Matvælaframleiðsla Saklaus skinkubiti varð næstum banabiti í Garðabænum Hundaeiganda í Garðabæ brá verulega í brún þegar fjögurra mánaða papillon hvolpurinn hennar byrjaði að titra í eldhúsinu á föstudag. Í ljós kom að skinkubiti sem litli hvolpurinn fékk að borða hafði valdið eitrunaráhrifum. Innlent 13.2.2024 15:48 Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Erlent 6.2.2024 06:00 Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. Viðskipti innlent 2.2.2024 14:58 47 sagt upp í hópuppsögn Fjörutíu og sjö starfsmönnum fyrirtækis í matvælaframleiðslu var sagt upp í nýliðnum janúarmánuði. Viðskipti innlent 2.2.2024 11:19 Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Innlent 30.1.2024 10:46 MAST kærir niðurfellingu Helga á rannsókn Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju. Innlent 29.1.2024 10:18 Hækkaði launin sín og lét fyrirtækið borga fyrir skilnaðinn Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar. Innlent 16.1.2024 14:16 „Þetta voru vinir mínir, skepnurnar” Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi. Innlent 8.1.2024 20:03 Samdráttur í kjötframleiðslu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt í kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt. Innlent 7.1.2024 23:23 Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. Innlent 6.1.2024 21:01 Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Innlent 4.1.2024 22:53 Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Innlent 4.1.2024 14:51 Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Viðskipti erlent 4.1.2024 14:41 Rúnar frá Marel til Aquatiq Rúnar Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aquatiq á Íslandi. Rúnar hefur starfað fyrir Marel í kvartöld. Viðskipti innlent 4.1.2024 13:46 Segir lögreglustjórann á Vestfjörðum vanhæfan í málinu Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. Innlent 30.12.2023 12:13 Skordýr í kryddi og glerbrot í súpu Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot. Neytendur 29.12.2023 17:08 Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Innlent 28.12.2023 18:11 Fæðuöryggi Íslands á stríðstímum Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk. Innlent 26.12.2023 14:31 Mátti svipta bræðurna að Brimnesi öllum nautgripum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum tveggja bænda, sem Matvælastofnun svipti vörslum allra 137 nautgripa þeirra árin 2021 og 2022. Innlent 21.12.2023 13:11 Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. Innlent 21.12.2023 09:20 Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Innlent 20.12.2023 17:11 Jólahugvekja um aðbúnað svína Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Skoðun 19.12.2023 12:31 Framleiðsla á rifostum slær öll met á Sauðárkróki Framleiðsla á rifostum hjá Mjólkursamsölunni á Sauðárkróki hefur slegið öll met í ár en framleiðslan verður tæplega tvö þúsund tonn þegar árið er liðið. Osturinn fer meira og minna ofan á pizzur landsmanna. Viðskipti innlent 12.12.2023 20:30 Kenna Sorpu um hærra matarverð Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Innlent 11.12.2023 12:53 Simmi Vill leiðir nýtt félag Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. Viðskipti innlent 7.12.2023 18:01 Yfirmaður veitingastaðar í Bordeaux ákærður vegna eitraðra matvæla Yfirmaður veitingastaðarins Tchin Tchin Wine Bar í Bordeaux í Frakklandi hefur veirð ákærður í tengslum við andlát konu en hún var meðal sextán gesta staðarins sem veiktist eftir að hafa snætt þar í september síðastliðinum. Erlent 7.12.2023 08:25 Áfram verði „stórt gat“ í rekstri fjölmargra bænda Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta. Innlent 6.12.2023 09:09 Ellefu handteknir vegna dreifingar á „falsaðri“ ólífuolíu Ellefu hafa verið handteknir í aðgerðum lögregluyfirvalda á Ítalíu og Spáni og hald lagt á rúmlega 5.000 lítra af ólífuolíu. Um er að ræða glæpagengi sem er grunað um að hafa freistað þess að selja unna olíu sem hreina „virgin“ og „extra virgin“ olíu. Erlent 4.12.2023 12:06 Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. Viðskipti erlent 4.12.2023 07:51 Ístækni kaupir tæki Skagans 3X á Ísafirði Ístækni ehf hefur gert samkomulag um kaup á tækjum og öðrum framleiðslubúnaði Skagans 3X á Ísafirði. Fyrirtækið mun hefja starfsemi þann 1. desember að Sindragötu 7 á Ísafirði. Viðskipti innlent 30.11.2023 13:31 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 17 ›
Saklaus skinkubiti varð næstum banabiti í Garðabænum Hundaeiganda í Garðabæ brá verulega í brún þegar fjögurra mánaða papillon hvolpurinn hennar byrjaði að titra í eldhúsinu á föstudag. Í ljós kom að skinkubiti sem litli hvolpurinn fékk að borða hafði valdið eitrunaráhrifum. Innlent 13.2.2024 15:48
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. Erlent 6.2.2024 06:00
Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ „Þetta er erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu, að gera þetta. Það var bara ekki annað hægt,“ segir Hermann Th. Ólafsson, framkvæmdastjóri Stakkavíkur ehf. í samtali við fréttastofu vegna hópuppsagnar sem fór fram hjá fyrirtækinu um nýliðin mánaðamót. Viðskipti innlent 2.2.2024 14:58
47 sagt upp í hópuppsögn Fjörutíu og sjö starfsmönnum fyrirtækis í matvælaframleiðslu var sagt upp í nýliðnum janúarmánuði. Viðskipti innlent 2.2.2024 11:19
Stór kærubunki vegna ákvörðunar lögreglustjórans Ríkissaksóknara bárust 27 kærur vegna ákvörðunar lögreglustjórans á Vestfjörðum að fella niður rannsókn á slysasleppingum úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm. Innlent 30.1.2024 10:46
MAST kærir niðurfellingu Helga á rannsókn Matvælastofnun hefur kært ákvörðun Helga Jenssonar lögreglustjóra á Vestfjörðum fyrir að fella niður rannsókn máls á laxasleppingum fyrir vestan. Ríkissaksóknari fær nú málið á sitt borð og skoðar hvort ákvörðunin standi eða hvort lögreglu verði gert að hefja rannsókn að nýju. Innlent 29.1.2024 10:18
Hækkaði launin sín og lét fyrirtækið borga fyrir skilnaðinn Alessandro Era, Ítali sem kom að stofnun gæludýrafóðursverksmiðju hér á landi, hefur verið dæmdur til að greiða félagi á fimmta tug milljóna. Hann hækkaði til að mynda eigin laun um hálfa milljón á mánuði án heimildar og lét félagið greiða lögmannskostnað vegna eigin hjónaskilnaðar. Innlent 16.1.2024 14:16
„Þetta voru vinir mínir, skepnurnar” Guðmunda Tyrfingsdóttir, bóndi á tíræðisaldri sem vann fullnaðarsigur gegn Matvælastofnun þegar skepnum hennar var slátrað, ætlar ekki að gefast upp í búskapnum því hún er búin að fá sér hænur. Matvælastofnun hefur sent henni afsökunarbeiðni og lagt inn á hana andvirði skepnanna, sem var slátrað í óleyfi. Innlent 8.1.2024 20:03
Samdráttur í kjötframleiðslu áhyggjuefni Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir samdrátt í kjötframleiðslu verulegt áhyggjuefni. Samdráttin megi rekja til hækkunar á fjármagnskostnaði og fóðri og erfiðri samkeppni íslenskra afurða við innflutt kjöt. Innlent 7.1.2024 23:23
Meirihluti þjóðarinnar ósáttur með framgöngu Svandísar Meirihluti þjóðarinnar segist ósáttur með framgöngu Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í hvalveiðimálinu, eða tæp fimmtíu og tvö prósent samkvæmt nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var rétt fyrir áramót. Innlent 6.1.2024 21:01
Spyr hvort „önnur öfl“ hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans Gunnar Örn Petersen framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir það sem kemur fram í nýrri skýrslu MAST um sjókvíaeldi Arctic Fish í Patreksfirði ekki endilega nýtt. Hann spyr hvort önnur öfl hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglustjórans að láta mál embættisisins niður falla. Innlent 4.1.2024 22:53
Tvö alvarleg frávik hjá Arctic Sea Farm Matvælastofnun hefur gefið Arctic Sea Farm hf, dótturfyrirtæki Arctic Fish, frest til 19. janúar að bregðast við tveimur alvarlegum frávikum sem greindust við eftirlit á starfsemi í sjókvíeldi í Kvígindisdal í Patreksfirði í september. Annað frávikið varðar ljósabúnað en hitt eftirlit neðansjávar. Innlent 4.1.2024 14:51
Hætta sölu á Pepsí vegna „óásættanlegra verðhækkana“ Franska matvöruverslanakeðjan Carrefour hefur tilkynnt að hún muni hætta að selja Pepsí og aðrar vörur úr smiðju PepsiCo. Ástæðan er sögð sú að vörurnar séu orðnar of dýrar eftir nýjustu verðhækkanirnar. Viðskipti erlent 4.1.2024 14:41
Rúnar frá Marel til Aquatiq Rúnar Birgisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Aquatiq á Íslandi. Rúnar hefur starfað fyrir Marel í kvartöld. Viðskipti innlent 4.1.2024 13:46
Segir lögreglustjórann á Vestfjörðum vanhæfan í málinu Landssamband veiðifélaga hyggst kæra ákvörðun lögreglustjórans á Vestfjörðum um að hætta rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arcitc Sea Farm í Patreksfirði í ágúst. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ljóst að vanhæfi lögreglustjórans á Vestfjörðum í þessu máli sé algjört. Innlent 30.12.2023 12:13
Skordýr í kryddi og glerbrot í súpu Krydd sem var flutt inn af Krónunni og selt í verslunum hennar hefur verið innkallað vegna þess að skordýr fannst í því. Þá hefur Sælkerabúðin ákveðið að innkalla súpu því að í henni fundust glerbrot. Neytendur 29.12.2023 17:08
Mál Guðmundu þyngra en tárum taki Helga Arnardóttir, kvikmyndagerðarkona, segir mál Guðmundu Tyrfingsdóttur sem var vörslusvipt búfénaði sínum og honum ólögmætt slátrað, vera þyngra en tárum tekur í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Innlent 28.12.2023 18:11
Fæðuöryggi Íslands á stríðstímum Formaður Bændasamtakanna hefur miklar áhyggjur af fæðuöryggi þjóðarinnar á stríðstímum, sem séu einhverjir níu dagar á meðan Finnar eiga til dæmis níu mánaða matar birgðir fyrir sitt fólk. Innlent 26.12.2023 14:31
Mátti svipta bræðurna að Brimnesi öllum nautgripum Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af öllum kröfum tveggja bænda, sem Matvælastofnun svipti vörslum allra 137 nautgripa þeirra árin 2021 og 2022. Innlent 21.12.2023 13:11
Lögregla hætt rannsókn á slysasleppingum í Patreksfirði Lögreglustjórinn á Vestfjörðun hefur hætt rannsókn á slysasleppingu eldislax úr fiskeldisstöð Arctic Sea Farm ehf í Kvígindisdal í Patreskfirði í ágúst síðastliðnum en hún var hafin í kjölfar kæru Matvælastofnunar í september. Innlent 21.12.2023 09:20
Tíu þúsund króna dagsektir lögmætar að mati ráðuneytis Matvælaráðuneytið hefur staðfest lögmæti dagsekta Matvælastofnunar (MAST) á bónda vegna alvarlegra brota í búrekstri hans á lögum um dýravelferð og reglugerð um velferð nautgripa. Dagsektirnar voru tíu þúsund krónur á dag. Innlent 20.12.2023 17:11
Jólahugvekja um aðbúnað svína Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) standa nú annað árið í röð fyrir auglýsingaherferð sem hvetur fólk til þess að kaupa ekki hamborgarhrygg í jólamatinn. Þessi grein er hugvekja um það efni. Einhverjum kann að þykja þetta frekleg afskipti af jólahefðum fjölskyldunnar. Skoðun 19.12.2023 12:31
Framleiðsla á rifostum slær öll met á Sauðárkróki Framleiðsla á rifostum hjá Mjólkursamsölunni á Sauðárkróki hefur slegið öll met í ár en framleiðslan verður tæplega tvö þúsund tonn þegar árið er liðið. Osturinn fer meira og minna ofan á pizzur landsmanna. Viðskipti innlent 12.12.2023 20:30
Kenna Sorpu um hærra matarverð Matfugl, einn stærsti framleiðandi kjúklingaafurða hér á landi, hefur boðað 3,2 prósenta hækkun á öllum vörum fyrirtækisins. Forstjóri segir hækkanirnar skýrast af auknum kostnaði varðandi sláturúrgang, þá helst breytingum sem Sorpa boðaði í síðustu viku. Innlent 11.12.2023 12:53
Simmi Vill leiðir nýtt félag Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, mun um áramótin taka við sem framkvæmdastjóri félagsins Eldum Gott ehf.. Félagið er í meirihlutaeigu Samkaupa til móts við Sigmar. Viðskipti innlent 7.12.2023 18:01
Yfirmaður veitingastaðar í Bordeaux ákærður vegna eitraðra matvæla Yfirmaður veitingastaðarins Tchin Tchin Wine Bar í Bordeaux í Frakklandi hefur veirð ákærður í tengslum við andlát konu en hún var meðal sextán gesta staðarins sem veiktist eftir að hafa snætt þar í september síðastliðinum. Erlent 7.12.2023 08:25
Áfram verði „stórt gat“ í rekstri fjölmargra bænda Samtök ungra bænda segja aðgerðir ráðherra til að mæta efnahagsvanda bænda ekki nægjanlegar. Í yfirlýsingu fagna samtökin aðgerðunum en segja að þótt þeim væri öllum hrint í framkvæmd sé ljóst að „áfram verði stórt gat í rekstri fjölmargra bænda“. Bændasamtökin taka undir þetta. Innlent 6.12.2023 09:09
Ellefu handteknir vegna dreifingar á „falsaðri“ ólífuolíu Ellefu hafa verið handteknir í aðgerðum lögregluyfirvalda á Ítalíu og Spáni og hald lagt á rúmlega 5.000 lítra af ólífuolíu. Um er að ræða glæpagengi sem er grunað um að hafa freistað þess að selja unna olíu sem hreina „virgin“ og „extra virgin“ olíu. Erlent 4.12.2023 12:06
Danir vilja frekar versla „túrbó kjúkling“ Danskir neytendur versla frekar svokallaðan „túrbó kjúkling“ sem ræktaður hefur verið til þess að vaxa hratt, frekar en venjulegan kjúkling sem hefur það betra. Ástæðan er hækkandi verðlag sökum verðbólgu og stríðsins í Úkraínu. Viðskipti erlent 4.12.2023 07:51
Ístækni kaupir tæki Skagans 3X á Ísafirði Ístækni ehf hefur gert samkomulag um kaup á tækjum og öðrum framleiðslubúnaði Skagans 3X á Ísafirði. Fyrirtækið mun hefja starfsemi þann 1. desember að Sindragötu 7 á Ísafirði. Viðskipti innlent 30.11.2023 13:31