Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar 19. nóvember 2025 15:01 Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Kristmannsdóttir Verndarráðstafanir ESB vegna járnblendis Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum árum pantaði fyrirtæki sem ég stýri vörur frá Hollandi og þegar kom að því að senda vörurnar af stað fékk ég beiðni um hin ýmsu gögn þar sem Ísland væri ekki í Evrópu. Ég man að ég brosti út í annað og gaf ekki mikið fyrir landafræðakennslu Hollendinga og svaraði að auðvitað væri Ísland í Evrópu. En svarið sem ég fékk til baka sat í mér – og situr enn - því Hollendingarnir svöruðu: “Já – en Ísland er ekki hluti af OKKAR Evrópu.” Þetta rifjast upp nú þegar ESB tók ákvörðun um að veita Íslandi og Noregi ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna kísiljárns. ESB er þannig að feta í fótspor ríkja eins og Kína og Bandaríkjanna og verja sitt yfirráðasvæði – verja sig og sína. Því að undanförnu hefur heimurinn því miður tekið þau óheillaspor að velja tolla og einangrun fram yfir frjáls alþjóðleg viðskipti. Nú sem aldrei fyrr verðum við Íslendingar að leggja kalt mat á það hvar framtíðarhagsmunum okkar er best borgið. Við getum ekki leyft okkur að vera með fyrirfram mótaðar skoðanir, sem byggja á vangaveltum en ekki staðreyndum. Það er verulega óþægileg tilfinning ef sú skoðun er útbreidd meðal þjóða í Evrópu að lönd utan ESB séu í raun ekki hluti af ÞEIRRA Evrópu sem þurfi að vernda þegar hætta steðjar að. Okkur á að vera orðið fullljóst að vera okkar í EES jafngildir á engan hátt veru innan ESB. Hættum þessu hálfkáki og komumst að því í eitt skipti fyrir öll hvað full aðild og vernd innan ESB gæti þýtt fyrir Ísland. Sú stund gæti nefnilega runnið upp að næst þegar okkur verður haldið utandyra gæti ógnin sem steðjaði að verið mun alvarlegri en sala á kísiljárni. Höfundur er framkvæmdastjóri.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar