Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2025 11:33 Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Málefni fatlaðs fólks Kynbundið ofbeldi Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun