Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2025 08:00 Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Kynbundið ofbeldi Klám Börn og uppeldi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hið árlega 16 daga átak gegn ofbeldi minnir okkur á að ofbeldi er ekki eingöngu fólgið í marblettum og sjáanlegum áverkum. Rætur ofbeldis felast í viðhorfum, menningu sem normalíserar ofbeldi og kerfum sem leyfa því að viðgangast. Í samfélagi nútímans grasserar ofbeldi gegn konum á stað sem er ekki einu sinni eiginlegur staður - heldur stafræni heimurinn sem við erum öll með í vasanum, einum smelli frá gríðarlegu úrvali af grófu klámi. Hver sem er getur nálgast klám samstundis, nafnlaust, og ókeypis. Traffíkin á stærstu klámsíðum internetsins er meiri en X, Instagram, Netflix, Pinterest og LinkedIn samanlagt - áður en þú klárar að lesa þessa grein verða hundruðir þúsunda manns búnir að heimsækja eina stærstu klámsíðu á netinu sem ég ætla ekki að nafngreina. Stafrænt framboð af klámi er svo stjarnfræðilega mikið að athygli áhorfandans er orðin áskorun fyrir klámframleiðendur, sem keppast við að nýta sér tabú og ganga lengra til að hámarka áhorf. Því fær grófara og grófara klám að viðgangast á netinu með hverju ári sem líður. Hver er þá niðurstaðan þegar sífellt er verið að víkka út mörkin á því hvað gróft klám er? Ofbeldi - og í langflestum tilfellum ofbeldi gegn konum, nákvæmlega eins og í raunheimum. Rannsóknir sýna að allt að 88% kláms á netinu inniheldur líkamlegt ofbeldi og valdbeitingu gegn konum. Konum allt niður í barnungar stelpur sem verið er að „refsa“, nota, berja og meiða. Og það sem verra er, viðbrögð kvennanna eru gjarnan hlutlaus eða jákvæð, sem gefur áhorfandanum til kynna að það sé ekkert athugavert við það að beita konur ofbeldi í kynlífi. Hvers vegna er þetta verulega aðkallandi vandamál ef við ætlum í átak gegn ofbeldi? Vegna þess að áhorfendurnir eru börn og ungmenni. Flest börn komast í kynni við klámefni fyrir 12 ára aldur - áður en þau hafa endilega átt samtöl um kynlíf, mörk, samþykki og virðingu - og yfir 79% ungmenna sem hafa séð klám segja að þau noti það til að læra inn á kynlíf. Milljónir barna og ungmenna eru að drekka í sig þekkingu um líkamlega nánd og kyn út frá efni sem er niðurlægjandi og ofbeldisfullt. Það er það sem þau læra og þekkja. Það skiptir svo miklu máli að eiga þessi samtöl fyrr og stórefla fræðslu um samþykki og mörk í kynlífi, því hið klámvædda internet þrífst ekki í stafrænu tómarúmi. Það blæðir yfir í hvernig komið er fram við stelpur og konur í öllum rýmum í rafheimum sem og raunheimum og hefur áhrif á hugmyndir, hegðun og væntingar okkar í garð kvenna, kynlífs og nándar. Mín eigin nýlega reynsla endurspeglar þennan veruleika vel: Fyrir ekki svo löngu svaf ég hjá manni sem ég hafði miklar mætur á, þekkti vel og treysti, og hann sló mig fyrirvaralaust í andlitið svo það sá verulega á mér. Hvers vegna? Því hann hélt að ég vildi það. Hann spurði samt ekki, og ég gaf það með engum hætti til kynna. Hvar ætli hann hafi lært að það væri í lagi? Höfundur er meðlimur í skipulagsteymi Druslugöngunnar. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Against All Women and Girls”.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun