Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar 6. desember 2025 11:33 Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Málefni fatlaðs fólks Kynbundið ofbeldi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er alvarlegt samfélagsmein. Þegar við skoðum sérstaklega stöðu fatlaðra kvenna sjáum við að áhættan er oft meiri, en verndin er veikari. Í dag gerist stór hluti áreitni og misnotkunar á netinu – þ.e á samfélagsmiðlum, í spjallforritum, í fjölmiðlum og commentakerfum sem við notum daglega. Ég upplifi sjálf sem fötluð kona að ég sé meira berskjölduð fyrir slíku áreiti, bæði á netinu og í daglegu lífi. Hvers vegna eru fatlaðar konur í aukinni hættu? Við treystum oftar á netið til samskipta, upplýsinga og þátttöku – sem að sama skapi eykur berskjöldun. Alþjóðleg gögn sýna að fatlaðar konur eru allt að fimm sinnum líklegri en ófatlaðar konur til þess að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Í sumum löndum hafa yfir 60% fatlaðra kvenna orðið fyrir stafrænu eða sálrænu ofbeldi. Rannsóknir UN Women sýna fram á að minna en 40% ríkja séu með lög sem vernda konur sérstaklega gegn netáreiti eða sem þýðir að um 1,8 milljarðar kvenna og stúlkna búa án lagalegrar verndar í stafrænu umhverfi. Sem dæmi ná nefna: • Fatlaðar konur sem tjá sig um réttindi sín verða fyrir skipulögðum árásum á samfélagsmiðlum þar sem hatursorðræða og hótanir hrannast upp.• Dreifing mynda: Myndum af þeim er deilt án samþykkis eða falsað með hjálp gervigreindar. Afleiðingin sem þessar konur upplifa er m.a. kvíði, ótti og félagsleg einangrun.• Staðsetningarforrit: Gerandi nýtir sér ,,Find my friends” eða hafa aðgang að GPS viðkomandi til að fylgjast með ferðum, stjórna samskiptum og skerða sjálfstæði okkar. Stafrænt ofbeldi hefur sambærileg áhrif og annað ofbeldi sem lýsir sér t.d. með kvíða, þunglyndi, svefntruflunum og vanlíðan. Íslenskar rannsóknir sýna að ofbeldi gegn fötluðum konum er algengt og margþætt – kynferðislegt, andlegt, líkamlegt og þjónustutengt. Konum er oft ekki trúað, úrræði eru óaðgengileg og valdaójafnvægi í þjónustukerfum hamlar kæru og eftirfylgni. ÖBÍ réttindasamtök leggja áherslu á að stafrænt ofbeldi sé raunverulegt ofbeldi sem fylgi fólki inn á heimili, vinnustaði og inn í félagslíf. ÖBÍ beitir sér fyrir vitundarvakningu og með samráði við stjórnvöld í innleiðingu aðgengilegra úrræða, verklags og lagaverndar fyrir fatlaðar konur. Greinin er skrifuð í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem stendur frá 25. Nóvember til 10. desember. Áhersla alþjóðlega átaksins í ár er á stafrænt ofbeldi undir yfirskriftinni “Ending Digital Violence Agains All Women and Girls” Höfundur er lögfræðingur hjá ÖBÍ réttindasamtökum og starfsmaður jafnréttismála
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar