár

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun í fyrsta sinn í tuttugu og átta ár stilla upp sama oddvita í tvennum borgarstjórnarkosningum í röð. Stjórnmálafræðingur segir stöðu Hildar Björnsdóttur sem oddvita sterka og að hún geti nú sett saman samhentan lista fyrir kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Áramótaheitið er að fá leik­skóla­pláss

Í skemmtilegu jólaboði sem ég fór í yfir hátíðarnar voru til umræðu áramótaheit fólks fyrir nýja árið og voru þar nefnd ýmis misraunhæf markmið og væntingar sem fólk hefur til ársins. Við borðið var fólk á öllum aldri, en þegar röðin kom að ungu pari við borðið sögðu þau samhljóma „Ætli það sé ekki bara að reyna að fá leikskólapláss“.

Skoðun
Fréttamynd

„Við Guð­laugur Þór erum góðir vinir“

Allt lítur út fyrir að Hildur Björnsdóttir verði oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor, eftir að Guðlaugur Þór Þórðarson tilkynnti í morgun að hann myndi ekki fara í oddvitaslag við hana. „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir og höfum átt gott samstarf sem oddvitar í Reykjavík. Hann hefur verið öflugur þingmaður Reykvíkinga og það er eðlilegt að margir hafi skorað á hann. En hann hefur nú lýst yfir fullum stuðningi við mig í baráttunni fram undan og það er auðvitað ómetanlegt fyrir mig. Við Sjálfstæðismenn göngum sameinuð til kosninga í vor,“ segir hún.

Innlent
Fréttamynd

Ragn­hildur Alda vill halda öðru sætinu

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir öðru sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum. Ragnhildur Alda var í öðru sæti á listanum í síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur fer ekki fram í Reykja­vík

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki í framboð í Reykjavík. Hann vísar í færslu í flokkadrætti innan flokksins sem hafi verið erfiðir. Hann hafi íhugað málið vandlega eftir fjölda áskoranna en ákveðið að fara ekki fram. Hann segir margt benda til þess að Reykvíkingar séu komnir með nóg og það séu mörg sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Flokkurinn hefur í síðustu könnunum mælst sá stærsti í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­laugur til­kynnir á­kvörðun sína fyrir há­degi

Frestur til að skila inn framboðum til leiðtogakjörs Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar rennur út á hádegi í dag. Enn sem komið er er aðeins einn í framboði, nýverandi oddvitinn Hildur Björnsdóttir.

Innlent