Kynbundið ofbeldi

Fréttamynd

„Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda fé­lags­lega“

Hlédís Maren Guðmundsdóttir, félagsfræðingur og fyrrverandi blaðamaður, segist ekki geta séð að feðraveldið orsaki kynbundið ofbeldi. Félagsleg vandamál verði alltaf til staðar og það sé frekar orsökin. Hún segir ungt fólk horfa til íhaldssamra gilda því það geti ekki mátað sig við sama heim og kynslóðir á undan þeim bjuggu í.

Innlent
Fréttamynd

Skýrt á­kall um heils­dags­verk­fall á kvennafrí­degi í ár

Á föstudag eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem og ólaunuð störf eins og konur gerðu fyrst árið 1975 þegar fyrsti kvennafrídagurinn var haldinn. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir hafa verið ákall um heilsdagsverkfall og því sé slíkt verkfall boðað í ár. Hún segir sérstaklega horft til kvenna í æðri stöðum og að hún voni að öllum verði gert kleift að taka þátt sem það vilja. 

Innlent
Fréttamynd

Komið gott!

Samkvæmt rannsókninni Áfallasaga kvenna hafa um 40% kvenna á Íslandi hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi á lífsleiðinni. Staðan er enn verri hjá transfólki, kvárum, konum með fötlun og konum af erlendum uppruna en þeir hópar eru sérstaklega viðkvæmir fyrir mismunun og valdbeitingu.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upp­lifa svona rosa­legt bak­slag“

Drífa Snædal, talskona Stígamóta, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru sammála um að þó svo að í dag sé bakslag í jafnréttisbaráttu hafi verið stigin afar stór skref síðustu ár. Það séu nýjar áskoranir í nýjum tegundum ofbeldis og nýjum kynslóðum gerenda, en þær séu vel tilbúnar að takast á við slíkar áskoranir. 

Innlent
Fréttamynd

Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði í­trekað verið brotið gegn

Ungur karlmaður hefur verið dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að nauðga sofandi kærustu sinni þegar hann var 21 árs og hún tvítug. Í dóminum er tekið fram að konan hafi átt erfiða brotasögu að baki. Hún hefði í þrjú skipti sætt kynferðisofbeldi af hálfu ólíkra einstaklinga.

Innlent
Fréttamynd

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.

Skoðun
Fréttamynd

Óvelkomnar alls staðar

Nýlega fékk Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, úthlutað húsnæði í Ármúla eftir margra ára leit að nýju húsnæði enda núverandi húsnæði gamalt og löngu úr sér gengið. Líkt og við var að búast hafa verðandi nágrannar áhyggjur af því að konurnar sem þangað leita muni hafa neikvæð áhrif á starfsemina sem rekin er á nærliggjandi stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Nálgunarbannið of tor­sótt og mátt­laust án ökklabands

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins fagnar fyrirætlunum dómsmálaráðherra um að skylda þá sem brjóta gegn nálgunarbanni til að bera ökklaband. Án rafræns eftirlits sé nálgunarbannið allt of máttlaust enda sé ítrekað brotið gegn því. Skjólstæðingar hennar í Kvennaathvarfinu þekki það of vel á eigin skinni.

Innlent
Fréttamynd

Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd

Dómsmálaráðherra vill að þeir sem sæta nálgunarbanni beri ökklaband með staðsetningarbúnaði til að tryggja að banninu sé framfylgt. Áform um lagabreytingu þess efnis hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda en ráðherrann segir málið forgangsmál og bindur vonir við að það verði orðið að lögum fyrir jól.

Innlent
Fréttamynd

Á­kærður fyrir að bera sig í­trekað

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir blygðunarsemisbrot gegn þremur konum og kynferðislega áreitni gegn einni, með því að hafa ýmist sýnt konunum kynferðislegt myndefni, berað sig fyrir þeim eða bæði.

Innlent
Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni Sig­ríðar Bjarkar skipti sköpum

María Sjöfn Árnadóttir sem vann mál gagnvart íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu í morgun segir dóminn persónulega viðurkenningu fyrir sig og fordæmisgefandi innan Evrópu. Hún segist hafa orðið fyrir ríkisofbeldi ofan á allt annað en vinnur nú hjá lögreglunni þökk sé afsökunarbeiðni frá ríkislögreglustjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“

„Það verður ekkert skafað utan af því að þetta er erfiðasta ár sem ég hef lifað. Ég hef verið að taka einn dag í einu í þessu öllu saman,“ segir félagsráðgjafinn og baráttukonan Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Þórhildur missti bestu vinkonu sína Ólöfu Töru Harðardóttur fyrr á árinu og heldur minningu hennar stöðugt á lofti.

Lífið
Fréttamynd

„Er allt í lagi?“

Fyrir skömmu ók ég að uppáhalds fjörunni minni sem staðsett er á Álftanesi. Lagði bílnum og sá öðrum bíl var lagt rétt hjá. Ég fékk ónotatilfinningu. Tilfinningu sem ég þekki of vel og er orðin hundleið á. Ég yfirgaf þó bílinn minn því ég hafði ákveðið að ganga þessa fjöru fram og til baka þann dag. Ég vil stunda útivist og daglega og fjölbreytta hreyfingu. Helst einsömul.

Skoðun
Fréttamynd

Kyn­bundið of­beldi

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af þessu tilefni höfum við hjá ASÍ og BSRB tekið höndum saman um að birta mánaðarlega tölfræði sem varpar ljósi á kynjamisrétti.

Skoðun
Fréttamynd

Ólöf Tara yrði hissa en þakk­lát að gangan sé til­einkuð henni

Druslugangan verður gengin í þrettánda sinn þann 26. júlí. Gengið er, eins og áður, til stuðnings þolenda kynferðisofbeldis og í andstöðu við nauðgunarmenningu og þolendaskömm. Druslugangan er í ár tileinkuð Ólöfu Töru Harðardóttur sem féll frá í janúar á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

„Skömmin þín“

Að bera skömm alla sína ævi er þungur baggi. Það er eitt af aðal einkennum þess að lenda í ofbeldi sem barn er skömm. Skömmin er lúmskt fyrirbæri sem lúrir í undirmeðvitundinni án þess að láta bera mikið á sér. Hún læðist fram við ólíklegustu aðstæður og heggur í sálina.

Skoðun
Fréttamynd

Flutningur Konu­kots mikið fram­fara­skref en skilur á­hyggjur ná­granna

Konukot hefur síðustu tuttugu árin verið rekið hér í Eskihlíðinni en eftir margra mánaða leit að nýju húsnæði stendur til að flytja í nýtt húsnæði í Ármúla í ágúst eða september. Deildarstjóri málaflokks heimilislausra segir flutninginn mikið framfaraskref. Þau skilji áhyggjur nýrra nágranna en vilji vera í góðu samstarfi.

Innlent
Fréttamynd

Metfjöldi barna í Kvenna­at­hvarfinu

Metfjöldi barna hefur dvalið það sem af er ári í Kvennaathvarfinu. Framkvæmdastýra segir ofbeldi alvarlegra og meira og erfitt að horfa upp á stöðuga fjölgun ofbeldismála. Á sama tíma sé erfiðara að losna undan slíku ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Þekkir ekki eina stelpu sem ekki hefur verið á­reitt

Ung kona sem var áreitt í miðborg Reykjavíkur segir slíka áreitni gegn konum vera orðið daglegt brauð. Myndband hennar af áreitninni hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum og sögðu einhverjir hennar eigin klæðaburð hafa verið um að kenna.

Innlent