Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar 22. janúar 2025 11:03 Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og Covid faraldur. Fæðuöryggi komst aftur á dagskrá ogrödd matvælaframleiðenda var ljáð eyra. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár setti ríkið nýja peninga í landbúnað sem ekki var ætlað að slökkva elda vegna vanda í landbúnaðarkerfinu. Tveir milljarðar voru á fimm ára ríkisfjármálaáætlun ætlaðir í eflingu kornræktar, einkum til að hefja aftur kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og til að styrkja bændur til að fjárfesta í hagkvæmum kornþurrkstöðvum. Bændur höfðu jú sýnt fram á, ár eftir ár, að hægt er að rækta gott korn á Íslandi þótt stuðningskerfið hafi skort. Hugmyndin var sú að smám saman myndi lager þjóðarinnar fyllast af innlendu byggi, hveiti og höfrum og við yrðum sjálfum okkur nóg. Margt styður þetta, en færa má rök fyrir því að um aldamót hafi besta ræktarland heimsins klárast og því þörf á að færa ræktun á norðlægari slóðir. Mörg ríki leggja í sambærilega vinnu enda vilja flest ríki vera sjálfstæð um alla þá matvælaframleiðslu sem þau geta. Það sama á við um orkuöflun en matvæli eru jú lítið annað en orka. Á Íslandi búum við svo vel að eiga yfir að ráða nauðsynlegum úrvinnslustöðvum fyrir korn. Korn þarf í flestum tilfellum að vinna áfram til að mynda úr því enn frekari verðmæti. Þarna ber helst að nefna fóðurgerðarstöðvar, brugghús og ein hveitimylla. Öll eru þessi félög rekin af einkaaðilum. Þessi fyrirtæki búa til verðmæti sem ríkið nýtur góðs af. Þau skapa störf, þau greiða af innlendum lánum og tryggingum, þau nota innlenda græna orkugjafa. Þau búa til meiri verðmæti innanlands. Ef þessa innviði skortir er erfitt að vinna úr hráefnum sem búin eru til. Þessu má líkja við að kúabændur hefðu enga mjólkurafurðastöð sem vinnur hráefnið áfram til endanota. Myllan og Dominos kaupa ekki hveitikorn af bændum. Það þarf að vera malað og sekkjað, gæðaúttekt þarf að framkvæma og stöðugt eftirlit þarf að vera til staðar. Eina hveitimylla landsins, Kornax, er nú að loka af því þeim er sagt upp húsaleigusamningi við Faxaflóahafnir, en samkvæmt fréttum er það gert í öryggisskyni. Verksmiðjan er gömul, stór og samsett og því ómögulegt að taka hana í sundur og flytja. Eigandinn, fyrirtækið Lífland, vill byggja nýja verksmiðju á Grundartanga þar sem fyrirtækið starfrækir kjarnfóðurverksmiðju sem framleiðir kjarnfóður fyrir dýr. Mikil samlegð er fólgin í að reka hveitimyllu og fóðurstöð á sama stað til að fullnýta flutningsgetu skipa. Korn er þá geymt á sama stað sem bíður úrvinnslu. Skipsfarmar eru geymdir í sílóum sem mynda öryggislager þjóðarinnar af korni. Hveitiklíð sem fellur til við hveitimölun, þegar klíðið er tekið af hveitikorninu, er svo nýtt í kjarnfóður fyrir dýr. Starfsmannaaðstaða samnýtist og svo má lengi telja fleiri samlegðaráhrif. Ný verksmiðja er dýr og framlegð þunn. Ef ætlunin er að byggja þannig að reksturinn beri sig verður að líta í öll horn. Eigandinn hefur komist að því að nauðsynlegt sé að byggja þar sem samlegðaráhrif séu fullnýtt. En hér togar ríkið í tauminn. Tölvan segir nei. Evrópureglugerð bannar matvælaframleiðslu til manneldis á fyrirhuguðum stað á Grundartanga. Ítarlegar mælingar gerðar af óháðum aðilum og hinu opinbera sýna fram á minna magn af óæskilegum efnum í andrúmslofti á þessu svæði heldur en þar sem verksmiðjan stendur nú í Reykjavík. Að auki færi framleiðslan fram í lokuðu kerfi svo loftgæðin myndu skipta ennþá minna máli. En tölvan segir bara nei. Reglugerðin segir bara nei og þar við situr. Að vísu verður reglugerðin líklega einhvertíma endurskoðað, en það er of seint. Einkaframtakið vill styðja við íslenska framleiðslu, vill auka fæðuöryggi þjóðarinnar, en þá togar ríkið í taumana um leið og það slær í. Niðurstaðan er sorglegur endir á farsælli framleiðslu Kornax sem geymdi öryggislager þjóðarinnar. Ríkið hefði frekar þurft að veita hvata til að stækka þann lager frekar en hitt. Eigandinn fær þau skilaboð, eftir ítrekaðar tilraunir, að eina leiðin sé að kæra Heilbrigðiseftirlitið sem þetta bannar. Hversu langt þarf einkaframtakið að ganga til að sinna slíku þjóðþrifamáli? Kerfið á að virka og greiða götu svona framtaks. Hvers vegna er ekki frekar spurt, hvað getum við gert til að aðstoða og styðja það að þessi framleiðsla fái þrifist? Höfundur er aðjúnkt og brautastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið setti af stað metnaðarfulla áætlun um eflingu íslenskrar kornræktar í upphafi árs 2024 eftir greiningarvinnu sem hófst árið 2022. Nú skyldi slegið í klárinn. Umræðan spratt upp eftir Úkraínustríð og Covid faraldur. Fæðuöryggi komst aftur á dagskrá ogrödd matvælaframleiðenda var ljáð eyra. Í fyrsta sinn í þrjátíu ár setti ríkið nýja peninga í landbúnað sem ekki var ætlað að slökkva elda vegna vanda í landbúnaðarkerfinu. Tveir milljarðar voru á fimm ára ríkisfjármálaáætlun ætlaðir í eflingu kornræktar, einkum til að hefja aftur kynbætur á korni til að aðlaga það íslenskum aðstæðum og til að styrkja bændur til að fjárfesta í hagkvæmum kornþurrkstöðvum. Bændur höfðu jú sýnt fram á, ár eftir ár, að hægt er að rækta gott korn á Íslandi þótt stuðningskerfið hafi skort. Hugmyndin var sú að smám saman myndi lager þjóðarinnar fyllast af innlendu byggi, hveiti og höfrum og við yrðum sjálfum okkur nóg. Margt styður þetta, en færa má rök fyrir því að um aldamót hafi besta ræktarland heimsins klárast og því þörf á að færa ræktun á norðlægari slóðir. Mörg ríki leggja í sambærilega vinnu enda vilja flest ríki vera sjálfstæð um alla þá matvælaframleiðslu sem þau geta. Það sama á við um orkuöflun en matvæli eru jú lítið annað en orka. Á Íslandi búum við svo vel að eiga yfir að ráða nauðsynlegum úrvinnslustöðvum fyrir korn. Korn þarf í flestum tilfellum að vinna áfram til að mynda úr því enn frekari verðmæti. Þarna ber helst að nefna fóðurgerðarstöðvar, brugghús og ein hveitimylla. Öll eru þessi félög rekin af einkaaðilum. Þessi fyrirtæki búa til verðmæti sem ríkið nýtur góðs af. Þau skapa störf, þau greiða af innlendum lánum og tryggingum, þau nota innlenda græna orkugjafa. Þau búa til meiri verðmæti innanlands. Ef þessa innviði skortir er erfitt að vinna úr hráefnum sem búin eru til. Þessu má líkja við að kúabændur hefðu enga mjólkurafurðastöð sem vinnur hráefnið áfram til endanota. Myllan og Dominos kaupa ekki hveitikorn af bændum. Það þarf að vera malað og sekkjað, gæðaúttekt þarf að framkvæma og stöðugt eftirlit þarf að vera til staðar. Eina hveitimylla landsins, Kornax, er nú að loka af því þeim er sagt upp húsaleigusamningi við Faxaflóahafnir, en samkvæmt fréttum er það gert í öryggisskyni. Verksmiðjan er gömul, stór og samsett og því ómögulegt að taka hana í sundur og flytja. Eigandinn, fyrirtækið Lífland, vill byggja nýja verksmiðju á Grundartanga þar sem fyrirtækið starfrækir kjarnfóðurverksmiðju sem framleiðir kjarnfóður fyrir dýr. Mikil samlegð er fólgin í að reka hveitimyllu og fóðurstöð á sama stað til að fullnýta flutningsgetu skipa. Korn er þá geymt á sama stað sem bíður úrvinnslu. Skipsfarmar eru geymdir í sílóum sem mynda öryggislager þjóðarinnar af korni. Hveitiklíð sem fellur til við hveitimölun, þegar klíðið er tekið af hveitikorninu, er svo nýtt í kjarnfóður fyrir dýr. Starfsmannaaðstaða samnýtist og svo má lengi telja fleiri samlegðaráhrif. Ný verksmiðja er dýr og framlegð þunn. Ef ætlunin er að byggja þannig að reksturinn beri sig verður að líta í öll horn. Eigandinn hefur komist að því að nauðsynlegt sé að byggja þar sem samlegðaráhrif séu fullnýtt. En hér togar ríkið í tauminn. Tölvan segir nei. Evrópureglugerð bannar matvælaframleiðslu til manneldis á fyrirhuguðum stað á Grundartanga. Ítarlegar mælingar gerðar af óháðum aðilum og hinu opinbera sýna fram á minna magn af óæskilegum efnum í andrúmslofti á þessu svæði heldur en þar sem verksmiðjan stendur nú í Reykjavík. Að auki færi framleiðslan fram í lokuðu kerfi svo loftgæðin myndu skipta ennþá minna máli. En tölvan segir bara nei. Reglugerðin segir bara nei og þar við situr. Að vísu verður reglugerðin líklega einhvertíma endurskoðað, en það er of seint. Einkaframtakið vill styðja við íslenska framleiðslu, vill auka fæðuöryggi þjóðarinnar, en þá togar ríkið í taumana um leið og það slær í. Niðurstaðan er sorglegur endir á farsælli framleiðslu Kornax sem geymdi öryggislager þjóðarinnar. Ríkið hefði frekar þurft að veita hvata til að stækka þann lager frekar en hitt. Eigandinn fær þau skilaboð, eftir ítrekaðar tilraunir, að eina leiðin sé að kæra Heilbrigðiseftirlitið sem þetta bannar. Hversu langt þarf einkaframtakið að ganga til að sinna slíku þjóðþrifamáli? Kerfið á að virka og greiða götu svona framtaks. Hvers vegna er ekki frekar spurt, hvað getum við gert til að aðstoða og styðja það að þessi framleiðsla fái þrifist? Höfundur er aðjúnkt og brautastjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun