Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 09:32 Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynbundið ofbeldi Suður-Afríka Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Sjá meira
Fyrir tæpum mánuði síðan hópuðust konur og kvár saman til að fagna 50 ára afmæli kvennafrídagsins. Samstaða, von og hvetjandi andi vöktu athygli út fyrir landsteinana þar sem samfélagsmiðlar báru fréttir hratt milli ólíkra staða og heimshorna. Íslenskar konur hafa þorað, getað og viljað standa vörð um mannréttindi og barist fyrir jafnrétti í samfélaginu. Árangurinn og samstaðan er í mörgu fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir en við lifum á tímum bakslags þegar kemur að margvíslegum réttindabaráttum og það á einnig við um femíníska réttindabaráttu. Samtíma femínismi hefur eins og svo margt annað í nútímasamfélagi myndað samfélög í netheimum sem tengja saman ólíka menningarheima og heimshorn. Kvennamorð og kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt mál sem hefur vakið töluverða athygli og umræðu á netinu sem og í fjölmiðlum víðsvegar um heim. Í greininni "Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir" sem birtist á Vísi fyrir rétt tæpu ári síðan, bendir Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, á að árið 2023 var kona drepin á 10 mínútna fresti. Það var aukning á kvennamorðum frá 2022 en þá var kona myrt á 11 mínútna fresti sem aftur var aukning frá árinu 2021 þegar kona var drepin á 12 mínútna fresti. Í greininni segir orðrétt: „Kvennamorð eru framin um allan heim og ekkert ríki heims er undanskilið. Ekki einu sinni Ísland.” Kynbundið ofbeldi er grafalvarlegt vandamál á Íslandi en samtök eins og Kvennaathvarfið og Stígamót veita aðstoð fyrir fólk í ofbeldissamböndum og fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Enn og aftur fer umræða um kvennamorð og kynbundið ofbeldi sem bylgja um netheima en í Suður-Afríku er kona myrt að meðaltali á 2.5 klukkustunda fresti eða 15 konur daglega. Kvennamorð eru 6 sinnum algengari í Suður-Afríku en heimsmeðaltalið. Á einu ári frá apríl 2023 til mars 2024 voru 5.578 konur myrtar í Suður-Afríku en það er 33.8% aukning frá fyrra ári. 42.569 nauðgunarmál voru tilkynnt til lögreglu 2023/24 en áætlað er að 95% nauðgunartilvika séu ekki tilkynnt.* Suður-Afrísku samtökin Women for Change hafa þrýst á yfirvöld að lýsa yfir neyðarástandi. Hvatt er til mótmæla víðsvegar um Suður-Afríku 21. nóvember. Dagsetningin er valin í aðdraganda G20-fundarins sem verður haldin í Jóhannesarborg þetta árið. Þá eru konur og hinsegin fólk hvött til að leggja niður jafnt launuð sem og ólaunuð störf og sniðganga hagkerfið þann daginn. Fólk er beðið um að leggjast niður í 15 mínútur frá klukkan 12:00 til að minnast þeirra 15 kvenna sem myrtar eru daglega og klæðast svörtu, lit sorgar og mótspyrnu. Einnig er fólk beðið um að gera prófílmyndina sína fjólubláa til að vekja athygli á baráttunni í netheimum ásamt því að ræða og deila upplýsingum. Í aðdraganda mótmælanna hefur fjöldi fólks skipt yfir í fjólubláa prófílmynd á samfélagsmiðlum. Fjólublái liturinn táknar samstöðu með fórnarlömbum kynbundins ofbeldis og kvennamorða í Suður-Afríku. Þetta táknræna atferli, að skipta út mynd af sjálfum sér fyrir málstað er ekki flókið en hefur hlotið gagnrýni og kölluð sýndarmennska. Kjarninn felst í samstöðu og sýnileika sem spyrnir gegn því að hægt sé að horfa fram hjá vandamálinu. Þannig getur samstaða skipt sköpum þegar kemur að því að krefjast breytinga og mannréttinda. Samstaðan í netheimum hefur teygt sig langt umfram landamæri Suður-Afríku en það hefur margoft sýnt sig að samstaða frá þeim sem þora, geta og vilja standa með mannréttindum telur. *Heimild: https://womenforchange.co.za/petition-gbvf-national-disaster/ Höfundur er tónlistarkona og kennari.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun