Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar 20. nóvember 2025 06:02 Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Evrópusambandið Mest lesið Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar