Vísir

Mest lesið á Vísi

Stjörnuspá

07. janúar 2026

Einhver breyting verður á dagskrá morgundagsins og þú ert síður en svo hrifinn af henni. Þú kemst þó að því seinna að hún er alls ekki svo slæm.



Ísland í dag - „Mjög margir sem segjast hafa sofið hjá mér“

Gugga í gúmmíbát er nafn sem er á allra vörum enda átti samfélagsmiðlastjarnan og fjölmiðlakonan einstaklega viðburðarríkt ár á því liðna. Svo viðburðarríkt var það að Guðrún vísar til ársins sem ár Guggunnar. Þar kenndi ýmissa grasa eins og til að mynda stefnumót við stórstjörnuna Drake, nýr þáttur á Vísi og endalaust stuð og ævintýri. En einnig rógburður og niðrandi athugasemdir. Í þættinum kynnumst við Guðrúnu Svövu Egilsdóttur frá A til Ö á einlægu nótunum.

Ísland í dag
Fréttamynd

Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sig­ríður Margrét tekur við

Sigríður Margrét Oddsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Bláa lónsins hf. frá 16. mars næst komandi. Hún hefur undanfarin ár verið framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Grímur Sæmundsen, sem verið hefur forstjóri Bláa lónsins frá stofnun þess 1992 lætur þá af störfum en tekur sæti í stjórn félagsins á næsta aðalfundi.

Viðskipti innlent

Fréttamynd

Hamp­iðjan ætti að styrkja stöðu sína í fisk­eldi með frekari yfir­tökum

Hampiðjan ætti að horfa til þess að styrkja enn stöðu sína í fiskeldi og á heimasvæðinu í Norður-Atlantshafi með frekari yfirtökum, að mati hlutabréfagreinenda sem telja að félagið sé verulega undirverðlagt á markaði, og þar væri meðal annars veiðarfæraframleiðandinn Egersund tilvalið skotmark. Þá eru stjórnendur hvattir til að skoða tvískráningu Hampiðjunnar í Noregi í því skyni að laða erlenda fjárfesta að félaginu og bæta verðmyndun.

Innherji