Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar 20. nóvember 2025 06:02 Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Evrópusambandið Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland og Noregur verða ekki undanþegin verndaraðgerðum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna tolla á járnblendi. Þessi ákvörðun er grafalvarleg og mun hafa verulegar fjárhagslegar afleiðingar fyrir Ísland og Noreg. Það sem meira er, ákvörðunin setur ákveðið fordæmi í EES-samstarfinu. Það er ljóst að ESB brýtur EES-samninginn en það á ekki að koma á óvart, enda hefur sambandið áður sýnt sitt rétta andlit og látið sérhagsmuni einstakra ríkja ráða för fremur en að standa með bandalags- og vinaþjóðum. Við höfum séð þetta áður: ESB frysti lánalínur til Íslands í hruninu til að kúga okkur til að greiða skuldir sem íslenskur almenningur hafði svo sannarlega ekki stofnað til. ESB-ríki hafa brotið stöðuleikareglu ESB mörgum sinnum. Stóru ríkin fá allt aðra meðferð en þau minni, Frakkland fær silkihanska en Finnland járnkrumlu, stórir eru jafnari en aðrir. ESB-ríki lokuðu landamærum, hvert á fætur öðru, í COVID-19 án nokkurs samráðs við bandalags- og vinaþjóða. ESB ríkin Þýskaland, Frakkland og fleiri reyndu að tryggja sér bóluefni á undan öðrum á kostnað bandalags- og vinaþjóða. Við miklar sviptingar og þegar kreppir að er ljóst að hver hugsar um sig, gríman fellur, sérhagsmunir hinna stóru fá forgang og bandalög bresta. Nokkur ríki innan ESB vildu standa við EES-samninginn, m.a. Svíþjóð, Finnland, Þýskaland, Eistland, Lettland og Litháen, en sérhagsmunir stórra ESB-ríkja trompuðu vilja þessara þjóða. Þannig virkar nefnilega hið meinta lýðræðislega fyrirkomulag bandalagsins. Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri utanríkisviðskipta og EES-mála hjá framkvæmdastjórn ESB, og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, beittu sér hart fyrir því að brjóta EES-samninginn gagnvart Íslandi og Noregi. Það er ljóst að þyrluferð Kristrúnar Frostadóttur og Ursulu von der Leyen í sumar hefur greinilega engu öðru skilað en glansmyndum á samfélagsmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Kemur fólki ekki til hugar að það veiki stöðu Íslands í hagsmunagæslu þegar vitað er að helsta ósk utanríkisráðherra og fleiri stjórnarliða er að ganga til liðs við ofríkisbandalagið ESB ? Í ,,Vikulokunum“ sl. laugardag, tóku þingmenn Samfylkingarinnar og Flokks fólksins alfarið fyrir það að fresta ætti undirritun samstarfsyfirlýsingar um öryggis- og varnarmál við Evrópusambandið ef Ísland og Noregur fengju á sig tolla. Þrátt fyrir vilja stjórnarliða til að kyssa vöndinn hefur undirrituninni verið frestað. Íslendingar geta ekki unað við að samningar við þá séu ekki virtir, stjórnvöld þurfa að sýna staðfestu og stíga fast til jarðar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar